Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Síða 21
Verslunarskýrslur 1975
19*
erlendri útflutningshöfn til íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um
að ræða farmgjöld með járnbrautum eða skipum frá sölustað til þeirrar
útflutningshafnar, þar sem vöru er síðast útskipað á leið til íslands. Kem-
ur þá líka til umhleðslukostnaður o. fl. Fer þetta eftir því, við hvaða stað
eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað kveður að því, að vörur
séu seldar cif íslenska innflutningshöfn. í slíkum tilfellum er tilsvar-
andi fob-verð áætlað af tollyfirvöldum.
Frá og með Verslunarskýrslum 1966 þarf innflutningur frá landi að
nema minnst 50 þús. kr., til þess að hann sé tilgreindur sérstaklega í
töflu IV — nema um sé að ræða eitt land, sem svo er ástatt um.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið nemur fob-verðmæti
innflutnings 1975 alls 62 280 549 þús. kr., en cif-verðið 68 314 758 þús.
kr. Fob-verðmæti innflutnings 1975 að undanskildum skipum og flug-
vélum var þannig 91,2% af cif-verðmætinu. — Ef litið er á einstaka
flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-verðs er mjög mismun-
andi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef litið er á ein-
stakar vörutegundir.
Til þess að fá vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs
skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, er tryggingaiðgjald áætlað
1% af cif-verði flestra vara, nema á sekkjavöru í vörudeildum 04, 06, 08,
og 56, þar er tryggingaiðgjald reiknað 0,83% af cif-verði. Svo er
einnig á kolum (32). Tryggingaiðgjald á timbri i vörudeildum 24 og 63
er reiknað 0,94% af cif-verði, á salti (í 27. vörudeild) 0,55%, og á olium
og bensini (í 33. vörudeild) 0,55%. Á bifreiðum í 73. vörudeild er trygg-
ingaiðgjald reiknað 2,75% af cif-verði. — Að svo miklu leyti sem trygg-
ingaiðgjald kann að vera of hátt eða of lágt i 2. yfirliti, er flutningskostn-
aður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsverðmæti 32 skipa, sem flutt voru inn 1975 (tollskrárnr.
89.01.22, 23 og 24 og 89.03.00), nam alls 5 723 452 þús. kr., og fer hér á
eftir skrá yfir þau:
Rúmlestir Innílutn.verð
brúttó þús. kr.
1. Karlsey frá Noregi, farskip ..................................... 179 29 723
2. Laxá frá Vestur-Þýskalandi, farskip ......................... 1 000 212 684
3. Hvalvík frá Noregi, farskip.................................. 3 057 414 614
4. Dagrún ÍS-9 frá Frakklandi, skuttogari .......................... 499 374 101
5. Harðbakur EA-303 frá Spáni, skuttogari .......................... 941 497 700
6. Skinney SF-20 frá Noregi, skuttogari ............................ 297 403 176
7. Skarðsvík SH-205 frá Noregi, fiskiskip .......................... 347 282 721
8. Huginn VE-55 frá Noregi, fiskiskip .............................. 347 275 693
9. Ámi Sigurðsson AK-370 frá Noregi, fiskiskip...................... 347 277 043
10. Týr frá Danmörku, varðskip....................................... 923 859 202
11. —14. Fjórir þangskurðarprammar frá Bandaríkjunum .................. 36 36 175
15.—22. Átta flotprammar frá Hollandi ................................. 31 11094
23. Þangskurðarprammi frá Bandaríkjunum .............................. 11 9 221
24. Sirrý frá Bretlandi, seglbátur (með vél) ......................... 10 3 676
25. Freyja RE-38 frá Bretlandi, skuttogari .......................... 442 291 800
26. Snæfell EA-740 frá Noregi, skuttogari............................ 300 256 993