Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Blaðsíða 20
18*
Vcrslunarskýrslur 1981
leyti sem tryggingaiðgjald kann að vera of hátt eða of lágt í 2. yfirliti, er flutnings-
kostnaður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsverðmœti 13 skipa, sem flutt voru inn 1981 (tollskrárnr. 89.01.40,
89.01.51 og 89.01.52), nam alls 266 072 þús. kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau:
Rúmlestir Innflutn. verðm.
brúttó þús. kr.
Skaftá frá Noregi, farskip 1 498 14 683
Núpur BA-4 frá Færeyjum, fiskiskip 182 5 575
Akranes frá Noregi, skuttogari 4 808 21 974
Skjóli RE-18 frá Noregi, skuttogari 300 8 130
Guðbjörg ÍS-46 frá Noregi, skuttogari 484 41 848
Sunnutindur SU-59 frá Noregi, skuttogari 298 28 899
Ásþór RE-10 frá Noregi, skuttogari 297 7 118
Helga Jóh VE-41 frá Færeyjum, fiskiskip 149 6 434
ísleifur VE-63 frá Færeyjum, fiskiskip 428 17 160
Helgey frá Noregi, farskip 198 3 798
Álafoss frá Danmörku, farskip 1 599 49 337
Eyrarfoss frá Danmörku, farskip 1 599 49 883
Skipsskrokkur frá Noregi, verður fiskiskip 270 11 233
Samtals 12 110 266 072
í verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim, svo og heimsiglingar-
kostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í innflutningsverði, séu keypt
hér á landi og því tvítalin í innflutningi. — 3 fyrst talin skip eru talin með
innflutningi júnímánaðar, en hin með innflutningi desembermánaðar.
Á árinu 1981 voru fluttar inn 25 flugvélar að verðmæti alls 20 308 þús. kr. Með
innflutningi júnímánaðarertalin 1 flugvél frá Svíþjóð að verðmæti 1 072 þús. kr.,
1 flugvél frá Belgíu að verðmæti 1 782 þús. kr., 1 flugvél frá Bretlandi að
verðmæti 302 þús. kr., 1 sviffluga frá V-Þýskalandi að verðmæti 44 þús. kr. og 8
flugvélar frá Bandaríkjunum að verðmæti 10 440 þús. kr. Með innflutningi des-
embermánaðar er talin 1 flugvél frá Danmörku að verðmæti 442 þús. kr., 2
flugvélar frá Bretlandi að verðmæti 272 þús. kr., 1 flugvél frá Frakklandi að
verðmæti 44 þús. kr. og 1 þyrla og 8 flugvélar frá Bandaríkjunum að verðmæti
5 910 þús.kr.
1 3. yfirliti er sýnd árleg neysla nokkurra vara á hverju 5 ára skeiði, síðan um
1880 og á hverju ári síðustu árin, bæði í heild og á hvern einstakling. Að því er
snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt magn og talið, að það jafngildi
neyslunni. Sama er að segja um öl framan af þessu tímabili, en eftir að komið var á
fót reglulegri ölframleiðslu í landinu hefur hér verið miðað við innlent fram-
leiðslumagn. Síðan árið 1972 hefur innflutningur á óáfengu öli (í tollskrárnr.
22.03) verið talsverður (505 tonn 1981), og er það innflutta magn talið með í
tölum um ölneysluna síðan 1972. Aðflutt áfengt öl kemur ekki fram í innflutn-
ingstölum. — Vert er að hafa það í huga, að innflutt vörumagn segir ekki rétt til
um neyslumagn, nema birgðir séu hinar sömu við byrjun og lok viðkomandi árs,
en þar getur munað miklu.
Tölurnar, er sýna áfengisneysluna, þarfnast sérstakra skýringa. Árin
1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi
neyslunni. Þá er og allur innfluttur vínandi talinn áfengisneysla, þó að hluti hans
hafi farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um, hve stór sá hluti
hefur verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að meginhluti vínandans hafi á þessu
tímabili farið til drykkjar. — Frá árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverslunar