Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1937, Side 11
Fiskiskýrslur 1935
9
Meðaltal skipverja á hverjuni l)át hcfui' verið:
Mólor- Róðrar- Mótor- Róðrar-
bátar bátar bátar biitar .
1930 ... . . . 4.3 3.o 1933 ... . . . 4.o 3.4
1931 ... 4.2 3.a 1934 ... 3.7
1932 ... 4.i 3.i 1935 ... . . . 4.i 3.f>
I töflu \T (hls. 34) er skýrsla uni veiðitíma bátanna. Sýnir hún,
að veiðitími mótorbátanna er yfirleitt lengri heldur en róðrarbátanna.
Algengasti veiðitimi mótorbáta er 1 4 mánuðir, en róðrarbáta 1—2
mánuðir.
II. Sjávaraflinn.
Resnlldts des péclies maritimes.
A. Þorskveiðar.
liesiilta'.s tlc la /léche dc la monic.
Um skýrslufyrirkomulagið sjá l’iskiskýrslur 1912, l)ls. 11—12, Fiski-
skýrslur 1913, hls. 11 12* og Fiskiskýrslur 1915, hls. 9*.
4. yfirlit (hls. 10) sýnir árangur þorskveiðanna á þilskip og báta
sór 1 lagi og samtals árið 1935 samanborið við afla undanfarandi ára.
Fram að 1912 var aflinn einungis gefinn upp í fiskatölu og er sam-
anburðurinn í yfirlitinu miðaður við það. Hefur því þilskipaaflanum árin
1912 -35 og því af bátaaflanum 1913—35, sem gefið hefur verið upp í
þyngd, verið breytt í tölu eltir hlutföllum þeim, sem skýrt er frá í Fiski-
skýrslum 1913, hls. 11*—12*, sbr. Fiskiskýrslur 1915, hls. 9*. Þó hefur
kolinn, sem aflaðist á botnvörpuna 1912—1935 ekki verið tekinn með í
vfirlitið, og líklegast þykir, að koli sá, sem aflast hefur árin þar á und-
an, hafi að mestu eða öllu fallið úr skýrslum j)á.
Arið 1935 hefur alli sá, sem yfirlitið nær yfir, orðið 54 milj. f i ska
á þilskip og báta alls. Iir það rúml. 14 milj. fiskum minna en 1934, en
J>að ár var l’iskatalan svi])uð eins og meðaltal áranna 1931 -35.
I 5. yfirliti (bls. 11) er sýnd ]>yngd aflans árið 1935 miðað við
nýjan flattan fisk. Þilskipaaflanu.m, sem gefinn hefur verið upp í öðru
ástandi hefur ])ví verið breytt í nýjan fisk flattan og afhöfðaðan eftir
þeim hlutföllum, sem skýrt er frá í Fiskiskýrslum 1915, hls. 9*. Nýi fisk-
urinn, sem getið er um i skýrslunum mun hvorki vera flatlur né afhöfð-
aður, og hefur honuin þvi (að undanskildu heilagfiski og skötu) verið breytt
í nýjan fisk flattan, með því að draga þriðjung frá þyngd hans. Því af
bátaaflanum, sem gefið hefur verið upp í tölu, hefur einnig verið breytt
í þyngd samkvæmt hlutföllum þeim, sem tilfærð eru í Fiskiskýrslum 1913,
bls. 11*—12*, í sambandi við hlutföllin milli fullverkaðs fisks og nýs.
2