Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 49
Skýrslugerðin, sem nær til áranna 1981 og 1982, er ætlað að
ná til allra starfsstaða er greiða laun á viðkomandi ári.
Töflur 4.7-4.8 sýna iaunagreiðslur fyrir hvort áranna
1981-1982 en töflur 4.9-4.10 sýna fjölda fyrirtækja i' sömu
sundurliðun fyrir sömu ár.
Tilgangurinn með þessari skýrslugerð er að fá
visbendingu um umsvifin i' einstökum atvinnugreinum eftir
rekstrarformi fyrirtækja, þ.e. eftir einstaklings- og
sameignarfélögum, hlutafélögum, samvinnusamtökum o.fl. Sá
mælikvarði á umsvifin sem tiltækur er eftir rekstrarformi
fyrirtækja eru launagreiðslur samkvæmt launamiðaskýrslum.
Rekstrarform fyrirtækis eða launagreiðanda kemur hins vegar
ekki fram i' launamiðaskrá og er samkeyrsla við fyrirtækja-
skrá Hagstofunnar þvi' nauðsynleg, eins og gert hefur verið
við gerð ofangreindra taflna.
Heimildir launamiðaskrár eru launamiðar frá skatt-
yfirvöldum að viðbættum reiknuðum launum eigenda og er sú
fjárhæð tekin úr launaframtali eigenda. Launamiðarnir eru
flokkaðir niður á atvinnugreinar en einnig auðkenndir með
sveitarfélagsnúmeri. Starfi sami aðili innan fleiri en
einnar atvinnugreinar, ber honum að skila sérstakri launa-
skýrslu fyrir hverja atvinnugrein. Launamiðaskráin telur
þvi' fjölda starfsstaða, er laun greiða, en ekki einungis
fyrirtæki i' merkingunni lögformlegan aðila eða félag með
sjálfstæðan rekstur eins og fyrirtækjaskráin gerir. Af
þessum sökum er fjöldi þeirra aðila sem fram koma i' launa-
miðaskrá mun meiri en i' fyrirtækjaskrá. En fleira kemur
einnig til.
T fyrirtækjaskrá eru allir þeir aðilar sem vegna þarfa
stjórnsýslu verða að hafa sérstakt númer til auðkenningar,
og eru þeir flokkaðir eftir rekstrarformi og atvinnugreina-
númeri. Hér er um að ræða öll einstaklingsfyrirtæki með
heiti skráðu i' firmaskrá, enn fremur hvers konar félög sem
reka atvinnu og eru með skráð heiti i' félagaskrá svo og
hvers konar stofnanir, embætti og félagasamtök sem hafa
fjárhagsleg umsvif eða eiga fasteign. Hins vegar tekur
fyrirtækjaská ekki til einstaklinga, sem reka sjálfstæða
atvinnu i' eigin nafni, enda eru þeir á skattskrám og öðrum
opinberum skrám auðkenndir með nafnnúmeri si'nu i' þjóð-
skrá. Þessir aðilar koma aftur á móti fram i' launamiðaskrá