Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Side 12
10*
Verslunarskýrslur 1975
hið nýja dollargengi var kr. 149,20 kaup og kr. 149,60 sala. Það dollar-
gengi hélst óbreytt þar til seint í mars 1975, en eftir það var um að ræða
stöðugt gengissig gagnvart dollar (og i samsvarandi mæli gagnvart öðrum
gjaldmiðlum), og í árslok var dollargengið komið upp i kr. 170,60 kaup
og kr. 171,00 sala. Að því er varðar gengisbreytingar 1975 vísast að öðru
leyti til neðanmálsgreina við töflu um útflutning og innflutning eftir mán-
uðum, sein birtist í hverju blaði Hagtíðinda.
Miðað við miðgengi dollars var um að ræða 44,1% hækkun á gengi
hans gagnvart krónunni frá árslokum 1974 til ársloka 1975, en það
samsvarar 30,6% lækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Samsvar-
andi hækkun á gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild
jieirra í gjaldeyriskaupum og sölu (dollar meðtalinn) er, samkvæmt
útreikningum hagfræðideildar Seðlabanka íslands, 40,5% á kaupgengi
og 35,6% á sölugengi. Meðalgengi dollars gagnvart krónunni var 1975
kr. 153,63 kaup og kr. 154,03 sala, og er um að ræða 53,8% hækkun frá
meðalgengi dollars 1974. Samlcvæmt útreikningum hagfræðideildar
Seðlabanka íslands er hækkun frá 1974 til 1975 á meðalgengi allra er-
lendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og
sölu, 54,6% á kaupgengi og 57,3% á sölugengi. Þótt ýmsir fyrirvarar
komi hér til, mun þetta hlutfall komast næst þvi að sýna áhrif gengis-
breytinga á verðmætistölur Verslunarskýrslna 1975. Hér skal á það
bent, að mikið kveður að því, að innflutningur — og í enn rikara mæli
útflutningur — sé verðskráður og greiddur í gjaldmiðli annars lands
en þess, sem selur hingað eða kaupir héðan vöru.
Eins og áður segir kom almenn 20,01% gengisfelling krónunnar
til framkvæmda 14. febr. 1975. Svo sem ávallt á sér stað við meiri
háttar gengislækkanir voru sett lög (nr. 2 13. febrúar 1975) um ráð-
stafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Islands um breytingu á gengi
islenskrar krónu. Var hér um að ræða hliðstæð ákvæði varðandi toll-
afgreiðslu innflutnings og kaup á gjaldeyri fyrir útfluttar sjávarafurðir
og lögfest voru við gengisbreytingu 19. desember 1972, sjá greinargerð
á bls. 7 i janúarblaði Hagtíðinda 1973. Gengishagnaður sá, er myndast
vegna þess að útfluttar sjávarafurðir framleiddar fyrir 1. september
1974 skulu greiddar útflytjendum á gildandi gengi að frádregnum 34%,
og á gengi að frádregnum 20%, ef þær eru framleiddar á timabilinu
1. september 1974 til 15. febrúar 1975, skal færður á sérstakan reikning
á nafni ríkissjóðs í Seðlabankanum. Fé á þessum reikningi skal, með
vissum frávikum, ráðstafað með sérstökum lögum i þágu sjávarútvegs-
ins og sjóða hans.
Sú regla gildir almennt, að verðmæti utanrikisverslunar eru tekin
á skýrslu á því gengi, sem gildir hverju sinni, er vörur eru tollafgreiddar
inn i landið eða út úr þvi. En við meiri háttar gengisfellingar er vikið
frá þessu. Er hér á eftir gerð grein fyrir því, hvernig gengisfellingin i