Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Qupperneq 51
-49-
Fjórði flokkurinn, samvinnusamtök, tekur til samvinnu-
félaga og samvinnusambanda, svo og hlutafélaga og sameignar-
félaga sem slil<ir aðilar eiga meirihluta i'. Sem dæmi um
fyrirtæki i' þessum flokki má nefna öll kaupfélög á landinu,
öll mjólkurbú og mjólkursamlög, ýmis útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki, Sláturfélag Suðurlands og fyrirtæki
þess. Ennfremur heyra til þessa flokks Bifreiðastöðin
Hreyfill, öll byggingarsamvinnufélög, og ýmis önnur fyrir-
tæki og samtök, sem hjá hlutaðeigandi embættum eru skráð
sem samvinnufélög.
Fimmti flokkurinn, ríkisstofnanir, ri"kisbankar og
ri1<isfyrirtæki, hefur að geyma stofnanir og fyrirtæki
rfkisins, þau er koma i' A- og B- hluta fjárlaga, og rfkis-
bankana. Hér eru ennfremur sameignarfélög og hlutafélög,
sem rfki eða stofnanir þess eiga meirihluta i' - þó ekki
félög sem eru sameign ri'kis og sveitarfélaga.
F sjötta flokknum, stofnanir og fyrirtæki sveitar-
félaga, er að finna stofnanir og fyrirtæki sveitarfélaga
svo og sameingarfélög og hlutafélög sem eru sameign rfkis
og sveitarfélags eða stofnana þeirra.
Sjöunda flokknum sem eru opinberir aðilar ótaldir
annars staðar, tilheyra þeir opinberir aðilar sem ekki
falla undir 5. og 6. flokk. Hér má nefna sjúkrahús rekin
af sýslufélögum og sveitarfélögum i' sameiningu, sjúkra-
samlög, sóknarnefndir, fjallskilanefndir, Kirkjugarðar
Reykjavil<ur og Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Attundi og si"ðasti flokkurinn, félagasamtök, nær til
félagasamtaka og sjálfseignarstofnana. Má þar nefna félags-
heimili, sparisjóði, li'feyrissjóði, starfsgreinarfélög,
stéttarfélög, velferðarfélög og áhugamannafélög.
Um flokkun fyrirtækja eftir atvinnugreinum er það
annars að segja að fylgt er tveggja stafa ISIC-flokkun sem
er lýst i' kafla 2 hér að framan. Starfsemi fyrirtækja er
skipt niður á 27 atvinnugreinar, sem merktar eru 11 til
96. Auk þess eru sýndir tveir aðrir geirar, þ.e. starfsemi
hins opinbera og önnur starfsemi. Frekari sundurliðun
atvinnugreina samkvæmt þriggja stafa flokkun er einnig
tiltæk hjá Þjóðhagsstofnun þótt sú flokkun sé ekki birt
hér.
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir, að geirinn
4