Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Page 53
-51-
bænda. Þetta er gert fram til ársins 1979 en frá og með
þvi' ári nemur lækkunin um A5% af skráðum ársverkum hjá
eiginkonum bænda. Astæðurnar fyrir þessum leiðréttingum
vegna eiginkvenna bænda eru þær, að fram að vinnuárinu 1979
voru eiginkonur bænda svo til állar sjálfkrafa slysatryggðar
með 52 vinnuvikur i' landbúnaði, hvort sem þær unnu meira eða
minna eða yfirleitt nokkuð við búrekstur. Þá voru og bændur
yfirleitt teknir i' slysatryggingu með 52 vinnuvikur á ári,
án tillits til þess, hvort þeir höfðu verið við störf i'
öðrum atvinnugreinum á árinu eða ekki. Frá vinnuárinu 1979
breyttist þetta hvort tveggja, og jafnframt varð hliðstæð
breyting á ákvörðun vinnuvikna einstaklinga með eigin
rekstur i' öðrum atvinnugreinum en búrekstri, ef þeir höfðu
jafnframt tekjur af launavinnu.
Breytingin var fólgin i' þvi', að vinnuvikum
framteljenda, sem að hluta til voru launþegar og að hluta
til voru með eigin rekstur, var skipt i' sama hlutfalli og
var á milli launaðra starfa og reiknaðs endurgjalds. Einnig
varð breyting á vinnuvikutalningu sjálfseignarbnstjóra.
Þessar breytingar valda þvi', að tölur frá og með árinu
1979 verða ekki að fullu sambærilegar við tölur fyrri ára.
Þetta á bæði við um vinnuvikutalninguna eða ársverkin eins
og þau birtast i' töflum 5.1 til 5.3 en einnig um fjöldatölur
fyrirtækja samanber töflur 4.1-4.3.
Ekki hafa verið gerðar breytingar á vinnuvikum frá þvi'
sem er i' skýrslum Hagstofunnar i' öðrum greinum en i' land-
búnaði. Þannig er atvinnugrein 861, heimilisaðstoð, tilfærð
með þau ársverk,sem fram koma i' slysatryggingarskrá, en til
þessarar atvinnugreinar teljast fyrst og fremst konur, sem
samkvæmt þjóðskrá eru i' óvi'gðri sambúð við bónda. Hér er um
að ræða 1.000 ársverk síðustu árin og kann að orka tvi'mælis,
að hve miklu leyti eigi að telja þau til vinnuaflsins, þegar
hliðsjón er höfð af þvi', að heimilisstörf eru að öðru leyti
ekki meðtalin.
Fullyrða má, að út frá sjónarmiði hagskýrslugerðar sé
tilhögun og framkvæmd slysatryggingarinnar á ýmsan hátt
óheppileg. Að framan hefur verið minnst á sambýliskonur og
slysatryggingu i' landbúnaði og hvernig hefur verið leitast
við að sni'ða verstu agnúana af vinnuvikutalningunni við mat
á raunverulegu vinnuframlagi i' landbúnaði. Y öðrum atvinnu-