Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Side 2
7.231 fasteign er í byggingu um
þessar mundir. Sumar framkvæmd-
ir hafa verið stöðvaðar eða hægt hef-
ur verið á þeim. Innflytjendur flytj-
ast unnvörpum af landi brott eins og
fram hefur komið í DV. Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnað-
arsambands Íslands, segir hundruð
iðnaðarmanna undirbúa brottflutn-
ing úr landi. Guðmundur Ólafsson
hagfræðingur segir að vaxtakjörin í
landinu muni leiða til þess að þjóð-
félaginu verði lokað. Auðbjörg Ólafs-
dóttir hjá Greiningu Glitnis segir allt
vinna gegn fasteignamarkaðinum
um þessar mundir. Formaður Hús-
eigendafélagsins segir þetta einung-
is vera lognið á undan storminum.
Fjárfestirinn Billy Kuta hefur íhugað
að kaupa fasteignir á Íslandi en seg-
ir að hann hafi komið of snemma í
partíið, líklegt sé að íslenski vetur-
inn verði langur.
13 prósent fasteigna í
byggingu eða til sölu
Af þeim 10.353 fasteignum sem
skráðar eru á sölu á landsvísu er
6.221 á höfuðborgarsvæðinu. Sam-
kvæmt tölum frá Fasteignamati rík-
isins er 7.231 fasteign í byggingu um
allt land. Inni í þessum tölum eru
einbýlishús, raðhús og fjölbýli. Fyr-
ir eru 132.834 eignir til á landinu.
Íbúðir og hús í byggingu á landsvísu
nú eru því 5,4 prósent af heildar-
fjölda þess húsnæðis sem fyrir er.
Á höfuðborgarsvæðinu er 4.281
íbúð, raðhús og einbýli í byggingu.
Heildarfjöldi eigna á höfuðborgar-
svæðinu er 81.818. Íbúðir og hús í
byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru
5,2 prósent af heildarfjölda þeirra
heimila sem fyrir eru. Það eru því
17.584 fasteignir í byggingu eða til
sölu í landinu en það eru 13,2 pró-
sent allra fasteigna.
Útlitið dökkt
Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur segir húsnæðismarkaðinn
vera í klessu. „Við þessa vaxtabreyt-
ingu er það að gerast að fyrirtæki
sem ætluðu ekki að segja upp eru
farin að segja upp. Þessi vaxtakjör
munu bara leiða til þess að þjóðfé-
laginu verði lokað,“ segir hann. Guð-
mundur segir ljóst að húsnæðisverð
muni lækka á næstunni rétt eins og
leiguverð.
„Þessi vaxtahækkun þýðir bara
að verðgildi eignanna mun minnka,“
segir hann og bætir því við að ljóst sé
að hagur almennings og fyrirtækja
í landinu muni versna stórkostlega
á næstu vikum og mánuðum og því
verði sífellt minni eftirspurn eftir
húsnæði. Aðspurður um þann mikla
fjölda íbúða sem er í byggingu og
á sölu segir hann útlitið vera mjög
dökkt fyrir þá sem eiga nýjar íbúðir.
Iðnaðarmenn flýja
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, segir það vera klárt mál að
ekki sé hægt að reka fyrirtæki í þessu
umhverfi. „Hundruð iðnaðarmanna
hafa þegar hafið undirbúning þess
að flytja úr landi,“ segir Guðmundur
sem segist ekki geta annað en verið
svartsýnn á stöðuna eins og hún er
í dag. Hann segir útlit fyrir að mörg
fyrirtæki í landinu muni hrynja til
grunna.
Guðmundur segir trúverðugleika
stjórnmálamanna minnka dag frá
degi sé litið til ummæla þeirra und-
anfarna daga. „Þetta er skelfilegur
andskoti,“ segir hann og bætir því við
að staðan nú sé í líkingu við ástandið
í kringum 1970 þegar helmingur iðn-
aðarmanna fluttist til Norðurland-
anna. „Hringinn í kringum stjórn
Seðlabankans liggja íslensk fyrirtæki
og fólk í valnum,“ segir Guðmundur
og bætir því við að útlit sé fyrir að at-
vinnulífið muni sökkva enn dýpra.
Langur vetur
Kanadamaðurinn Billy Kuta starf-
ar fyrir fjárfestingarbanka þar í landi.
Hann er einn þeirra sem hafa komið
hingað til lands eftir hrun fjármála-
kerfisins til þess að skoða möguleika
á að kaupa fasteignir á Íslandi. „Ég
talaði við nokkra prófessora á mánu-
daginn í Háskólanum í Reykjavík
og talaði einnig við fólk hjá Auður
Capital. Það staðfesti grun minn um
að það væri gríðarlegt offramboð
af fasteignum á Íslandi í dag,“ segir
hann. Hann segir í raun ótrúlegt að
ganga um Reykjavík, úti um allt séu
byggingarkranar en aðeins nokkrir
þeirra í notkun. Allt sé frosið.
