Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 33
-31-
Samanburður á launamiðaskrá og slysatryggingarskrá
leiddi r Ijós að inn á launamiðaskrá vantaði leiðréttingar
sem Hagstofan gerir á slysatryggingarskrám. Við uppfærslu
úrtaks til heildar var þessi leiðrétting tekin inn i' einu
lagi, þannig að fyrst voru einstakir stærðarflokkar fyrir-
tækja færðir upp til heildar á grundvelli launamiðaskrár en
að þvi' búnu var heildarreikningurinn leiðréttur með sér-
stökum stuðli fyrir hverja atvinnugrein.
Stuðullinn var fundinn með þvi' að taka hlutfallið á
milli ársverka samkvæmt launamiðaskrá og ársverka samkvæmt
endanlegri slysatryggingarskrá Hagstofu. Jafnframt var
þess gætt að ekki kæmi fram óeðlilegur munur á launafjár-
hæðum i' þessum skýrslum.
Urtak ársins 1981 var fært upp til heildar með þeim
hætti að leiðréttingar Hagstofunnar á slysatryggingar-
skránni voru færðar beint inn á afrit Þjóðhagsstofnunar af
launamiðaskránni eftir fyrirtækjum. Var þvi' ekki þörf á
neinum leiðréttingarstuðlum það ár.
Hins vegar kom i' ljós, bæði árin 1980 og 1981, að i'
sumum tilvikum var verulegur munur á gjaldfærðum launum i'
rekstraryfirlitum úrtaksfyrirtækja og launum sömu fyrir-
tækja samkvæmt launamiðaskýrslum. Að jafnaði er þess að
vænta, að rekstraryfirlitin sýni hærri launafjárhæð en
launamiðarnir og munar þar fyrst og fremst launatengdum
gjöldum auk ýmiss launakostnaðar, sem ekki kemur fram á
launamiðum. Þegar óeðlilegt frávik kom fram með þessum
hætti var leitast við að ieysa það eftir bestu vitneskju
hverju sinni, þannig að skýranlegt samhengi væri milli
launaf járhæða i' launamiðaskrá og gjaldfærðra launa i'
rekstraryfirlitum.
Þau úrtakshlutföll, sem hér hafa verið nefnd, eiga við
rekstraryfirlit þeirra atvinnugreina, sem fram koma i'
töflum 1.1.1 til 1.3.2, þ.e.a.s. iðnað, byggingariðnað,
verslun, samgöngur og ýmsar þjónustugreinar. ÚJrtakshlutföll
sömu greina fyrir árið 1980 eru birt i' töflu 3.1. Stærð
úrtaks er þar sýnd bæði miðað við launafjárhæð og fjölda
fyrirtækja. Að baki efnahagsyfirlitunum liggur hins
vegar nokkru minna úrtak, og er þá frekar byggt á úrtaki
félaga en si'ður á úrtaki einstaklingsfyrirtækja.
Við gerð rekstrar- og efnahagsyfirlita fyrir byggingar-