Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Síða 52
50*
Verslunarskýrslur 1975
1975 á verndarvörum innfluttum frá löndum utan EFTA og EBE. — Á
bls. 50* í inngangi Verslunarskýrslna 1974 var og sagt, að tollar á vél-
um til iðnaðar, sem er í samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur, hefðu
verið stórlækkaðir frá ársbyrjun 1974, og að þeir ættu að falla niður
1976. Þetta þarfnast leiðréttingar, því að tollar á umræddum vélum
voru felldir alveg niður frá ársbyrjun 1974. Tollar á hráefnum til iðn-
aðar, sem er í samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur, voru stórlækk-
aðar frá ársbyrjun 1974, eins og segir í inngangi Verslunarskýrslna 1974.
Auk þess voru tollar á hráefnum til sælgætisiðnaðar -— sem var í erfiðri
samkeppni við innflutt sælgæti -— felldir alveg niður í desember 1974.
Tollar á þeim hráefnum, sem hér um ræðir, héldust síðan óbreyttir til
ársloka 1975. — Auk fyrirfram ákveðinna tollalækkana voru — frá
1. maí 1975 — felldir niður tollar á bönunum, appelsínum, sítrónum,
eplum og melónum. Þessi niðurfelling var ákveðin í nögum nr. 11/1975,
um ráðstafanir í efnahagsmálum o. fl. Samkvæmt heimild til handa fjár-
málaráðherra í sömu lögum voru tollar á lyfjum felldir niður frá 23.
maí 1975. Þessi ákvæði í lögum nr. 11/1975 voru þáttur í aðgerðum til
að greiða fyrir samkomulagi í kjaradeilu aðila vinnumarkaðarins, sjá
nánar greinargerð á bls. 117 í júníblaði Hagtíðinda 1975.
Innflutningsgjald á bensíni hélst óbreytt á árinu 1975, kr. 16,00 á
lítra, einnig gjald á hjólbörðuin og gúmmíslöngum, lcr. 45,00 á kg.
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum hækkaði á árinu 1975
(sbr. reglugerðir nr. 18 15. febrúar 1975 og nr. 63 7. apríl 1975). 35%
gjaldið hækkaði í 50%, en 20% gjaldið í 25%. Leigubifreiðastjórar
greiða þó aðeins helming 50% gjaldsins, og sama máli gegnir um sendi-
bifreiðastjóra, sem hafa stjórn sendibifreiða að aðalstarfi. Að öðru
leyti vísast hér til greinargerðar neðst á bls. 45* í inngangi Verslunar-
skýrslna 1972 og til viðbótar við hana neðarlega á bls. 46* í inngangi
Verslunarskýrslna 1973 og efst á bls. 51* í inngangi Verslunarskýrslna
1974.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum
vörum sem hér segir, í millj. kr.:
1974 1975
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ......................... 9 585,1 10 115,4
Bensíngjald2)................................................ 1 102,6 1 639,7
Gúmmígjald2) ................................................ 104,9 62,0
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum................... 757,0 622,5
Alls 11 549,6 12 439,6
1) Innifalin i aðflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1974
472,0 millj. kr., 1975 524,8 millj. kr.), tollstöðvargjald og byggingarsjóðsgjald (hvort
um sig %% af aðflutningsgjöldum, samtals 1974 94,4 millj. kr., en 1975 aðeins %%
byggingarsjóðsgjald sem nam 52,5 millj. kr.), sjónvarpstollur (1974 34,2 millj. kr., 1975
72,4 millj. kr.) og sérstakt gjald til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (1974 15,7
millj. kr., 1975 19,1 millj. kr.).
2) Rennur óskipt til vegamála.