Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Side 15
Verslunarskýrslur 1975
13*
við verðmætistölur 1974. Hér varð að hafa í huga, að gengisbreytingar
af völdum gengissigs o. fl. hlytu að raska þessum samanburðargrund-
velli, og að margvíslegir aðrir vankantar væru á þessum umreikningi. —
Miðað við það, að áður reiknaðar tölur 1958—73 séu, hvað gengi snertir,
að einhverju marki sambærilegar við tölur 1974 og ekki fjarri því að
samsvara meðalgengi 1974, má færa tölur 1958—74 til gengis 1975 með
því að hækka innflutningstölur um 57,3% og útflutningstölur um 54,6%,
sbr. það, sem segir í 1. kafla þessa inngangs um gengishækkun alls er-
lends gjaldmiðils frá meðaltali 1974 til meðaltals 1975. Niðurstöður þess-
arar uppfærslu kemur fram í eftirfarandi:
Innflutningur importa Útflutningur exporta
Skip Flugvélar Annað Alls Alls
ahipa aircraft other total total
1958 867 3 12 538 13 408 10 599
1959 1 111 96 13 376 14 583 10 508
1960 2 476 99 11 835 14 410 10 791
1961 477 473 11 378 12 328 11 544
1962 634 115 13 907 14 656 13 617
1963 1 414 38 16 565 18 017 15 177
1964 1 826 1 759 17 943 21 528 17 929
1965 1 208 1 022 20 311 22 541 20 883
1966 1 008 1 109 24 059 26 176 22 681
1967 1 974 933 23 829 26 736 15 805
1968 744 404 21 742 22 890 13 912
1969 93 11 19 354 19 458 18 193
1970 1 664 11 25 008 26 683 24 823
1971 1 324 3 078 32 620 37 022 25 327
1972 1 878 307 37 009 39 194 32 100
1973 6 666 90 48 787 55 543 44 652
1974 8 534 253 73 882 82 669 50 832
1975 5 723 1 026 68 315 75 064 47 435
Heildarupphæð inn- og útflutnings er ekki aðeins komin undir vöru-
magninu, heldur einnig því, hvort vöruverð er hátt eða lágt. Eftirfarandi
visitölur sýna breytingar verðsins og vörumagnsins síðan 1935 (verð og
vörumagn 1935=100). Eru allar vörur, sem taldar eru í verslunarskýrsl-
um, einnig reiknaðar með verðinu fyrir árið á undan, og þau hlutföll, sem
fást með þvi, notuð til þess að tengja árið við visitölu undangengins árs.
Nánari vitneskju um vísitölur þessar er að finna í Verslunarskýrslum
1924, bls. 7* og í Verslunarskýrslum 1936, bls. 6*, sbr. og Verslunar-
skýrslur 1963, bls. 12*, og Verslunarskýrslur 1964, bls. 11*, um fyrir-
vara á visitölum innflutnings fyrir þau ár. Við útreikning á vísitölum
1975 hefur skipum og flugvélum verið sleppt, eins og gert hefur verið
undangengin ár. Frá og með 1970 var rekstrarvöruinnflutningur Is-
lenska álfélagsins og sömuleiðis útflutningur þess tekinn með í þennan
útreikning. Hefur það ekki teljandi áhrif á vísitölur innflutnings, en öðru
máli gegnir um vísitölur útflutnings, einkum vörumagnsvísitölu. Tölur
innan sviga fyrir 1970—1975 sýna vísitölur útflutnings miðað við
það, að álútflutningi sé sleppt við þennan útreikning.