Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 46
-44-
flokka.
Til frekari skýringar skal tekið eftirfarandi dæmi: F
atvinnugrein nr. 233, veiðarfæraiðnaður, voru árið 1982
starfandi 46 fyrirtæki og námu launagreiðslur þeirra 55,4
milljónum króna það ár (tafla 4.5). Þar af greiddu 5%
fyrirtækjanna og jafnframt þau stærstu, þ.e. tvö stærstu
fyrirtækin, 59,3% af heildarlaunagreiðslum atvinnu-
greinarinnar. Launagreiðslur fyrirtækja sem falla innan
10% markanna og jafnframt þeirra stærstu, þ.e. fjögur
stærstu fyrirtækin, námu 66,5% af heildinni. Sé hins vegar
litið á fyrirtæki sem falla innan 25% markanna, þ.e. 11
stærstu fyrirtækin, námu launagreiðslur þeirra 82,0% af
heildinni. Af þessu má ráða að i' atvinugreininni séu 1 eða
2 fyrirtækjanna verulega stærri en önnur en flest hinna af
svipaðri stærð. Þetta má fá staðfest i' töflu 4.3, sem
sýnir stærðardreifingu fyrirtækja eftir fjölda slysa-
tryggðra vinnuvikna 1982.
Heimildirnar við þessa skýrslugerð eru launamiðar frá
skattyfirvöldum. Launamiðarnir, sem auk annars tilgreina
nafnnúmer launagreiðanda og launþega hafa hér verið dregnir
saman á nafnnúmer launagreiðanda innan hvers atvinnugreinar-
númers. Launagreiðslur hafa verið skilgreindar sem summa
eftirtalinna reita á launamiðanum:
Töluliður
2. Vinnulaun
16. Ökutækjastyrkur
17. Dagpeningar
18. Risnufé
19. Gjafir
20. Landgöngufé
24. Stjórnar- og endurskoðunarlaun
Við launagreiðslur eins og þeim hefur nú verið lýst er si'ðan
bætt reiknuðum launum eigenda og er sú fjárhæð tekin úr
launaframtali eiganda. Hér er um að ræða svonefnt reiknað
endurgjald, sem maður er vinnur við eigin atvinnurekstur eða
sjálfstæða starfsemi, skal telja sér til tekna.
F töflum 4.4-4.5 hefur "fyrirtæki" sömu merkingu og í'
töflum 4.1-4.3. Það þýðir, að sami lögaðili, t.d. hlutafélag
á að vera talinn sérstaklega i' hverri þeirri atvinnugrein,