Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 5
Formáli.
r þessu 28. hefti atvinnuvegaskýrslna Þjóðhags-
stofnunar birtast niðurstöður athugana á ársreikningum, þ.e.
rekstrar- og efnahagsreikningum, að heita má alls atvinnu-
rekstrar i' landinu fyrir árin 1980-1981. Skýrslur þessar ná
þó ekki til starfsemi hins opinbera svo sem stjórnsýslu,
heilbrigðis-, mennta- og félagsmála né heldur byggingar-
starfsemi hins opinbera á eigin vegum. Fyrirtækjarekstur
hins opinbera er aftur á móti meðtalinn i' viðkomandi atvinnu-
greinum. Segja má, að ársreikningaefnið i' skýrslunni nái
til alls eiginlegs fyrirtækjarekstrar að undanskildum
peningastofnunum, tryggingafélögum, leiklistarstarfsemi og
Ri1<isútvarpi. Arsreikningar flestra peningastofnana, þ.e.
viðskiptabanka og sparisjóða, birtast árlega i' skýrslum
Bankaeftirlits Seðlabankans. Heimildir um rekstur og
efnahag tryggingafélaganna er að finna i' ársskýrslum
Tryggingaeftirlitsins. Þá er og undanskilin i' þessari
skýrslu starfsemi ýmissa félagasamtaka, svo sem velferðar-
stofnana, hagsmuna- og starfsgreinasamtaka o.fl.
Varðandi þá starfsemi, sem undanskilin er i' þessari
skýrslu, skal þess getið, að Þjóðhagsstofnun mun gera grein
fyrir henni i' framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga, sem
birtist i' ritröð stofnunarinnar, þjóðhagsreikninga-
skýrslur. Skýrslugerð um sama efni hefur áður birst fyrir
árabilið 1973-1978 i' riti Þjóðhagsstofnunar: Framleiðslu-
uppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978, þjóðhagsreikninga-
skýrslur nr. 1. I þeirri sömu ritröð hefur einnig birst
sérstök skýrsla um búskap hins opinbera, en um þann þátt
þjóðarbúskaparins er ekkert fjallað i' þeirri skýrslu, sem
hér birtist.