Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 21
-19-
vaxta geta orðið óljós. X núgildandi skattalögum er málið
leyst með þeim hætti, að allir vextir og öll gengis- eða
visitöluuppfærsla lána er færð til gjalda en á móti er
reiknuð til tekna sú verðrýrnun skuldanna, sem verður vegna
almennra verðbreytinga. í reynd er þannig aðeins sá hluti
fjármagnskostnaðar, sem er umfram áhrifa almennra verð-
breytinga, reiknaður til gjalda, þ.e. þeir vextir, sem eru
umfram verðbólgu (raunvextir). Ef um er að ræða
peningalegar (óverðtryggðar) eignir, þá kemur verðbreytinga-
færsla til gjalda af þeim. Um birgðir gildir, að á móti
verðhækkun þeirra af völdum verðbólgu kemur verðbreytinga-
færsla til gjalda, enda felst ekki neinn raunverulegur
hagnaður i' verðbólguhækkun birgða. Þessar leiðréttingar eru
gerðar með fremur einföldum hætti og getur það gefið
misvisandi niðurstöður i' einstökum tilvikum. Engu að sraur
gefur þessi aðferð betri mynd af raunverulegri rekstrar-
afkomu fyrirtækja en fyrri aðferð. Eftir sem áður verður i'
flestum tilvikum munur á rekstrarafkomu og greiðsluafkomu
eftir þvi' hvernig fjármögnun fyrirtækisins er háttað.
Verðbreytingafærsla til tekna skilar ekki neinum peningum i'
reksturinn og gengistap af veðskuldum veldur aðeins
útgjöldum á árinu að þvi' marki, sem það fellur á afborgun
ársins.
Ein afleiðing þessara breyttu uppgjörsaðferða er sú,
að niðurstöður ársuppgjörs fyrir árið 1979 og si'ðari ár
verða naumast sambærilegar við fyrri ár. Samanburður á
rekstraryfirlitum 1980 og 1981 við fyrri ár er þvi' ekki
gerður i' heild sinni i' þessari skýrslu, að öðru leyti en
þvi' að i' töflum 1.1.3 og 1.1.4 gefur að li'ta hlutfallslega
breytingu helstu rekstrarstærða atvinnugreina frá fyrra ári,
fyrir árin 1980 og 1981, samkvæmt tveggja stafa
ISIC-staðli. Til frekari glöggvunar þykir þó ástæða til að
birta samandregið rekstraryfirlit iðnaðar, þ.e. atvinnu-
greinar 31-39, fyrir þau þrjú ár, sem hin breytta uppgjörs-
aðferð hefur verið notuð.