Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Blaðsíða 10
Bar barnið út Mikil sorg ríkti í samfé- laginu þegar fréttir bárust af því að ung kona hefði borið nýfætt barn sitt út. 10 Fréttir 14. desember 2011 Miðvikudagur Jólatilboð Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Bensínlaus á leið í próf Það var sannkallað lán í óláni fyrir karlmann á þrítugsaldri að lögregl- an skyldi vera á næsta leiti þegar hann varð bensínlaus á mánudags- morgun á miðri Miklubraut. Mað- urinn var á leiðinni í próf og mátti því engan tíma missa. Lögreglu- menn sem fylgdust með morgun- umferðinni sáu aumur á mannin- um og óku með hann í snarhasti á næstu bensínstöð til að hann gæti keypt sér nokkra lítra af bensíni. Manninum var svo aftur ekið að bílnum þar sem hann gat hellt bensíninu á tankinn. Þegar því var lokið brunaði maðurinn svo prófið. Maðurinn var að sögn lög- reglunnar afar þakklátur fyrir þessi skjótu viðbrögð en samkvæmt til- kynningu frá lögreglunni liggja engar upplýsingar fyrir um hvernig manninum gekk í prófinu. Tvær árásir í Eyjum: Angraði konu og fékk glas í andlit Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyj- um í liðinni viku. Önnur árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Lundann síðastliðinn laugardag en þar kastaði kona bjórglasi í andlit manns sem hafði verið að angra hana. Glasið brotnaði á andliti mannsins með þeim afleiðingum að hann skarst. Konan viðurkenndi verknaðinn og telst málið að mestu upplýst að því er fram kemur í dag- bók lögreglunnar í Vestmanna- eyjum. Hin árásin átti sér stað aðfara- nótt sunnudags í heimahúsi. Þar lenti gestkomandi maður í átökum við húsráðanda og fengu báðir áverka í andlit við átökin. Auk þess var sá sem var gestkomandi með sár á baki sem talin eru eftir egghvasst áhald. Ekki var um djúp sár að ræða en maðurinn þurfti þó að leita að- stoðar læknis vegna þeirra. Við rannsókn málsins viðurkenndi aðili sem þarna var að hafa valdið manninum þessum áverkum á bak- inu. Málið er að mestu upplýst. Í síðustu viku staðfesti Hæstirétt- ur úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að réttarhöld yfir Agne Krataviciuté, sem er ákærð fyrir að hafa ráðið nýfæddu barni sínu bana, yrðu opin. Hæstiréttur sagði að skýra yrði það lagaákvæði þröngt að dómara væri heimilt að ákveða að þinghöld í sakamáli skyldu vera lok- uð til hlífðar sakborningi. Nær öllum erfitt Agne er 22 ára gömul og starfaði á Hótel Fróni þegar hún var handtek- in. Lík barnsins fannst í ruslagámi við hótelið. Verjandi hennar krafð- ist þess að réttarhöldin yrði lokuð og benti á að það yrði Agne þung- bært ef fjölmiðlar fjölluðu um málið. Það gæti valdið henni vandræðum á vinnustað auk þess sem fyrrverandi sambýlismaður hennar og fjölskylda hans gætu orðið fyrir áreiti fjölmiðla. Niðurstaða héraðsdóms var hins vegar að ríkar ástæður þyrftu að vera til þess að víkja frá meginreglunni um að þinghald í sakamálum væru opin. Nær öllum sakborningum væri það erfitt, og sumum mikil raun, að sitja í þinghaldi þar sem fjallað væri um ákærur á hendur þeim. Það væri ekki næg ástæða til að loka þing- haldinu að konan væri ákærð fyr- ir mjög alvarlegan glæp. Ekki yrði heldur séð af málatilbúnaði verj- anda hennar eða gögnum málsins að fyrir hendi væru einhver önnur atriði sem ættu að valda því að hlífa ætti henni umfram aðra sakborn- inga sem þurfa að sæta því að sitja í opnum þinghöldum þar sem fjallað er um mál þeirra. Velsæmisástæður í vændismálum Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og stjórnlagaráðsfulltrúi, segir að þessi dómur sé í samræmi við meginreglu um opinber réttarhöld. „Það er mjög mikilvæg meginregla, því almenning- ur á að eiga rétt á því að sitja og hlusta á sín dómsmál. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir aðhald dómsstóla að þing- hald sé opið. Það er hræðilegt að ein- hver hafi borið út barnið sitt en það þýðir ekki að það eigi sjálfkrafa að loka þinghaldinu. Við viljum ekki fara í þá átt. Við viljum heldur ekki að það sé farið að vernda vændiskaup- endur. Misræmið liggur þar og þessi niðurstaða sýnir það svart á hvítu. Það samræmist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að fólk fái ólíka málsmeðferð fyrir dómi eftir til dæm- is brotaflokki.