Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1976, Qupperneq 53
Verslunarskýrslur 1975
51*
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn i ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskiptum var frá 1. mars 1973
hækkaður úr 11% í 13%, með því að þá bættist við hann sérstakt 2%
gjald til Viðlagasjóðs (sbr. lög nr. 4/1973). Frá 25. mars 1974 hækkaði
söluskattur úr 13% í 17% og frá 1. október 1974 úr 17% í 19% (sbr.
lög nr. 10/1974 og nr. 85/1974). Frá 1. mars 1975 hækkaði söluskattur
úr 19% í 20% (sbr. lög nr. 5/1975 og 6/1975). Var hér um að ræða
sérstakt 1% gjald til Olíusjóðs vegna húshitunar, en til 1. mars 1975
hafði helmingur hins sérstaka Viðlagasjóðsgjalds runnið til Olíusjóðs
vegna húshitunar. í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga runnu 8% af andvirði 11%
söluskattshluta, þar til 1. október 1974, er hlutdeild Jöfnunarsjóðs varð
8% af andvirði 13% söluskattshluta. Samkvæmt j-lið 4. gr. laga nr. 10/
1960, um söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu
innflytjenda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum og
10% áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi voru 860,5 millj. kr. 1974,
en 991,0 millj. kr. 1975, hvort tveggja áður en 8% hluti Jöfnunarsjóðs,
og hluti Viðlagasjóðs og Olíusjóðs dregst frá.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum (að frá-
töldum söluskatti) sýnir 7,7% hækkun þeirra frá 1974 til 1975. Heild-
arverðmæti innflutnings hækkaði hins vegar um 42,8% frá 1974 til
1975. Sé innflutningi skipa og flugvéla sleppt bæði árin — en á þeiin
eru engin gjöld — er hækltun innflutningsverðmætis 45,4%. Sé enn
fremur sleppt innflutningi til framkvæmda Landsvirkjunar og til ís-
lenska álfélagsins h.f. — en hann er undanþeginn aðflutningsgjöldum
að mestu — hækkar innflutningsverðmæti um 40,8% milli umræddra
ára. Það mikla bil, sem hér er fyrir hendi — annars vegar milli 7,7%
hækkunar aðflutningsgjaldatekna og hins vegar 40,8% aukningar inn-
flutningsverðmætis eftir niðurfærslu þess — mun í fyrsta lagi stafa af
tollalækkunum frá ársbyrjun 1975 og í öðru lagi af stórauknu verð-
mætisvægi tollfrjálsra og tolllágra vara í innflutningi 1975 frá því, sem
var 1974.
Hér á eftir er cif-verðmæti innflutnings 1974- og 1975 skipt eftir
tollhæð, bæði í beinum tölum og hlutfallstölum. í yfirliti þessu er ekki
tekið tillit til niðurfellingar og endurgreiðslu tolls samkvæmt heimild-
um í 3. gr. tollskrárlaga, en þær skipta þó nokkru máli. Þá er og
innflutningur til framkvæmda Landsvirkjunar og íslenska álfélags-
ins h.f., sem er tollfrjáls, eklci talinn vera með 0% toll, heldur er hann
flokkaður til þeirra tolltaxta, sem eru á viðkomandi tollskrárnúmerum.
Þessir vankantar rýra nokkuð upplýsingagildi yfirlitsins hér á eftir.
í því er innflutningsverðmæti á hverjum tolltaxta sundurliðað á vörur
innfluttar frá EFTA/EBE-löndum og vörum frá öðrum löndum. Hér er
að sjálfsögðu aldrei um sömu vörur að ræða í einum og sama tolltaxta.
Það skal tekið fram, að eftirfarandi flolckun innflutnings 1974 eftir