Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Síða 29
-27-
bókband og bóka- og blaðaútgáfu en það eru atvinnugreina-
númer 281, 282, 283 og 284. Sama á við um fiskverslun,
kjöt- og nýlenduvöruverlsun, verslun með mjólk og brauð i'
smásölu, svo og tóbak, sælgæti og gosdrykki en þetta eru
atvinnugreinar nr. 617, 618 og 619. Þá eru efnahags-
reikningar fyrir veitinga- og gististaði, atvinnugreinar
862 og 863, einnig dregnir saman i' eitt. Sama á við um
rakarastofur og hárgreiðslustofur atvinnugreinar 863 og
866.
Efnahagsreikningar fyrirtækja sem starfa i' fleiri en
einni atvinnugrein, hafa oft ekki verið notaðir i' úrtaki.
Sérstaklega á þetta við, ef um óskyldan atvinnurekstur er
að ræða þar sem áðurnefndum samdrætti atvinnugreina verður
ekki komið við. Þvi' er við gerð efnahagsyfirlita að
jafnaði byggt á minna úrtaki fyrirtækja en við gerð
rekstraryfirlita. Fullyrða má, að i' sumum atvinnugreinum,
einkanlega þeim minnstu og þar sem fyrirtæki i' úrtaki eru
fá, geti niðurstöður efnahagsyfirlitanna verið hæpnar og
skekkjumörk veruleg. I þessu sambandi skal sérstaklega
bent á atvinnugreinar nr. 201 slátrun og kjötiðnað, nr. 239
annan trjávöruiðnað, nr. 291 sútun og nr. 386 flugvéla-
viðgerðir. Ennfremur má nefna margar greinar i' byggingar-
iðnaði og ýmsar þjónustugreinar á vegum einkaaðila.
Með tilkomu nýju skattalaganna, sem komu til
framkvæmda við ársreikningauppgjör 1979, fylgdu ýmsar
breytingar á gerð efnahagsreikninga. Þannig voru rýmkaðar
heimildir til endurmats ýmissa eignaliða vegna verðlags-
þróunar. Fyrirtæki hafa i' vaxandi mæli notfært sér þessar
heimildir og hefur það leitt til þess, að efnahagsyfirlitin
eru nú orðin mun traustari og áhugaverðari heimild um
eignir en áður var. Alveg sérstaklega á þetta þó við um
hagskýrslugerð af þvi' tagi, sem hér birtist, þar sem saman
er slegið eignum, misjafnlega gömlum, og fyrirtækum á öllum
aldri. An endurmats þessara liða til sem næst sambærilegs
verðlags eins og nú er gert hefðu slfk yfirlit afar
takmarkað gildi.
Að formi til eru efnahagsyfirlitin i' samræmi við
tillögur reikningsskilanefndar Félags löggiltra endur-
skoðenda og munu endurskoðendur almennt fylgja þessu eða
áþekku formi við uppsetningu efnahagsreikninga.