Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1936, Blaðsíða 13
Búnaðarskýrslur 1935
11
langt fyrir neðan ineðallal undanfarandi ára. Miðað við meðaltal ár-
anna 1930—34 var hún 20% minni, en hrísrif var aðeins 4% minna
heldur en meðaltal áranna 1930—34.
IV. Jarðabætur.
Améliorations fonciéres.
Með jarðrœktarlögunum frá 20. júní 1923, sem gengu í gildi 1. júlí
það ár, var Búnaðarfélagi íslands falin framkvæmd, eða umsjón með
framkvæmd, þeirra ræktunarmála, sem lán eða styrkur er veittur til úr
ríkissjóði. — Trúnaðarmenn Búnaðarfélagsins mæla allar jarðabætur á
landinu og eru VI.—VIII. tafla hér í skýrslunum (lils. 35—57) teknar
eftir skýrslum þeirra um þær mælingar. í skýrslum mælingamanna eru
yfirleitt taldar allar jarðabætur, að svo miklu leyti sem um þær hefur
verið kunnugt eða til þeirra hefur náðst. Yfirlitsskýrslurnar fyrir alt
landið og sýslurnar (tafla VI—VII, hls. 35—43) eru gerðar jafnnákvæmar
og sundurliðaðar eins og skýrslur trúnaðarmanna Búnaðarfélagsins, en
skýrslurnar um jarðabætur í hverjum hreppi (tafla VIII, hls. 44—57)
hafa verið dregnar nokkuð saman, svo að þær eru ekki eins mikið
sundurliðaður. Hefur Búnaðarfélag Islands að þessu sinni annast alla
samtalningu upp úr skýrslum trúnaðarmannanna.
Jarðabæturnar voru fyrst ekki mældar fyr en árið eftir að þær voru
unnar, en á þessu hefur verið gerð sú breyting, að þær eiga að mælast sama
árið sem þær eru unnar. Fyrst er breytingin komst á voru því tveggja
ára jarðabætur mældar í einu. Var það sumstaðar gert 1929 (fyrir 1928
og 1929), en víðast hvar 1930 (fvrir 1929 og 1930), og teljast því jarða-
bótaskýrslur þær, sem fylgdu búnaðarskýrslunum 1930, fyrir árin 1929 og
1930. Tölurnar eru þó heldur of lágar sem tveggja ára tölur, en tölurnar
1928 aftur á móti heldur ol' háar sem cins árs töiur.
Skýrslurnar fyrir 1931 og síðan eru í nokkuð breyttu formi frá þvi
sem áður var. Aðalbreytingin er sú, að þær jarðabætur, sem heyra undir
II. kafla jarðræktarlaganna, og styrks njóta úr ríkissjóði samkvæmt hon-
um, eru teknar sérstaklega fyrst, en aðrar jarðabætur þar á eftir. Þá eru
líka sumar jarðabætur sundurliðaðar nokkuð nánar eða öðruvísi heldur
en áður.
Síðustu árin liefur tala bú naðar f é 1 aga, tala jarðabóta-
manna og tala dagsverka unnin af þeim við jarðabætur verið sem
hér segir:
Dagsverk
Félög Jnrðabótaraenn alls :i inann
1925 .................. 176 2 797 354 þús. 127
1926 ............... 196 3 365 426 — 126
1927 .................. 204 3 939 503 128
1928 .................. 214 5 238 698 133