Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Qupperneq 11
Verslunarskýrslur 1975
9*
var látinn haldast óbreyttur, og á kartöflur og á lýstar og framkallaðar
kvikmyndafilmur var lagður vörumagnstollur í stað verðtolls. — Vegna
ýmissa annmarka á að miða innflutning við brúttóþvngd, var ákveðið að
reikna þyngd hans nettó frá og með 1. maí 1963, er nýja tollskráin kom
til framkvæmda. í því sambandi er rétt að geta þess, að í verslunarskýrsl-
um flestra landa er innflutningur miðaður við nettóþyngd.
Farmgjöld á vörum í innflutningi hækkuðu enn verulega á árinu 1975.
Við gengisfellingu 14. febrúar 1975, sem þýddi 25% hækkun erlends
gjaldeyrisgengis, var heimiluð 17% hækkun á stykkjavörufarmgjöldum
í krónum. Hinn 20. maí 1975 var svo leyfð 22% hækkun á þeim í krónum,
þannig að hækkun frá því, sem var fyrir gengisfellingu, fór upp í 42,7%.
Um leið var ákveðið að endurskoða hlutföll farmgjaldataxta innbyrðis,
sem voru orðin óeðlileg vegna truflandi áhrifa gengissigs og gengissveiflna
um langt skeið. Var hækkunin í maí 1975 framkvæmd þannig, að farm-
gjöld frá Bretlandi og Bandaríkjunum hækkuðu um 32%, farmgjöld frá
Þýskalandi lækkuðu um 5%, en öll önnur stykkjavörufarmgjöld héldust
óbreytt. — Farmgjöld stórflutnings og útflutnings, sem voru ekki bundin
af samningum, fylgdu breytingum á gengi að venju, enda eru þau ekki
háðverðlagsákvæðum.Frystur fiskur hefur ávallt verið tekinn til flutnings
skv. sérstökum samningum, sem endurnýjaðir eru um hver áramót, og eru
farmgjöld þá um leið samræmd áorðnum breytingum á útgerðarkostnaði.
Miðað við fryst flök til Bandaríkjanna var farmgjaldið 1975 80 dollarar á
tonn, á móti 62 dollurum 1974. Hliðstæð hækkun varð á farmgjöldum
frosins fisks að öðru leyti. Að auki var áfram um að ræða viðbót við farm-
gjöld frosins fisks vegna verðhækkunar á olíum. — Hér hefur aðeins verið
getið meginbreytinga á farmgjöldum 1975, til þess að gefa mynd af þróun
þessara mála í stórum dráttum. — Þetta eru upplýsingar frá Eimskipa-
félagi íslands, en sama mun hafa gerst hjá öðruin innlendum farskipa-
útgerðum.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 9*—10* í inngangi Verslunarskýrslna 1974
er greinargerð um breytingar á gengi íslensku krónunnar 1974 og áhrif
þeirra á tölur verslunarskýrslna. Frá 15. júní 1973 hefur gengi íslensku
krónunnar verið „fljótandi“ og hafa breytingar á gengi hennar gagn-
vart dollar verið alltiðar, auk sífelldra breytinga á gengi hennar gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum vegna sveiflna á gengi hinna ýmsu gjaldmiðla
á gjaldeyrismörkuðum erlendis. Auk þess hefur þrisvar á þessu tímabili
verið ákveðin almenn gengisfelling islensku krónunnar, þ. e. um 4,0%
17. maí 1974 (þ. e. 4,15% hækkun erlends gjaldeyrisgengis), um 17,0%
2. september 1974 (þ. e. 20,4% hækkun erlends gjaldeyrisgengis), og
um 20,01% 14. febrúar 1975 (þ. e. 25,02% hækkun erlends gjaldeyris-
gengis).
í árslok 1974 var dollargengi kr. 118,30 kaup og kr. 118,70 sala, og 11.
febrúar var það komið upp í kr. 119,30 og kr. 119,70. Þá var, frá 14.
febrúar 1975, gengi krónunnar eins og áður segir lækkað um 20,01%, og