Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1932, Síða 14
10
Fiskiskýrslur 1930
II. Sjávaraflinn.
Resultats des péches maritimes.
A. Þorskveiðarnar.
Resuliais de la péche de la morue.
Um skýrslufyrirkomulagið sjá Fiskiskýrslur 1912, bls. 11- 12, Fiski-
skýrslur 1913, bls. 11 — 12* og Fiskiskýrslur 1915, bls. 9*.
4. yfirlit (bls. 11*) sýnir árangur þorskveiðanna á þilskip og báta
sér í lagi og samtals árið 1930 samanborið við afla undanfarandi ára.
Vegna þess að fram til 1912 var aflinn einungis gefinn upp í fiska-
*ölu, er samanburðurinn í yfirlitinu byggður á fiskatölunni og hefur því
þilskipaaflanum árin 1912—30 og því af bátaaflanum 1913—30, sem
gefið hefur verið upp í þyngd, verið breytt í tölu eftir hlutföllum þeim,
sem skýrt er frá í Fiskiskýrslum 1913, bls. 11*—12*, sbr. Fiskiskýrslur
1915, bls. 9*. Þó hefur kolinn, sem aflaðist á botnvörpunga 1912—30
ekki verið tekinn með í yfirlitið, enda þykir líklegast, að koli sá, sem
aflast hefur árin þar á undan, hafi að mestu eða öllu fallið úr skýrslum þá.
Arið 1930 hefur afli sá, sem yfirlitið nær yfir, orðið meiri en
nokkru sinni áður, 84^2 milj. fiska á þilskip og báta alls. Er það
rúml. 17 milj. fiskum meira en 1929, er aflinn varð mestur áður, en 22
milj. Nskum meira en meðalafli áranna 1926-30.
í 5. yfirliti (bls. 12*) er sýnd þyngd aflansárið 1930 miðað við nýjan
flattan fisk. Þilskipaaflanum, sem gefinn hefur verið upp í öðru ástandi,
hefur því verið breytt í nýjan fisk flattan og afhöfðaðan eftir þeim hlut-
fullum, sem skýrt er frá í Fiskiskýrslum 1915, bls. 9*. Nýi fiskurinn,
sem getið er um í skýrslum botnvörpunga, mun hvorki vera flattur né
afhöfðaður, og hefur honum því (að undanskildu heilagfiski, skötu og
öðrum fisktegundum) verið breytt í nýjan fisk flattan, með því að draga
þriðjung frá þyngd hans. Því af bátaaflanum, sem gefið hefur verið upp
í tölu, hefur einnig verið breytt i þyngd samkvæmt hlutföllum þeim, sem
tilfærð eru í Fiskiskýrslum 1913, bls. 11*—12*. í sambandi við hlutföllin
milli fullverkaðs fisks og nýs.
Þyngd aflans 1930 hefur þannig verið 195 milj. kg eða um 34 milj.
kg meiri heldur en árið 1929 og 41 milj. kg. meiri heldur en 1928.
Aflinn skiftist þannig hlutfallslega eftir þyngdinni niður á þilskipin og
bátana síðustu árin:
1926 1927 1928 1929 1930
Botnvörpuskip 46.1 % 52.6 % 47.6 % 38.7 o/o 37.3 o/o
0nnur skip 24.1 — 18.2 — 22.5 — 32.3 — 37.9 —
Mótorbátar (minni en Róðrarbátar 12 tonna) 20.6 — 9 2 — 22.4 — 6.8 — 24.7 — 5.2 — 27.2 — 1.8 — j 24.8 —
Samtals lOO.o °/o lOO.o % lOO.o o/o lOO.o % lOO.o o/o