Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Síða 32
30*
Verslunarskýrslur 1975
innflutningi, enda er útflutningur áls, sem hófst á hausti 1969, tekinn
með öðrum útflutningi. Innflutningi til fjárfestingar er á hinn bóg-
inn eftir sem áður sleppt í öllum almennum töflum Verslunarskýrslna. I
inngangi Verslunarskýrslna 1967 og 1968 voru birtar sérupplýsingar um
innflutning til íslenska álfélagsins h.f., sem á þeim árum var einvörðungu
vegna byggingar álbræðslu. í inngangi Verslunarskýrslna hvert ár 1969—
1974 er birt sams konar yfirlit um innflutning þess fyrirtækis til fjárfest-
ingar, en auk þess er birt sérskýrsla með upplýsingum um rekstrarvöru-
innflutning til álbræðslu, en hann kom fj'rst til sögunnar 1969. Þær tölur
eru, eins og áður segir, taldar með almennum innflutningi. Þess skal getið,
að svo nefndar „verktakavörur" innfluttar af Isl. álfélaginu eru ekki
teknar á skýrslu og því ekki meðtaldar í skýrslu þeirri, sem hér fer á
eftir. Er hér um að ræða tæki (þar með áhöld og verkfæri, svo og fylgi-
og varahlutir) til mannvirkjagerðar o. fl., sem Isl. álfélagið hyggst
flytja úr landi, þegar þar að kemur. Ef slíkar vörur eru siðar seldar eða
afhentar til innlends aðila, eru þær teknar í innflutningsskýrslur, en þá
ekki sem innflutningur íslenska álfélagsins h.f.
Hér fer á eftir skýrsla um innflutning 1975 til framkv. Landsvirkjunar
og til fjárfestingar Isl. álfélagsins, og er hann greindur á vörudeildir
og á lönd innan þeirra. Fyrst er, fyrir hvorn aðilann um sig, tilgreind
nettóþyngd innflutnings í tonnum, síðan fob-verðmæti og loks cif-verð-
mæti, hvort tveggja í millj. kr. Aftan við „önnur lönd“ er liverju sinni til-
greind tala þeirra, fyrst fyrir Landsvirkjun og síðan fyrir íslenska ál-
félagið h.f. Innflutningur til íslenska álfélagsins h.f. 1975 nam alls 7 755,1
millj. kr„ þar af 8,4 vegna byggingarframkvæmda, og 7 745,7 millj. kr.
rekstrarvörur til álframleiðslu. I skýrslunni næst hér á eftir er sundur-
greining á fyrr nefndu innflutningsverðmæti, en það er eins og fyrr segir
ekki meðtalið i almennum innflutningi.
Aftan við hið sameiginlega yfirlit Landsvirkjunar og ÍSAL er sund-
urgreining á rekstrarvöruinnflutningi til íslenska álfélagsins h.f. 1975,
og er sú skýrsla sett upp á sama hátt og skýrslan næst á undan. — Eins
og áður er tekið fram, er eftirtalinn innflutningur meðtalinn í öllum
töflum og yfirlitum (nr. 1—8 í inngangi) í Verslunarskýrslum 1975.
Framkv. Landsvirkjunar Byggingarframkv. ISAL
Innflutiiingiir alls 8 594,9 1 242,4 1 342,7 16,4 9,2 9,4
24. Trjáyiður og korkur 333,0 8,8 12,0 - - -
Noregur 21,0 0,5 0,8 - - -
Svíþjóð 312,0 8,3 11,2 - - -
33. Jarðolia og jarðolíuafurðir 2 051,7 26,8 35,3 - - -
Noregur 1 937,8 23,6 31,2 - - -
Svíþjóð 0,4 0,0 0,1 - - -
Bretland 110,0 2,7 3,5 - - -
Portúgal 3,5 0,5 0,5 - - -
51. Kemísk frumefni og efnasambönd . . 48,5 1,0 1,5 _ - -
Danmörk 38,9 0,8 1,2 - - -
Noregur 9,6 0,2 0,3 - - -