Hagskýrslur um landbúnað

Útgáva

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1931, Síða 56

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1931, Síða 56
Hagstofa Islands gefur út eftirfarandi rit: I. Hagskýrslur íslands. Þar eru birtar ítarlegar skýrslur um þau efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar. Skýrslurnar koma út í sjálf- stæðum heftum og fást þau keypt einstök. Af Hagskýrslunum er út komið: Verzlunarskýrslur 1912—1928. Búnaðarskýrslur 1912—1929. Alþingiskosningar 1908—1927. Fiskiskýrslur og hlunninda 1912—1928. íslenzk mannanöfn 1. des. 1910. Barnafræðsla 1909—1920. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandslög 1918. Mannfjöldaskýrslur 1911—1925. Skýrslur um skipakomur 1913—1917. Manntal á íslandi 1. des. 1920. Sparisjóðir 1911—1925. Dómsmálaskýrslur 1912—1925. Menn geta gerzt áskrifendur að Hagskýrslunum með því að snúa sjer beint til Hagstofunnar. Áskriftargjald er 5 krónur um áriö. II. Hagtíðindi, mánaðarblað. Eru þar birtar mánaðarskýrslur um inn- flutning og útflutning, smásöluverð og ýmislegt fleira, sem ekki þykir taka að birta í sérstöku hefti af hagskýrslunum. Ennfremur bráða- birgðaskýrslur um ýmislegt, sem síðar koma um ítarlegri skýrslur. Af Hagtíðundum eru komnir út 15 árgangar (1916—1930). Áskrift- argjald er 1 króna og 50 aurar um árið. Ennfremur gefur Hagstofan út: III. Árbók Hagstofu íslands. Er þar birtur útdráttur úr þeim talfræði- upplýsingum, sem til eru á öllum sviðum, án þess farið sé mikið út í einstök atriði. Ennfremur eru þar allmargar töflur með alþjóðlegum yfirlitum. Af árbókinni er út kominn 1. árg. 1930. Kostar 3 krónur. IV. Manntal á íslandi árið 1703 tekið að tilhlutun Árna Magnús- sonar og Páls Vídalín. Er það prentað í heild sinni og er gert ráð fyrir, að eitt hefti komi út á ári. Komin eru út 7 hefti, samtals 35 arkir að stærð. Byrjað var á Gullbringusýslu og er komið norður í Skaqafjarðarrýslu. Hvert hefti kostar 3 krónur, en menn geta gerzt áskrifendur að öllu ritinu og greiðist þá hvert hefti við móttöku.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.