Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Side 50
-48-
ef þeir hafa greitt öðrum laun á árinu eða reiknað eiganda
laun, og eru þvi' meðtaldir við samkeyrslu launamiðaskrár og
fyrirtækjaskrár eins og hér er gert. Við samkeyrslu skránna
tveggja var þeirri reglu fylgt, að aðili i' launamiðaskrá,
sem ekki fannst i' fyrirtækjaskrá, var talinn vera
einstaklings- eða sameignarfyrirtæki eða einyrki þ.e. i'
flokki 1 eða 2, samanber hér á eftir.
r fyrirtækjaskrá eru margir aðilar, sem hætt hafa
starfsemi, svo og aðrir, sem hafa látið skrá sig i' firma-
skrá eða félagaskrá, en aldrei hafið starfsemi. Þessir
aðilar, svo og þeir aðilar aðrir í' fyrirtækjaskrá, er ekki
hafa greitt laun á viðkomandi ári, eru ekki teknir með i'
töflur 4.7-4.10. Hér er um allmarga aðila að ræða einkum
hlutafélög og félagasamtök.
Hvað varðar rekstrarform, er töflum 4.7-4.10 skipt
niður i' 8 flokka og er þar byggt á flokkun Hagstofunnar á
fyrirtækjum eftir rekstrarformi i' fyrirtækjaskrá.
Fyrsti flokkurinn, einstaklings- og sameignarfélög,
tekur til einstaklinga sem reka atvinnu i' eigin nafni,
einstaklingsfyrirtækja með heiti skráð i' firmaskrá svo og
sameignarfélaga. Þó eru einyrkjar sem ekki greiða öðrum
laun ekki taldir með fyrsta flokknum, heldur afmarkaðir
sérstaklega í' flokk tvö. Ekki þótti ráðlegt að greina á
milli einstaklings- og sameignarfélaga, þar sem eignar-
aðilar sameingarfélaga telja oft fram til skatts í' nafni
hvors aðila um sig og flokkast þá undir einstaklinga sem
reka sjálfstæða atvinnu i' eigin nafni. Ekki liggur fyrir
hversu margir, sem standa sameiginlega að atvinnurekstri,
hafa þennan háttinn á.
Aftasti dálkurinn i' töflunum tilgreinir hluta eigin
launa i' heildarlaunaupphæð hverrar atvinnugreinar og fjölda
rekstraraðila þar sem laun eigenda eru sérstaklega
tilgreind. Eigin launin eru hlutmengi i' fyrsta flokki að
viðbættum öðrum flokki og taka til þess reiknaða endur-
gjalds sem maður, er vinnur við eigin atvinnurekstur eða
sjálfstæða starfsemi, skal telja sér til tekna, samanber
ákvæði skattalaga.
Þriðji flokkurinn, hlutafélög, tekur til hlutafélaga
annarra en þeirra sem opinberir aðilar eða samvinnusamtök
eiga meirihluta hlutabréfa i'.