Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Side 46
44*
Verslunarskýrslur 1975
5. Viðskipti við einstök lönd.
External trade by counlries.
í töflum II og IV er innflutningurinn sundurgreindur á lönd, í fyrr
nefndu töflunni eftir ca. 175 vöruflokkum hinnar endurskoðuðu vöruskrár
hagstofu Sameinuðu þjóðanna, en í síðar nefndu töflunni eftir hverju ein-
stöku tollskrárnúmeri.
í töflum III og V er útflutningurinn sundurgreindur á lönd, í fyrr-
nefndu töflunni nokkuð samandreginn, en í siðar nefndu töflunni
eftir dýpstu sundurgreiningu útfluttra vara.
I 8. yfirliti í inngangi er sýnt, hvernig verðmæti innfluttra og út-
fluttra vara hefur skipst síðustu þrjú árin eftir löndum. Aftari dálkar
yfirlitsins sýna þátt hvers lands hlutfallslega í utanríkisverslun íslands
samkvæmt verslunarskýrslum.
Það er framleiðsluland, ekki innkaupsland, sem tekið er í innflutn-
ingsskýrslur. Oftast fer þetta saman. Á aðflutningsskýrslu skal tilgreina
bæði framleiðsluland og innkaupsland. Vanti hið fyrr nefnda, er innkaups-
landið tekið sem framleiðsluland, nema ástæða sé til að ætla, að varan
sé ekki framleidd í innkaupslandinu. Svo er oft um t. d. ávexti, og þunga-
vöru, svo sem olíu, bensín, salt o. fl. Er þá reynt að afla upplýsinga um
framleiðsluland, ef ekki er þegar vitað um það. Hins vegar kveður óhjá-
kvæmilega eitthvað að því, að á skýrslu sé tekið innkaupsland í stað fram-
leiðslulands. — Á hliðstæðan hátt er það notkunarland útfluttrar vöru,
en ekki söluland, sem tekið er í útflutningsskýrslur. Eitthvað er um það,
að notkunarland vöru sé annað en landið, þar sem kaupandi er. Komi
notkunarland eklti fram á útflutningsskýrslu, er sölulandið tekið á
skýrslu, nema ástæða sé til að ætla, að endanlegt móttökuland sé annað
en sölulandið. Er þá reynt að bæta úr þessu. Fyrir lcemur — eins og við
er að búast — að á skýrslu sé tekið söluland í stað notkunarlands, enda
er útflytjanda sjálfum stundum ókunnugt um notkunarland, og auk þess
kemur hér sitt hvað annað til.
6. Yiðskipti við útlönd eftir tollafgreiðslustöðum.
Exlernal trade by places of customs clearance.
Töflu VII á bls. 225 er ætlað að sýna verð innfluttrar og útfluttrar
vöru eftir tollafgreiðslustöðum. I því sambandi skal tekið fram, að tölur
þessarar töflu eru að ýmsu leyti óáreiðanlegar vegna annmarka, sem erfitt
er að bæta úr. T. d. kveður talsvert að því, að farmar og einstakar vöru-
sendingar séu tollafgreiddar — og þar með taldar fluttar inn — í öðru toll-
umdæmi en þar, sem innflytjandi er búsettur. Eins og vænta má, er það
nðallega í Reykjavik, sem tollafgreiddar eru vörur, sem fluttar eru inn
af innflytjendum annars staðar á landinu.
Taflan gefur enn fremur að sumu leyti ófullkomna hugmynd um