Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1985, Side 12
8
Verslunarskýrslur 1984
innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að reikna þyngd hans nettó frá og með
1. maí 1963, er ný tollskrá kom til framkvæmda.
Farmgjöld. Sem fyrr voru almenn flutningsgjöld í millilandasiglingum skráð í
erlendum gjaldeyri og fylgdu sjálfkrafa breytilegu gengi erlendra gjaldmiðla.
Eins og frá er greint í Verslunarskýrslum 1983 lækkuðu stykkjavörufarmgjöld á
vörum fluttum frá Evrópu um 7% í árslok 1983 og um 4% á vörum fluttum frá
Bandaríkjunum. A árinum 1984 urðu ekki hækkanir á farmgjaldatöxtum
stykkjavöru. Hins vegar voru gerðar nokkrar lagfæringar til að draga úr misvægi
farmgjalda frá hinum ýmsu löndum sem stafaði af innbyrðis gengisröskun
erlendra gjaldmiðla. Vegna farmgjaldalækkunarinnar í árslok 1983 og harðn-
andi samkeppni voru farmgjaldataxtar fyrir stykkjavöru mun lægri á árinu 1984
en árið áður. Þannig er áætlað að meðalfarmgjöld í stykkjavöruflutningum hafi
lækkað um tæp 20% mælt í SDR frá ársmeðaltali 1983 til meðaltals 1984.
Harðnandi samkeppni hafði einnig í för með sér að meðalfarmgjöld fyrir
stórflutning til landsins (þ. e. á timbri, járni, áburði, lausu korni o. fl.), sem
samið er sérstaklega um hverju sinni, lækkuðu frá árinu 1983 til ársins 1984.
Þeirrar farmgjaldalækkunar, sem hér er um rætt, virðist einnig gæta í cif- og fob-
tölum innflutningsins, en munurinn á þessum tölum er sá að í cif-verði er
flutningskostnaður og vátrygging meðtalin en ekki í fob-verði og munar þar
mestu um flutningskostnaðinn. Árið 1983 var cif-verðmæti almenns vöruinn-
flutnings nær 14% hærra en fob-verðmæti, en þessi munur lækkaði í rösklega
12% á árinu 1984. Hvað varðar farmgjöld fyrir útflutning þá breyttust almennir
taxtar fyrir útfluttar vörur til Evrópulanda og Bandaríkjanna í samræmi við
áðurnefndar breytingar vegna innfluttrar vöru. Farmgjöld fyrir flutninga ó
frystum fiski, sem sérstaklega er samið um milli aðila hafa að mestu haldist
óbreytt frá því á árinu 1982, US$ 140 á tonnið („liner terms“) til Evrópulanda og
US$ 116 á tonn („free out“) til Bandaríkjanna. Seinni hluta árs 1984 lækkuðu
farmgjöld fyrir frystar sjávarafurðir til Evrópulanda að meðaltali um 25% og til
Sovétríkjanna um 40%. Samtímis var tekin upp breytt flutningatækni. Sem fyrr
voru farmgjöld fyrir frystan fisk leiðrétt vegna breytilegs olíuverðs ýmist til
lækkunar eða hækkunar eftir því sem olíuverð vék frá umsaminni viðmiðun.
Árið 1984 mun leiðrétting af þessu tagi yfirleitt hafa falið í sér farmgjaldalækk-
un, en hér er um smávægilegar tölur að ræða sem nema 1-2% af farmgjöldum.
— Hér hefur einungis verið getið um helstu breytingar á farmgjöldum sem urðu
hjá Eimskipafélagi íslands á árinu 1984 og stuðst við upplýsingar þess. Hjá
öðrum skipafélögum í millilandasiglingum er þróunin talin hafa verið í stórum
dráttum svipuð og hér kemur fram.
Gengi krónunnar. Framvinda gengismála á alþjóðavettvangi á árinu 1984
einkenndist öðru fremur af hækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart öðrum
myntum. Dollarinn hækkaði mikið gagnvart gjaldmiðlum Evrópuríkja en minna
gagnvart japönsku yeni. Eins og alþjóðagengisþróunin kemur fram í skráðu
gengi á íslandi hækkaði gengi dollars frá ársiokum 1983 til jafnlengdar 1984 um
nær fjórðung gagnvart sterlingspundi, um 14-16% gagnvart danskri krónu,
frönskum franka, hollensku gyllini, vestur-þýsku marki, ítalskri líru, austurrísk-
um schilling og írsku pundi, en gagnvart japönsku yeni hækkaði dollarinn um
8,5%.
Meðalgengi íslenskrar krónu var mjög stöðugt allt frá 27. maí 1983, er
stjórnvöld ákváðu að halda genginu sem stöðugustu eftir miklar gengisbreyting-
ar fyrri hluta ársins, og fram til ágústloka 1984. Var þá viðmiðun við