Mikið af þessu hafi verið byggt
upp með lánum sem verktakarnir
geti líklegast ekki borgað upp núna.
„Ég held að þetta geti orðið langur
vetur á Íslandi. Kannski ferðaþjón-
ustan blási lífi í efnahagslífið næsta
sumar,“ segir Billy sem segist vera
hræddur um að ungt og menntað
fólk muni yfirgefa landið. Hann seg-
ir að líklegt sé að hann hafi komið of
snemma í partíið. Innflytjendur séu
að yfirgefa landið, margir Íslending-
ar sem hann hafi hitt íhugi að flytja
af landi brott. Fasteignaverð eigi því
eftir að lækka mun meira áður en
hann kaupi hér á landi.
25 til 45 prósenta hækkun
Auðbjörg Ólafsdóttir hjá Grein-
ingu Glitnis segir ljóst að ástandið í
dag sé eins erfitt og það geti orðið.
„Það er ekkert sem vinnur með fast-
eignamarkaðinum um þessar mund-
ir. Það er allt sem vinnur á móti hon-
um,“ segir hún. Auðbjörg segir ljóst
að það verði allavega 20 prósenta
lækkun á raunvirði fasteigna á þessu
ári. Ljóst er að í þeim löndum sem
hafa farið í gegnum svipaða
krísu og Ísland gengur
nú í gegnum hef-
ur fasteignaverð
lækkað um 25
til 70 prósent.
Mest varð
lækkunin í
Asíulönd-
unum en Auðbjörg telur ólíklegt að
verð fasteigna muni falla svo mik-
ið hér. Líklegra er að þróunin verði
svipuð og í kjölfar bankakreppunnar
á Norðurlöndum þar sem verð lækk-
aði um á bilinu 25 til 45 prósent.
„Það er gefið að reynslan verður
ekkert öðruvísi hér,“ segir Auðbjörg.
Hún segir þó að ástæða sé til að vona
að stjórnvöld komi með einhver inn-
grip til þess að koma í veg fyrir stór-
felldar lækkanir fasteignaverðs.
Lognið á undan storminum
Sigurður Helgi Guðjónsson, for-
maður Húseigendafélagsins, segist
ekki vita hvert stefnir. „Þetta er logn-
ið á undan storminum, það er lítið
að gerast og fasteignaeigendur finna
lítið fyrir hörmungunum, en það er
ólga allt í kring,“ segir Sigurður.
Hann segist lengi
hafa verið eins
og hrópand-
inn í eyði-
mörkinni
sem varaði
við fast-
eigna-
verðból-
unni.
Nú
megi
búast við því að bólan hleypi hress-
ilega úr sér og verðið muni lækka
verulega. Ef verðið lækkar niður fyrir
veð þeirra sem skulda, þá muni fjara
undan veðunum. Lánin hækka og
hækka og verðið lækkar og lækkar
og þá verður hvorki hægt að selja né
eiga. „Fólk festist í skulda- og eigna-
fjötrum. Þá situr það uppi með skuld
og enga eign. Þá er ekki gaman að
vera til,“ segir Sigurður.
Nú er verðbólgan 16 prósent og
hefur það í för með sér að innlend
fasteignalán hækka í sama hlutfalli,
á sama tíma og virði eignanna lækk-
ar.
Ástæða til að hafa áhyggjur
„Þetta er
ekki glæsi-
legt útlit,
finnst
mér. Án
þess að
maður
vilji
vera
með
mánudagur 3. nóvember 20082 Fréttir
neytendur
fimmtudagur 17. janúar 200810
Neytendur DV
neytendur@dv.is umsjón: Ásdís Björg jóhannesdóttir
Góður
kjúklingur
í Nóatúni
„Ég og kærastan mín keyptum
heilan grillaðan kjúkling í
nóatúni í grafarholti um daginn
og við vorum mjög ánægð með
hann. Við keyptum spínat með
og þetta var ekki eins dýrt og ég
hélt og bragðaðist líka alveg
frábærlega. Við vorum mjög
ánægð með þetta og þetta var í
fyrsta skipti sem við keyptum
heilan kjúkling og svo er líka
hægt að nýta sér afgangana
daginn eftir,“ segir Curver
thoroddsen tónlistarmaður.
Elda stóran
skammt og
frysta
Á nýju ári fara flestir að spá í
budduna og hvernig hægt er að
komast til móts við hana eftir
velmegun jólanna. matarkostn-
aður er oft stór hluti af
útgjöldum heimilisins.
útivinnandi fólk þarf oft að bæta
við kostnaði við hádegisverð.
gott ráð við því er að elda mat
sem hægt er að frysta. Það gæti
til dæmis verið lasagna,
grænmetisréttur, eða kjötpott-
réttur. Þetta eru matartegundir
sem gott er að skipta niður í
smærri einingar og setja í plast-
eða álbox. Þarna er hægt að fá
vikuskammt af hádegismat til að
taka með sér í vinnuna.
