Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Blaðsíða 31
Verslunarskýrslur 1981
29*
járnblendifélaginu h.f., með 45% hlutafjáreign, á móti 55% hlutafjáreign ríkis-
sjóðs. Sett voru ný lög, nr. 18 11. maí 1977, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði,
og um leið var gengið endanlega frá samningi við hinn norska meðeiganda. Vinna
til byggingar mannvirkja á Grundartanga hófst aftur síðla árs 1976. Fyrri ofn
verksmiðjunnar var tekinn í notkun í apríl 1979. Fyrsti útflutningur á kísiljárni
átti sér stað í júlí 1979, til Vestur-Þýskalands. Síðari ofn verksmiðjunnar var
tekinn til starfrækslu í september 1980. Árleg framleiðslugeta hvors ofns er
25 000 tonn af kísiljárni (ferrosilikoni). Tvo síðustu mánuði 1980 var annar ofn
verksmiðjunnar ekki starfræktur vegna orkuskorts. Á árinu 1981 var af sömu
ástæðu aðeins annar ofninn starfrækur í janúar, hvorugur í febrúar, mars og
framan af apríl, og annar ofninn frá því í október og til ársloka. — Frá og með
1977 er innflutningur til járnblendiverksmiðjunnar gerður upp mánaðarlega á
sama hátt og það, sem flutt er inn af Landsvirkjun, íslenska álfélaginu og Kröflu-
virkjun. Innflutningur til járnblendiverksmiðjunnar 1981 nam 94,0 millj. kr. og
var það mikil lækkun frá 1980, enda ekkert flutt inn til fjárfestingar 1981. —
Sömu eða svipaðar reglur gilda lögum samkvæmt um niðurfellingu gjalda á
innflutningi til íslenska járnblendifélagsins og gilda um það, sem flutt er inn af
fyrrnefndum 3 aðilum, sem hafa sérstöðu í þessu sambandi.
Hér fer á eftir skýrsla um innflutning 1981 til Landsvirkjunar, Kröfluvirkjunar
og íslenska járnblendifélagsins, og er hann greindur á vörudeildir og eftir löndum.
Fyrst er, fyrir hvern aðila um sig, tilgreind nettóþyngd innflutnings í tonnum,
síðan fob-verðmæti og loks cif-verðmæti, hvort tveggja í millj. kr. Aftan við
„önnur lönd“ er hverju sinni tilgreind tala þeirra, fyrst fyrir Landsvirkjun, síðan
fyrir Kröfluvirkjun og loks fyrir íslenska járnblendifélagið.
Aftan við hið sameiginlega yfirlit Landsvirkjunar, Kröfluvirkjunar og íslenska
járnblendifélagsins er sundurgreining á heildarinnflutningi til íslenska álfélagsins
1981. Er sú skýrsla sett upp á sama hátt og skýrslan næst á undan, nema fjárhæðir
eru í þús. kr.