Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 26
-24-
fyrirtæki sérstakan rekstrarreikning fyrir hvern þátt
starfseminnar um sig.
Nokkuð algengt er meðal þessara fyrirtækja, að launa-
miðarnir, sem eru grundvöllur launamiðaskrár (sbr. kafla
4.4), séu sundurliðaðir með öðrum hætti á atvinnugreinar en
rekstrarreikningarnir. Yfirleitt gefa launamiðar til kynna
starfsemi i' mun fleiri atvinnugreinanúmerum en rekstrar-
reikningar sömu fyrirtækja. Þetta orsakar ákveðna misvisun
sem þarf að leiðrétta svo uppfærsla úrtaks til heildar
verði rétt. f þeim tilfellum þar sem óeðlilegur munur var
á launagreiðslum úrtaksfyrirtækja skv. launamiðaskrá annars
vegar og skv. rekstrarreikningum hins vegar, voru gerðar
leiðréttingar til samræmingar á svokallaðri "uppfærlsuskrá",
en sú skrá er afrit af launamiðaskrá, sem einungis var
notuð við gerð á töflum 1.1.2, 1.2.2 og 1.3.2.
Hafa ber þetta i' huga við samanburð á ofangreindum
töflum við talnaefni i' 4. kafla. Þetta á sérstaklega við
atvinnugreinar 201 slátrun og kjötiðnað, 202 mjólkuriðnað,
311 kemiskan undirstöðuiðnað og 616 aðra heildverslun.
f kafla 3 að framan eru skilgreind helstu hugtök, sem
koma fyrir i' rekstraryfirlitunum i' skýrslunni og má vi'sa til
þeirra skilgreininga. Hér verður hins vegar vikið að
nokkrum atriðum, sem enn eru ótalin og einkum greina þessi
rekstraryfirlit frá þeim yfirlitum, sem birst hafa i'
atvinnuvegaskýrslum fram til 1979.
F fyrri atvinnuvegaskýrslum voru heildartekjur atvinnu-
greina tilgreindar bæði á markaðsvirði og tekjuvirði og lá
munurinn i' óbeinum sköttum og framleiðslustyrkjum. Obeinir
skattar voru meðtaldir i' markaðsvirðinu en framleiðslu-
styrkir ekki og átti gagnstætt við um tekjuvirðið. Nú hefur
verið breytt um framsetningaraðferð. Rekstrartekjur eru nú
tilfærðar á verði frá framleiðanda (producer's value) en
óbeinir skattar og framleiðslustyrkir sýndir sérstaklega,
sem hluti af vinnsluvirðinu. Með verði frá framleiðanda er
átt við verðmæti vöru og þjónustu eins og það er verðlagt af
framleiðanda og eru þá meðtaldir þeir óbeinu skattar, sem þá
leggjast á vöruna. Þetta hugtak samsvarar markaðsvirðinu i'
fyrri atvinnuvegaskýrslum.
Sundurliðun tekjuliða er mun i'tarlegri en áður.
Tekjum er skipt i' sölu, birgðabreytingu fullunninna vara,