Hagskýrslur um atvinnuveg - 02.11.1984, Qupperneq 57
55
Framleiðni vinnuafls í iðnaði.
1980=100
Atvinnu-
greinanúmer 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982
31 103,2 103,1 106,8 113,2 108,9 104,0 100,0 92,2 93,5
32 75,8 88,4 98,8 95,5 91,5 94,3 100,0 95,6 102,3
33 73,9 60,6 65,5 77,5 92,9 94,7 100,0 114,8 132,6
34 78,2 78,7 89,3 100,4 95,2 96,1 100,0 105,8 115,6
35 113,6 104,5 96,2 103,9 101,7 93,1 100,0 94,3 95,4
36 106,8 93,0 91,3 93,2 82,8 84,1 100,0 86,2 85,5
37 117,9 95,0 92,5 109,4 113,1 100,9 100,0 98,8 103,0
38 69,9 70,3 89,6 92,0 96,2 94,6 100,0 99,4 102,5
39 72,7 80,2 129,6 145,9 139,6 128,5 100,0 96,0 99,4
31-39 89,2 85,1 93,3 98,3 98,1 97,8 100,0 99,2 104,6
Samkvæmt þessu virðist sem framleiðniþróunin hafi
verið hagstæðust innan atvinnugreinaflokka nr. 33 og 34
þ.e. trjávöruiðnaðar og pappirsiðnaðar en lökust innan
atvinnugreinaflokka nr. 35, 36 og 37, þ.e. efnaiðnaðar,
steinefnaiðnaðar og ál- og kisiljárnframleiðslu.
Þessi mælingaaðferð á framleiðni vinnuafls er þó
varhugaverð fyrir ýmsar sakir.
i fyrsta lagi er vert að hafa hugfast að aukin fram-
leiðni vinnuafls tengist oft i' ri1<um mæli breytingum á
öðrum þáttum eins og fjármagni eða tækniþekkingu, frekar en
beinu li1<amlegu erfiði (auknum afköstum starfsfólks).
Getur þvi' t.d. verið nauðsynlegt að gefa gaum að framleiðni
fjármagns, þ.e. aukningu fjármagns á hvern vinnandi mann,
jafnhliða framleiðni vinnuafls.
r öðru lagi eru vinnuvikur sem mæling á vinnuafli
ýmsum annmörkum háð i' þessu tilviki, einkanlega þegar vinnu-
stundirnar að baki hverju ársverki eru mismunandi á milli
atvinnugreina eða frá einum ti'ma til annars innan sömu
atvinnugreinar.
T þriðja lagi má nefna að með þvi' að nota breytingar
á framleiðslumagni atvinnugreinar athugasemdarlaust sem
mælikvarða á vöxt atvinnugreinar, er byggt á þeirri
grundvallarforsendu að aðföng greinarinnar, hvort sem þau
eru innflutt eða fengin frá öðrum atvinnugreinum, hafi
aukist til jafns við framleiðslumagnið. Ef svo er, hefur
mismunur framleiðslutekna og aðfanga, þ.e. vinnsluvirðið