Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1985, Síða 36
32
Verslunarskýrslur 1984
landbúnaðar, en útfluttar iðnaðarvörur komu ekki sérstaklega fram í eldri
flokkuninni, heldur voru þær taldar í ,,ýmislegu“. Rétt þótti að fá fram hlutdeild
iðnaðar í útflutningi aftur í tímann, og um leið var annar útflutningur fyrir 1970
endurflokkaður til samræmis við þá flokkun, er tók gildi 1970. Þá voru og þessar
tölur látnar ná aftur til ársins 1881. Yfirlitið, þannig breytt, birtist fyrst í
Verslunarskýrslum 1974. Að öðru leyti vísast til skýringa í neðanmálsgrein við 5.
yfirlit. — Flokkun sú á útflutningi, er hér um ræðir, kemur fram í töflu III á bls.
20—27, og þar sést staður hverrar útflutningsvöru í þessari flokkun. Þó er
flokkunin í töflu III önnur að því leyti, að afurðir af hvalveiðum mynda þar ekki
sérflokk, heldur eru þær með sjávarafurðum.
Flokkun þessi á útfluttum vörum eftir uppruna, sem eins og áður segir kom til
framkvæmda frá ársbyrjun 1970, var ákveðin í samráði við landbúnaðarráðu-
neytið, sjávarútvegsráðuneytið og iðnaðarráðuneytið, og auk þess var flokkun
þessi borin undir þær stofnanir hinna þriggja aðalatvinnuvega, sem hér eiga hlut
að máli. — Frá og með árinu 1977 er lagmeti (nr. 18 í töflu III) flokkað með
iðnaðarvörum, en ekki sjávarvörum. Flafa tölur 6. yfirlits um útfluttar afurðir af
fiskveiðum og af iðnaði verið færðar til samræmis við þessa breytingu árin
1971—76, en eldri tölur yfirlitsins eru látnar standa óbreyttar.
í 6. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutnings 1984 skiptist á
mánuði.
Vörusala íslensks markaðar h.f. íslenskur markaður h.f. hóf í ágúst 1970
verslun með íslenskan varning í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Aðalvið-
skiptamenn íslensks markaðar eru flugfarþegar, serm eru á förum úr landi, en
auk þess er nokkuð um að kaupendur panti vörur og fái þær sendar í pósti.
Hvorki vörusala á staðnum né póstsending til útlanda er tekin í útflutnings-
skýrslur. að meðaltali hefur um 90% sölunnar verið í erlendum gjaldeyri, og
hefur sú sala numið sem hér segir (í þús. nkr.). 1971: 693, 1972: 722, 1973: 827,
1974: 880, 1975: 1 588, 1976: 2 268, 1977: 3 145, 1978: 6 081, 1979: 8 320, 1980:
8 947, 1981: 12 187, 1982: 25 968, 1983: 58 803 og 1984: 82 067.
Sundurgreining söluandvirðis eftir vörutegundum 1982—84 fer hér á eftir, í
þús. kr. Númer samkvæmt flokkunarskrá útflutnings (sjá töflu V) er tilgreint í
sviga:
1982 1983 1984
Gráslcppuhrogn niöurlögö (18.31) 401 774 1 091
Annað lagmeti úr sjávarafurðum 224 434 612
Reyktur fiskur (18.15, 49.29) 52 101 143
Kindakjöt fryst (51.10) 208 401 565
Ostur (57.10) 260 501 706
Aðrar landbúnaðarafuröir 44 84 119
Reykturlax (79.41) 252 488 688
Vörur úr loðskinnum (80.10) 356 1 207 2 419
Gærur fullsútaðar (81.10) 290 633 761
Ullarteppi (83.10) 1 694 3 121 4 210
Vettlingar, húfur, treflar ofl., prjónað (84.10—84.35) 1 030 6 772 8 152
Peysur prjónaðar (84.40) 6 844 18 649 26 784
Ytri fatnaður, prjónaður og ofinn (84.43—84.50, 88.20) 8 392 17 093 21 757
Skrautmunir og húsbúnaður úr postulíni (89.58) 2 995 1 418 2 611
Prentaðar bækur og bæklingar. póstkort (89.78,89.78.30) .... 1 937
Silfur- og gullsmíðavörur (89.80.10) 518 844 1 102
íslcnskar iðnaðarvörur ót. a 717 1 611 2 304
Ýmsarvörur 1 691 4 672 6 106
Alls
25 968
58 803
82 067