Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 27
-25-
leigutekjur, umboðslaun og aðrar tekjur en i' fyrri skýrslum
var engin sundurliðun tekna.
Aðföng eru i' töflum 1.2.1 og 1.2.2 sundurliðuð i'
hráefnanotkun og önnur aðföng. Frekari sundurliðun aðfanga
er svo birt i' töflum 1.3.1 og 1.3.2, en þar er hráefna-
notkunin sundurliðuð i' hráefnakaup og birgðabreytingu
hráefna svo dæmi sé tekið. Önnur sundurliðun aðfanga i'
töflum 1.3.1 og 1.3.2 skýrir sig að mestu sjálf. Þó er
rétt að nefna sérstaklega, að liður 2.11 nær til auglýsinga-
kostnaðar i' verslunargreinum, en að öðru leyti ná liðir 2.11
og 2.12 til aðfanga, sem ekki verða flokkuð annars staðar.
Má þar nefna ýmsar rekstrarvörur, hreinlætisvörur, lyf og
læknishjálp.
Varðandi liðinn laun og tengd gjöld i' töflum 1.2.1 og
1.2.2 er rétt að benda á, að reiknuð laun eigenda eru ekki
meðtalin. Að þessu leyti er fylgt sömu aðferðum og i' fyrri
atvinnuvegaskýrslum. Hins vegar er launaskattur ekki talinn
með launum, gagnstætt þvi' sem áður var.
Þótt reiknuð laun eigenda séu ekki meðtalin i' launum
og tengdum gjöldum er vinnuframlag eigandans engu að si'ður
meðtalið i' þeim fjölda ársverka sem tilgreindur er i' töflu
5.1. Af þessu leiðir að ekki er unnt að fá samsvörun milli
ársverka og launa samkvæmt rekstraryfirlitunum nema
leiðrétta fyrir ársverkum eigenda.
Liðurinn "óreglulegar tekjur" er nú sýndur sérstaklega
sem leiðréttingaliður næst á undan hagnaði en var i' fyrri
skýrslum að jafnaði talinn með vergum tekjum. Yfirleitt er
um lágar fjárhæðir að ræða en hins vegar geta þær sveiflast
mjög frá einu ári til annars. Þá er og nauðsynlegt að hafa
þennan lið aðgreindan, ef athyglin beinist að hagnaði
atvinnugreinar af reglulegri starfsemi.
Varðandi rekstraryfirlit einstakra atvinnugreina, þá
er ástæða til þess að fara nokkrum orðum um byggingariðnað
sérstaklega.
Eins og kunnugt er, þá ná útboð og ýmsir verksamningar
i' byggingariðnaði iðulega til nokkurra ára og koma þá upp
matsatriði um bókfærslu á verkþáttum, sem færast milli
ára. F aðalatriðum koma tvær leiðir hér til greina. Önnur
er sú að færa á rekstrarreikning ársins aðeins þau verk sem
lokið er á árinu og uppgjör hefur farið fram fyrir.