Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1919, Blaðsíða 11
18
Fiskiskýrslur 1916
9
1913 1914 1915 1916
Á mótorbátum 1 925 1 980 1 935 2 056
Á róðrarbátum 4 398 4 532 5148 4 550
Á bátum alls.. 6 323 6 512 7 083 6 606
Árið 1916 koma að meðaltali 5.i skipverjar á hvern mótorbát,
en 4.7 á hvern róðrarhát. Öll hin árin koma að meðaltali 4.9 skip-
verjar á hvern mótorbát, en 4.r> á hvern róðrarbát.
II. Sjávaraflinn.
llesiiltals des pcchcs maritimes.
A. Þorskveiðarnar.
Hesullats de la póchc de la tnorue.
Skýrslurnar eru í sama sniði eins og næstu ár á undan. Fyrir
breytingum þeim, sem gerðar hafa verið á skýrslufyrirkomulaginu,
er gerð grein í Fiskiskýrsluin 1912, bls. 11 —12 og Fiskiskýrslum
1913, bls. 11* —12*. Samkvæmt nýrri upplýsingum hefur þó verið
nokkuð breytt hlulföllum þeim, sem skýrt er frá í Fiskiskýrslum
1912, milli þyngdar fiskjarins á mismunandi verkunarstigum og milli
tölu og þyngdar eins og skýrt er frá í Fiskiskýrslum 1915, bls. 9*.
3. yfirlit (bls. 10*) sýnir árangur þorskveiðanna á þilskip og
báta sjer í lagi og samtals árið 1916 samanborið við afla undan-
farandi ára. Vegna þess að fram til 1912 var aflinn einungis gefinn
upp í fiskatölu, er samanburðurinn í yfirlitinu bj'gður á fiskatöl-
unni og liefur því þilskipaaflanum árin 1912 —16 og því af báta-
aflanum 1913—16.sem gefið hefir verið upp í þyngd, verið breytt í
tölu eftir hlutföllum þeim, sem skýrt er frá í Fiskiskýrslum 1913,
bls. 11*—12‘, sbr. Fiskiskýrslur 1915, bls. 9*. Þó hefur kolinn, sem
aflaðist á botnvörpunga 1912—16 ekki verið tekinn með í yfirlitið,
því að líklegast þykir, að koli sá, sein aflast hefur undanfarin ár,
hafi að inestu eða öllu fallið úr skýrslum undanfarandi ára.
Árið 1916 nam afli sá, sem yfirlitið nær yfir, rúml. 25 miljón-
um fiska alls á þilskip og báta. Er það að tölu til rúml. lx/3 milj.
fiskum fleira heldur en aflaðist næsta ár á undan, árið 1915, og um
2J/s milj. fiskum fleira heldur en aflaðist að meðaltali næstu 5 árin
á undan, 1911—1915.
Bæði bátaaflinn og einkum þilskipaaflinn hafa verið meiri árið
1916 heldur en árið á undan. Bátaaflinn hefur þó aðeins verið álíka
og meðalafli næstu 5 áranna á undan, en aftur á móti hefur þil-
skipaaflinn verið miklu meiri en meðalafli þeirra ára.
i>