Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 47
-45-
sem hann er með starfsemi i'. F atvinnuvegaskýrslu Þjóðhags-
stofnunar 1979 voru birtar þrjár töflur um launagreiðslur
og stærðardreifingu fyrirtækja samkvæmt launamiðaskýrslum
(töflur 4.2-4.4). Til grundvallar var lögð launamiðaskrá
skattyfirvalda. Launamiðaskráin myndar stofninn að
tryggingaskrá, sem notuð er við álagningu slysatryggingar-
iðgjalda, en Hagstofan gerir si'ðan, i' samráði við skatt-
yfirvöld, ýmsar leiðréttingar á tryggingarskrá. Þessar
leiðréttingar Hagstofunnar hefur Þjóðhagsstofnun tekið með
frá og með efni ársins 1981 i' töflum 4.4-4.5 um stærðar-
dreifingu fyrirtækja og i' töflum 4.7-4.8 um launagreiðslur
eftir rekstrarformi fyrirtækja en ekki i' töflu 4.6 um
greidd laun i' einstökum atvinnugreinum. Leiðréttingar
þessar eru ýmist til lækkunar eða hækkunar i' einstökum
atvinnugreinum, en skipta ekki meginmáli þegar á heildina
er litið. Þetta skal hins vegar haft i' huga séu töflur
4.2-4.4 i' Atvinnuvegaskýrslum 1979 bornar saman við
hliðstætt talnaefni i' þessari skýrslu.
Tafla 4.6 sýnir greidd laun i' einstökum atvinnugreinum
á árinu 1982 samkvæmt launamiðum, svo og fjölda
launagreiðenda og launþega i' einstökum atvinnugreinum, ásamt
reiknuðum ársverkum. Til samanburðar eru einnig sýndar
launagreiðslur árið áður, 1981, svo og breytingin á milli
ára. Að hluta til er hér byggt á sömu heimildum og i' töflu
4.4, þ.e. launamiðunum, en þó eru á þvi' veigamiklar
undantekningar.
Þar er fyrst að nefna, að með greiddum launum i' töflu
4.6 er aðeins átt við þau laun, sem koma fram á launamiðum,
þ.e. greiðslur til launþega, en reiknuðum launum eigenda er
sleppt. Laun eru hér skilgreind sem summa sömu töluliða á
launamiðanum og lýst var að framan, þegar fjallað var um
töflu 4.4.
Fjöldi launagreiðenda i' töflu 4.6 gefur til kynna þann
fjölda fyrirtækja eða rekstrareininga, sem greiða laun i'
viðkomandi atvinnugrein. Eigendur, sem starfa einir við sinn
atvinnurekstur og greiða engum laun eru ekki meðtaldir.
Fjöldi launagreiðenda i' hverri grein í' töflu 4.6 verður þvi'
lægri en fjöldi fyrirtækjanna eins og hann birtist í' töflu
4.4 og munar þar einyrkjunum.
Reiknuð ársverk launþega á árinu 1982, eins og þau