Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Side 13
V eralunarskýrslur 1975
11*
febrúar 1975 verkar á tölur verslunarskýrslna, eins og þær eru birtar
í þessu hefti og í Hagtíðindum:
Innflutningur. Hið nýja gjaldeyrisgengi gilti við ákvörðun tolla
og annarra gjalda á innfluttum vörum þegar frá gildistökudegi laga
nr. 2/1975. Þó skyldi miðað við eldra gengi, ef fullnægjandi skjöl
hefðu verið afhent til tollmeðferðar fyrir 12. febrúar 1975, en þó þvi
aðeins að tollafgreiðslu væri lokið fyrir 1. mars 1975. Eins og við fyrri
gengisfellingar var gerð undantekning fyrir vörur áður afhentar inn-
flytjanda með leyfi tollyfirvalds gegn tryggingu fyrir greiðslu aðflutn-
ingsgjalda („deponering"). Slikar vörur má tollafgreiða á eldra gengi,
en þó því aðeins að fullnaðarafgreiðsla eigi sér stað fyrir apríllok
1975. Þrátt fyrir þessi tvö sérákvæði um tollafgreiðslu vara, voru allar
vörur, sem tollafgreiddar voru í febrúar 1975 á nýju gengi, fluttar yfir
á marsmánuð, þannig að allur innflutningur í febrúar 1975 var reikn-
aður á eldra gengi í innflutningsskýrslum. Frá marsbyrjun 1975 voru
allar vörur reiknaðar á nýju gengi, þar á meðal vörur, sem innflytjendur
höfðu fengið afhentar fyrir 12. febrúar gegn tryggingu fyrir greiðslu að-
flutningsgjalda, sbr. það, sem fyrr greinir. Vörur tollafgreiddar á næstu
mánuðum eftir gengisbreytinguna hafa að sjálfsögðu að miklu leyti
verið greiddar á eldra gengi, en ekki var tekið tillit til þess við gerð
innflutningsskýrslna.
Útflutningur. Hliðstætt því, sem átti sér stað um innfluttar vörur,
voru vörur útfluttar i febrúar 1975 taldar með útflutningi marsmánaðar,
ef þær voru verðskráðar á nýju gengi í útflutningsskjölum. En frá og
með marsbyrjun 1975 voru allar útfluttar vörur reiknaðar á nýju gengi
án tillits til þess, á hvaða gengi útflytjendur fengu vörurnar greiddar.
1 árslok 1975 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri
sem hér segir (í kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Bandaríkjadollar 1 170,60 171,00
Sterlingspund 1 344,80 345,80
Kanadadollar 1 167,90 168,40
Dönsk króna 100 2 765,85 2 773,95
Norsk króna 100 3 053,75 3 062,65
Sœnsk króna 100 3 871,70 3 883,10
Finnskt mark 100 4 429,85 4 442,85
Franskur franki 100 3 804,60 3 815,70
Belgískur franki 100 430,80 432,00
Svissneskur franki 100 6 492,85 6 511,85
Gyllini 100 6 340,60 6 359,20
Vestur-þýskt mark 100 6 498,35 6 517,45
Líra 100 24,94 25,02
Austurrískur schilling 100 920,35 923,05
Escudo 100 623,20 625,00
Peseti 100 285,30 286,30
Yen 100 55,89 56,05
Dollargengið var eins og áður segir 44,1% hærra í árslok 1975 en
í árslok 1974, en gengi eftirtalinna gjaldmiðla hærra sem hér segir: