Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 23
-21-
bólgunni. Þessum hluta verðbreytingafærslunnar er ætlað að
koma til mótvægis við vanmat á vörunotkuninni, sem færð er
til gjalda á upphaflegu kaupverði en ekki á endurkaups-
verði. Þessi leiðrétting hefur ekki áhrif á verga hlutdeiid
fjármagns (vergan rekstrarafgang) þótt hún hafi áhrif á
verðbreytingafærsluna og þar með á hreinan hagnað. Af
þessum sökum má leiða að þvf rök, að i' vaxandi verðbólgu,
eins og á árunum 1978-1981, þá sýni verg hlutdeild fjármagns
betri afkomu i' samanburði við fyrri ái en raun varð á. Að
réttu lagi ætti að færa þann hluta verðbreytingafærslunnar,
sem stafar af verðhækkun birgða, yfir á viðeigandi tekju- og
gjaldaliði, þótt svo hafi ekki verið gert að sinni. Sli1<t
hefði i' för með sér lækkun á vergri hlutdeild fjármagns en
hreinn hagnaður héldist óbreyttur. Nánar verður fjallað um
þetta atriði i' skýrslu um framleiðsluuppgjör þjóðhags-
reikninga 1973-1980, sem Þjóðhagsstofnun mun gefa út á
næstunni, en þar verður meðal annars gerð tilraun til þess
að leiðrétta rekstrarafganginn sem nemur áætlaðri verð-
bólgulækkun birgða.
Við samanburð milli áþekkra atvinnugreina innan sama
árs verður jafnframt að hafa i' huga, að verg hlutdeild fjár-
magns sem hlutfall af tekjum verður yfirleitt hærri i' þeim
greinum þar sem einstaklingsrekstur er ri1<jandi. Astæðan er
sú, að eigendalaunin eru inni i' rekstrarafgangi og þar með
einnig i' vergu hlutdeildinni. Þegar tölurnar i' töflu 1.3.3
eru skoðaðar er nauðsynlegt að hafa framangreinda fyrirvara
i' huga.
Töflur 1.1.3 og 1.1.4 sýna hlutfallslegar breytingar
helstu rekstrarstærða einstakra atvinnugreinaflokka frá
fyrra ári, fyrir árin 1980 og 1981. Þetta er mun betri
samanburður en gefur að li'ta i' töflu 1.3.3, enda eru sömu
grundvallarsjónarmiðin höfð að leiðarljósi við gerð árs-
reikninga fyrirtækja öll þrjú árin 1979-1981 og reiknings-
skilin leiðrétt með tilliti til verðbreytingafærslunnar.
Tafla 1.1.3 sýnir hlutfallslegar breytingar á helstu
afkomustærðum i' rekstri á milli áranna 1979 og 1980. Við
athugun kemur i' ljós að þegar á heildina er litið hafa
rekstrartekjur hækkað um 64,2% eða 2,7% umfram hækkun
aðfanga. Vinnsluvirðið hefur þvi' hækkað enn meira eða um
69,7%. Aftur á móti hafa verðbreytingafærslur og vextir