Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Qupperneq 40
38!
Verslunarskýrslur 1975
tollur 2,5%, sölukostnaður 4,3% og hafnargjöld o. fl. 1,5%. Noregur:
Á ísaðri síld aðeins 6% sölukostnaður.
Það skal tekið fram, að fiskiskip, sem selja ísfisk erlendis, nota stóran
hluta af andvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og til
greiðslu á skipshafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið i áður nefnd-
um frádrætti til útreilcnings á foh-verðmæti. Skortir því mjög mikið
á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs sé skilað til bankanna.
Útflutningsverðmæti 4 skipa, sem seld voru úr landi 1975 (nr.
93.20.00 og 93.30.00 í töflu V), nam alls 313 791 þús. kr. Öll voru þau
fiskiskip og ekkert þeirra var selt til niðurrifs. Skipin, sem seld voru úr
landi 1975, voru þessi:
Rúmlestir Útflutn.verð
brúttó þús. kr.
1. Halkion VE-205 til Noregs, fiskiskip .................................. 264 72 214
2. Skinney SF-20 til Noregs, fiskiskip ................................... 208 71 249
3. Ólafur Sigurðsson AK-371 til Noregs, fiskiskip ........................ 264 70 164
4. Sverdrupson ÍS-300 til Kýrasaó, fiskiskip ............................. 227 100 164
Samtals 963 313 791
Tvö hin fyrst töldu skip eru talin með útflutningi júnímánaðar, en
hin tvö með útflutningi desembermánaðar.
Á árinu 1975 var ein flugvél seld úr landi. Það var Þorvaldur Eiríks-
son TF-LLJ, sem Flugleiðir h.f. seldu til Lúxemborgar. Hún var að út-
flutningsverðmæti 39,8 millj. kr. og talin með útflutningi desember-
mánaðar.
1 6. yfirliti er sýnd hlutfallsleg skipting á verðmæti útfluttra afurða
eftir uppruna, þ. e. í meginatriðum eftir atvinnuvegum. Frá ársbyrjun
1970 kom til framkvæmda endurskoðuð og bætt flokkun á útfluttum
afurðum eftir uppruna. Hafa niðurstöður hennar verið birtar í 6. yfir-
liti í Verslunarskýrslum síðustu ára, ásamt með tölum samkvæmt eldri
flokkuninni allt aftur til aldamóta, enda voru þær sæmilega sambæri-
legar innbyrðis að því er varðar afurðir sjávarútvegs og landbúnaðar,
en útfluttar iðnaðarvörur komu ekki sérstaklega fram í eldri flokkuninni,
heldur voru þær taldar í „ýmislegu". Rétt þótti að fá fram hlutdeild
iðnaðar i útflutningi aftur í timann, og um leið var annar útflutningur
fyrir 1970 endurflokkaður til samræmis við þá flokkun, er tók gildi
1970. Þá voru og þessar tölur látnar ná aftur til ársins 1881. 6. yfirlit,
þannig breytt, birtist fyrst í Verslunarskýrslum 1974. Það er i raun alveg
ný tafla með samræmdum upplýsingum allt frá árinu 1881. Að öðru leyti
vísast til skýringa í neðanmálsgrein við 6. yfirlit. — Flokkun sú á út-
flutningi, er hér um ræðir, kemur fram í töflu III á bls. 20—27, og þar
sést staður hverrar útflutningsvöru í þessari flokkun. Þó er flokkunin í
töflu III önnur að því leyti, að afurðir af hvalveiðum mynda þar ekki
sérflokk, heldur eru þær með sjávarafurðum. Hér er um að ræða töluliði
nr. 30, 40, 41 og 48 í töflu III, og auk þess getur verið eitthvað af hval-