Hagskýrslur um landbúnað

Eksemplar

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1933, Side 13

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1933, Side 13
Búnaðarskýrslur 1930 11 í öllum landshlutum hefur töðufengur orðið miklu meiri árið 1930 heldur en meðaltal áranna 1925—29, en útheyskapur aftur á móti tölu- vert minni. Uppskera af jarðeplum 1930 varð tæplega í meðallagi, 36 þús. tunnur. Arið næst á undan var hún 39 þús. tunnur, og meðaluppskera 5 næstu áranna á undan (1925—29) var 38 þús. tunnur. — Uppskera af rófum og næpum varð árið 1930 12 þús. tunnur og er það líka minna en í meðallagi. Árið á undan var hún 15^2 þús. tunnur, en með- altal áranna 1925—29 13 þús. tunnur. Mótekja haustið 1930 var miklu minni heldur en undanfarið. í búnaðarskýrslunum var hún talin 219 þús. hestar eða 181 þús. hestar á 100 kg. Árið á undan var móíekjan 325 þús. hestar, og meðaltal 5 ár- anna á undan var 298 þús. hestar. — Hrísrif var talið í búnaðar- skýrslunum 1930 17 þús. hestar eða 15 þús. hestar á 100 kg. Er það minna en næsta ár á undan, er það var 18 þús. hestar og enn minna en meðaltal næstu 5 ára á undan (1925—29), er var 22 þúsund hestar. IV. Jarðabætur. Améliorations fonciéres. Með jarðræktarlögunum frá 20. júní 1923, sem gengu í gildi 1. júlí það ár, var Búnaðarfélagi Islands falin framkvæmd, eða umsjón með framkvæmd þeirra ræktunarmála, sem lán eða styrkur er veittur til úr ríkissjóði. — Trúnaðarmenn Búnaðarfélagsins mæla allar jarðabætur á landinu og eru VI. og VII. tafla hér í skýrslunum (bls. 19 — 35) íeknar eftir skýrslum þeirra um þær mælingar. I skýrslum mælingamanna eru yfirleitt taldar allar jarðabætur, að svo miklu leyti, sem um þær hefur verið kunnugt eða til þeirra hefur náðst. Yfirlitsskýrslan eftir sýslum (tafla VI. bls. 19—23) er gerð jafn nákvæm og sundurliðuð eins og skýrslur trúnaðarmanna Búnaðarfélagsins, en skýrslurnar um jarðabætur í hverjum hreppi (tafla VII. bls. 24—35) hafa verið dregnar nokkuð saman, svo að þær eru ekki eins mikið sundurliðaðar. Jarðabæturnar voru fyrst ekki mældar fyr en árið eftir að þær voru unnar, og þess vegna gátu jarðabótaskýrslurnar ekki fylgzt með búnaðarskýrslunum fyrir sama árið, heldur urðu samferða árinu á eftir, en á þessu hefur verið gerð sú breyting, að þær eiga að mælast sama árið sem þær eru unnar. Fyrst er breytingin komst á, voru því tveggja ára jarðabætur mældar í einu. Var það sumsstaðar gert 1929 (fyrir 1928 og 1929), en víðast hvar 1930 (fyrir 1929 og 1930) og teljast því jarða-

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.