Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 35
-33-
samkvæmt launamiðum við val á úrtaki. Auk þess sem hér er
um að ræða stærð, sem ætla verður að standi i' nánara
sambandi við afkomu- og rekstrarliði en vinnuviknafjöldi,
hefur mikil vinna verið lögð f að finna heppilegustu aðferð
við val á úrtaki. Miklar vonir eru þvi' bundnar við að
þessi nýbreytni leiði til öruggari niðurstöðu. Hér á eftir
verður leitast við að lýsa úrtaksaðferðum
Við val úrtaksins hverju sinni er launamiðaskrá sama
árs ekki tilbúin og er þvi' byggt á launamiðaskrá fyrra
árs. Þannig var úrtak ársins 1981 byggt á launamiða-
skýrslum 1980, en við uppfærslu úrtaks til heildar var að
sjálfsögðu byggt á launamiðaskrá 1981. Minnsta eining sem
unnið er með er nefnd "fyrirtæki", hvort sem um er að ræða
fyrirtæki i' venjulegri merkingu orðsins, opinbera aðila eða
annað. Þá má nefna, að aðili sem er með starfsemi i' mörgum
atvinnugreinum telst vera sérstakt fyrirtæki i' hverri
atvinnugrein, samanber skilgreiningu á hugtakinu fyrirtæki i'
3. kafla hér að framan. Saman eru þau fyrirtæki sem mynda
tiltekna atvinnugrein nefnd "safn" (e. population). Sá
kostur var valinn að skipta hverju safni i' upphafi i' tvo
hluta, þ.e. annars vegar þau fyrirtæki sem greiddu 4
milljónir nýkróna eða meira i' laun á árinu 1980 og hins
vegar þau fyrirtæki sem minna greiddu. Miðað var við að
öll fyrirtækin i' fyrrgreinda flokknum yrðu sjálfkrafa tekin
með i' úrtakið. Sraan var leitast við að ákveða hversu mörg
fyrirtæki þyrfti i' úrtakið úr hinum hluta safnsins. Situr
sá hluti einn að nafngiftinni "safn" i' þvi' sem hér fer á
eftir nema annað sé tekið fram.
4.3.2.1 Matsaðferðir
Þannig háttar til að i' launamiðaskrá eru tiltækar á
tölvutæku formi upplýsingar um launagreiðslur allra
starfandi fyrirtækja á landinu. Hér er um að ræða stærð,
sem ætla má að sé i' allnánu fylgnisambandi við umsvif
hverrar atvinnugreinar og þær afkomustærðir sem leitast er
við að meta i' atvinnuvegarannsóknum Þjóðhagsstofnunar. Sú
matsaðferð, sem hér verður stuttlega lýst byggist einmitt á
að færa sér i' nyt sli1<ar ytri upplýsingar sem launatölurnar
eru. Launagreiðslur má tákna með bókstafnum x og tiltekna
rekstrarstærð má tákna með bókstafnum y. Þá tákna x^ og y^
1) Nánari lýsingu á þeim aðferðum, sem hér er stuðst við, má
finna i' bók William G. Cochrans, Sampling Technigues, Wiley,
þriðja útgáfa 1977.