“ Ákveðnum þegnum skotið undan Dómarinn í máli Agne er Arngrímur Ísberg, sá sami og taldi að þinghald yfir vændiskaupendum skyldi vera lokað. Vísaði hann þá í lög þar sem segir að þinghald skuli háð í heyr- anda hljóði en dómari geti þó ákveð- ið að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta. For- sendurnar fyrir því geta verið mis- munandi en meðal annars til að hlífa sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar eða af velsæmisástæðum. „Mér fannst það vera röng niður- staða. Það er mitt álit. Ef ég tek dæmi til að sýna fáránleikann í því máli þá hafa fallið tveir dómar í ár þar sem sakborningar voru sakfelldir fyr- ir vændiskaup og eitthvað annað, til dæmis nauðgun. Í báðum tilfell- um var nafnið birt. Þannig að þetta var bara eitt dæmi þar sem ákveðn- um þegnum var skotið undan þess- ari stjórnarskrárvörðu meginreglu,“ segir Katrín. Gagnrýnd ákvörðun Femínistafélagið gagnrýndi þessa ákvörðun dómarans á þeim for- sendum að kaupendur vændis ættu ekki að njóta meiri friðhelgi en aðr- ir meintir brotamenn. „Ákvörðunin er rökstudd með vísan til þess að vernda þurfi sakborningana og að- standendur þeirra. Ekki verður séð að slíkt eigi við í þessu máli um- fram önnur, svo sem líkamsárásir og fíkniefnabrot, en slík réttarhöld fara venjulega fram í heyranda hljóði,“ sagði þáverandi talskona Femínista- félagsins, Halla Gunnarsdóttir, og bætti við að hinn hluti rökstuðnings héraðsdómarans, það er að gæta ætti velsæmis, léti undarlega í eyr- um. „Ég hef ekki fundið skilgrein- ingu á velsæmi og get ekki séð að slíkt eigi á nokkurn hátt við í þessu tilviki.“ Halla kærði lokað réttarhald til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá á þeim forsendum að hún ætti ekki aðild að málinu. Misræmi í réttarkerfinu Katrín tekur undir þá gagnrýni, seg- ir að niðurstaðan hafi verið fárán- leg og sömuleiðis frávísun Hæsta- réttar. „Allt í einu var ákveðið að það þyrfti aðild til að láta reyna á slíkan rétt í þessu vændismáli sem hefur hvergi komið upp hvorki fyrr né síð- ar. Hvergi í lögum segir að það þurfi aðild til að láta reyna á svona mál. Þetta var rangt, að mínu mati. Það gerist stundum í réttarkerfinu að niðurstaðan verður röng.“ Hún bendir á að hafi tilgangurinn verið að vernda vændissalana hefði verið hægt að loka þeim hluta þing- haldsins þar sem þeir báru vitni. „Það hefði verið leikur einn svo það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið til að vernda brotaþola. Þetta er misræmi í réttarkerfinu og það verður jafn fáránlegt þar til það verður horfið frá þessu. Ef það á að vernda einhvern þá á að vernda alla jafnt.“ „Fáránlegt“ misræmi n Ákærð fyrir að hafa ráðið barni sínu bana n Ósk verjandans um lokað þing- hald hafnað n Dómarinn er sá sami og lokaði þinghaldi yfir vændiskaupendum„Það er hræðilegt að einhver hafi borið út barnið sitt en það þýðir ekki að það eigi sjálfkrafa að loka þing- haldinu. Við viljum ekki fara í þá átt. Við viljum heldur ekki að það sé farið að vernda vændis- kaupendur. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is 92 prósent eigna í bankanum n Kaupþing banki umsvifamesti fjárfestirinn í sjálfum sér S vo virðist vera sem starfs- menn Kaupþings banka hafi leynt stjórnendur bankans um mikilvæg gögn um eignarhlut bankans í sjálfum sér. Stjórnendur og starfsmenn bankans eru einnig grun- aðir um stórfellda markaðsmisnotkun sem fólst í því að bankinn keypti hluti í sjálfum sér og losaði sig svo við þá með því að lána völdum viðskiptavinum fyrir hlutum í bankanum. Fjallað var um málið í Kastljósi á þriðjudagskvöld en þar var vitnað í kæru Fjármáleftirlitsins til embætt- is sérstaks saksóknara. Í þeirri kæru kemur fram að daginn áður en Fjár- málaeftirlitið tók bankann yfir hafi 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans verið bréf í bankanum sjálf- um. Þar kemur einnig fram að á fimm mánaða tímabili fyrir hrun bankans árið 2008 hafi viðskipti bankans með hlutabréf í sjálfum sér verið á bilinu 60 til 75 prósent af heildarkaupum í Kauphöllinni í hverjum mánuði. Í umfjöllum Kastljóss kom einn- ig fram að frá apríl 2007 hafi stöðu bankans í eigin bréfum verið leynt fyrir stjórn bankans með því að falsa skýrslur þar sem staðan átti að koma fram en stjórnendur hans fengu undir lok hvers dags skýrslu um hluti bank- ans í sjálfum sér. Samkvæmt umfjöllun Kastljóss hafa tólf fyrrverandi starfsmenn Kaup- þings verið kærðir fyrir athæfið. Meðal þeirra eru Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. adalsteinn@dv.is Stöðunni leynt Í umfjöllun Kastljóss kom einnig fram að frá apríl 2007 hafði stöðu bankans í eigin bréfum verið leynt fyrir stjórn bankans. „“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.