Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Page 10
8*
Verslunarskýrslur 1975
soðnar sjávarafurðir eru undanþegnar olíusjóðsgjaldi, svo og afurðir frá
hvalveiðum, selveiðum og hrognkelsaveiðum. Útflytjendur sjávarafurða
greiða, auk hins almenna útflutningsgjalds og sérstaka gjalds til olíu-
sjóðs fiskiskipa, gjöld af fob-verði i Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins
og í Fiskveiðasjóð íslands, þó ekki af afurðum frá hvalveiðum, selveið-
um og hrognkelsaveiðum. Gjaldið til Aflatryggingasjóðs (sbr. lög nr. 77/
1962 og lög nr. 80/1971) var hækkað frá og með 19. febr. 1969 úr 1%%
í 2%%, með lögum nr. 74/1969, um breyting á lögum nr. 77/1962, og
enn frekar i 2%% 1. júní 1970, með bráðabirgðalögum nr. 23/1970. Með
lögum nr. 5 5. apríl 1971 var veitt heimild til að lækka gjald af niður-
lögðum og niðursoðnum sjávarafurðum í Aflatryggingasjóð úr 2,75% í
0,92%. Þessi heimild var notuð og látin gilda frá 1. júlí 1970. Var gjaldið
þá endurgreitt til samræmis við það, en var síðan fellt niður að fullu
frá 11. júní 1974 (sbr. lög nr. 69/1974). Gjaldið til Fiskveiðasjóðs (sbr.
lög nr. 55/1973) nemur 1% af fob-verði og hefur verið innheimt frá og
með 1. júlí 1973. Þá skal greiða 0,15% af fob-verði sjávarafurða til
ferskfiskeftirlits, sbr. lög nr. 42/1960 og lög nr. 55/1968. Loks er inn-
heimt sérstakt gjald af útfluttum síldarafurðum, sjá lög nr. 40/1966,
einnig síldarmatsgjald og sildarsölugjald. — Engin gjöld eru á útfluttum
landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum.
Við ákvörðun á útflutninqsverðmæti ísfisks í verslunarskýrslum
gilda sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir i kaflanum um útfluttar
vörur síðar i inngangi þessum.
Allmikið er um það, að útflutningsverðmæti sé áætlað i skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með þvi verðmæti, sem tilgreint er i útflutningsleyfi
útflutningsdeildar AÚðskiptaráðuneytisins. Fer svo, þegar látið er uppi
af hálfu útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lag-
færa þetta siðar, og er hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað
miklu.
Það segir sig sjálft, að í verslunarskýrslur koma aðeins vörur, sem
afgreiddar eru af tollyfirvöldum á venjulegan hátt. Kaup islenskra skipa
og flugvéla erlendis á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki i
verslunarskýrslum, og ef slíkar vörur eru fluttar inn i landið, koma þær
ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti sem þær kunna að vera teknar
til tollmeðferðar.
Þijngd útfluttrar vöru hefur ávallt verið tekin nettó i verslunar-
skýrslur. Innfluttar vörur voru taldar nettó fram að 1951, en frá og með
því ári voru þær taldar brúttó, þ. e. með ytri umbúðum. Ástæða þessarar
breytingar var aðallega sú, að illa gekk að fá nettóþvngdina upp gefna
í tollskýrslum, þar sem hún skipti ekki máli við tollafgreiðslu. Hins
vegar var brúttóþyngd yfirleitt tilgreind i tollskýrslu, vegna þess að vöru-
magnstollur var miðaður við hana. Með nýjum tollskrárlögum, sem komu
til framkvæmda 1. maí 1963, var vörumagnstollur felldur niður á öllum
vörum, nema á salti og eldsneyti, þar sem þýðingarlaus vörumagnstollur