Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 13
-11-
ár.
Að si'ðustu eru svo fjórir viðaukar. Sá fyrsti lýsir
samsvörun atvinnugreinaflokkunar Hagstofunnar og nýrrar
flokkunar Sameinuðu þjóðanna. Hinir þri'r viðaukarnir sýna
enska þýðingu á atvinnugreinum, töfluheitum og þeim helstu
hugtökum, sem fram koma i' töflunum.
2. Almennar skýringar.
Flokkun atvinnugreina i' skýrslunni er með tvennum
hætti. Annars vegar er byggt á þriggja stafa atvinnuvega-
flokkun Hagstofunnar, en i' þeirri flokkun eru alls 176
atvinnugreinanúmer. Þessi flokkun er sú i'tarlegasta sem
notuð hefur verið hérlendis og eru t.d.rekstraryfirlitin i'
töflu 1.2 samkvæmt þeirri flokkun. Hins vegar er svo
flokkun samkvæmt hinum svonefnda ISIC-staðli (International
Standard Industrial Classification of All Economic Activity;
United Nation 1968). Mesta sundurliðun samkvæmt þeim
staðli miðast við fjóra tölustafi. X þeim sundurliðunum,
sem birtast i' þessari skýrslu samkvæmt ISIC-staðli, er miðað
við tveggja stafa flokkun. Samkvæmt þeirri flokkun verða
atvinnugreinarnar 27 auk starfsemi hins opinbera og annarrar
starfsemi. Þetta er sú flokkun, sem fylgt er i' skýrslunni i'
öllum yfirlitstöflum, en að jafnaði eru einnig sýnd þau
atvinnugreinanúmer samkvæmt þriggja stafa flokkun
Hagstofunnar, sem standa á bak við ISIC-flokkunina. X
viðauka 1 er birt i' heild samsvörunin milli þessara tveggja
atvinnugreinaflokkana. Rétt er að benda sérstaklega á, að
drjúgur hluti viðgerðagreina, sem talinn er til iðnaðar hjá
Hagstofunni, er samkvæmt ISIC-flokkuninni talinn til
þjónustu. Flokkun Hagstofunnar er byggð á eldri ISIC-staðli,
upphaflega frá 1948, en að teknu tilliti til endurskoðunar
þess staðals árið 1958. Nýi ISIC-staðallinn sem hér er
fylgt er hins vegar gefinn út 1968. Hagstofan vinnur nú að
endurskoðun á atvinnugreinaflokkun sinni til samræmis við
nýja ISIC-staðalinn.
r atvinnuvegaskýrslum fram að 1979 var að jafnaði
gerð grein fyrir hlutdeild einstakra atvinnugreina i' vergri
þjóðarframleiðslu eða landsframleiðslu og þróun þessara
stærða undanfarin ár. Þessu efni er nú sleppt enda gerði