Hagskýrslur um landbúnað

Tölublað

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1926, Blaðsíða 13

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1926, Blaðsíða 13
Búnaðarskýrslur 1924 11 Uppskera af jarðeplum varð álíka eins og meðaluppskera 5 næstu áranna á undan (1919—23), eða 25 þús. tunnur. Aftur á móti var uppskeran árið á undan (1923) heldur meiri, 27 þús. tunnur. — Upp- skera afrófum og næpum var 8V2 þús. tunnur árið 1924, en 9 þús. tunnur að meðaltali árin 1919—23, og 11 þús. tunnur árið 1923. Mótekja hefur verið 353 þús. hestar haustið 1924 Er það miklu minna en meðaltal 5 áranna á undan, sem var 411 þús. hestar og líka töluvert minna heldur en árið 1923, er mótekja var 370 þús. hestar. — Hrísrif hefur verið 27 þús. hestar árið 1924. Er það miklu meira en meðaltal áranna 1919—23 sem var 21 þús. hestar. Árið 1923 var það heldur ekki nema 21 þús hestar. IV. Jarðabætur. Améliorations introduites aux fermes. Með jarðræktarlögum frá 20. júní 1923, sem gengur í gildi 1. júlí það ár, var Búnaðarfjelagi íslands falin framkvæmd eða umsjón með fram- kvæmd þeirra ræktunarmála, sem lán eða styrkur er veittur til úr ríkis- sjóði. Með þessum lögum var mjög aukinn styrkur úr ríkissjóði til jarða- bóta, því að í II. kafla laganna var svo fyrir mælt, með nokkrum nánari skilyrðum og takmörkunum, að ríkisssjóður skyldi greiða styrk til að gera áburðarhús og safnþrær, er næmi alt að '/3 kostnaðar, til túnasljett- unar eða framræslu til túngræðslu alt að 1/4 kostnaðar og til nýrra mat- jurtagarða alt að Vs kostnaðar. ]afnframt hjelst eftir sem áður styrkur til búnaðarfjelaga til annara jarðabóta. Og ennfremur var svo ákveðið í lög- unum, að leiguliðar þjóðjarða og kirkjujarða mættu vinna af sjer lands- skuld og leigur með jarðabótum á leigujörð sinni, og njóta þær jarða- bætur auðvitað einskis styrks af opinberu fje. — Trúnaðarmenn Búnaðar- fjelagsins mæla allar jarðabætur á landinu og eru VI. og VII. tafla hjer í skýrslunum (bls. 19—36) teknar eftir skýrslum þeirra um þær mælingar. Eins og jarðabótaskýrslurnar áður eru þær miðaðar við bún- aðarfjelögin, þannig að ein skýrsla er fyrir það svæði sem hvert búnað- arfjelag nær yfir, og notar stjórnarráðið skýrslurnar til þess að miða við styrk úr ríkissjóði til búnaðarfjelaga, en auk þeirra jarðabóta, sem sá styrkur er miðaður við, eru þar líka taldar allar jarðabætur samkv. II. kafla jarðræktarlaganna, sem sjerstakur styrkur er veittur til svo sem áður segir, jarðabætur leiguliða ríkissjóðs, sem ganga til afgjaldsgreiðslu, og yfirleitt allar aðrar jarðabætur að svo miklu leyti sem um þær hefur verið kunnugt eða til þeirra hefur náðst. Það má því búast við því, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.