Lastið fá íslenskir bankar og
sparisjóðir, sem þrátt fyrir
samkeppni rukka ennþá
seðilgjöld, útprentunargjöld og
fit-kostnað, í skjóli úreltra laga
sem nú á loksins að breyta.
neytendur, viðskiptavinir
bankanna, hefðu getað gert ráð
fyrir því að frjáls samkeppni og
einkavæðing bankanna myndi
sjálfkrafa koma þeim til
nútímalegra viðskiptahátta, en
nú er ljóst að þörf var á pólitísku
inngripi.
Ástæða er til þess að bera lof á
indverska veitingastaðinn
Shalimar í austurstræti. Þar er
hægt að fá raunverulegan
indverskan mat á þægilegu verði.
Ef fólk passar sig á því að halda
sig við rétti dagsins er hægt að
snæða dægilegan indverskan
mat á verði sem er sambærilegt
við það sem skyndibiti kostar hér
á landi. annað er reyndar uppi á
teningnum ef annað er pantað á
matseðlinum, sem kannski er
bara sanngjarnt.
lastið
lofið
Betra að Bíða
Ásdís Kristjánsdóttir,
greiningardeild Kaupþings
Jón Bjarki Bentsson,
greiningu glitnis
Kristrún T. Gunnarsdóttir,
greiningardeild Landsbankans
Lækkar að raunvirði
Er þetta góður tími til að kaupa sér íbúð?
„Já og nei. Það er erfitt að meta það. Það fer al-
farið eftir aðstæðum fólks. Að okkar mati er kóln-
un hafin á fasteignamarkaði sem meðal annars
endurspeglast í minnkandi veltu á fasteigna-
markaði. Erfiðara aðgengi að lánsfé og háir vextir
eru þeir þættir sem einkum hafa dregið úr um-
svifum á fasteignamarkaði. Við gerum þó ekki
endilega ráð fyrir nafnvirðislækkun á árinu. Hins
vegar getur svo farið að eignir í ákveðnum hverf-
um á höfuðborgarsvæðinu gætu lækkað að nafn-
virði. Að okkar mati mun markaðurinn þó ekki
halda í við verðbólgu og íbúðaverð gæti því lækk-
að að raunvirði á þessu ári.“
Hvernig hefur lækkun á fasteignamark-
aði áhrif á þá sem keypt hafa á háum
lánum?
„Verðtryggð lán eru algengustu form íbúðalána
hér á landi, um 70 prósent af skuldum heimila
eru til að mynda verðtryggð lán. Þegar verðbólga
mælist hækkar höfuðstóllinn á slíkum lánum
en á síðustu misserum hefur talsverð verðbólga
mælst hér á landi. Þrátt fyrir að höfuðstóllinn
hækki breytist greiðslubyrði slíkra lána ekki mik-
ið þar sem hún dreifist yfir langan tíma. Ef verð
eignar lækkar að nafnvirði, þá getur það gerst að
höfuðstóll láns mælist hærri en markaðsverðið.
Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs vegur þó
mjög þungt, eða um 20%, því hefur lækkandi hús-
næðisverð að sama skapi áhrif til að draga úr verð-
bólgunni.“
Hvar er líklegast að húsnæðisverð haldist
og hvar er lækkun líklegust?
„Almennt er það í þeim hverfum þar sem mest
er framboðið sem verð lækkar fyrst en þetta eru
oft hverfi á jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem
ný hverfi eru að rísa. Að sama skapi er gjarnan
minna framboð af eignum nær miðkjarna og af
þeim sökum eru þau svæði líklegust til að standa
í stað og jafnvel halda áfram að hækka í verði.“
Betra að bíða
Er þetta góður tími til að kaupa sér íbúð?
„Samkvæmt spá okkar er verð á fasteigna-
markaði nú nálægt tímabundnu hámarki. Vís-
bendingar eru um að verðlækkanir séu fram
undan en við spáum um 9 prósenta lækkun fast-
eignaverðs á þessu ári. Það er samt aðeins hluti
af hækkun síðasta árs svo það er alls ekki hægt
að tala um verðhrun. Hvað varðar lánskjör hafa
vextir hækkað mikið frá því í sumar og það er því
ekki eins hagstætt að taka íbúðalán í dag og þeg-
ar vextir voru í lágmarki fyrir tveimur árum. Ég
myndi því segja við þá sem eru í kauphugleiðing-
um að eins og staðan er í dag sé mögulega betra
að bíða og sjá hver þróunin verður á næstunni.“
Hefur lækkun á fasteignamarkaði áhrif á
þá sem keypt hafa á háum lánum að
undanförnu?
„Möguleg lækkun fasteignaverðs er í sjálfu
sér ekki vandamál nema viðkomandi neyðist
til að selja íbúðina og innleysa þar með það tap
sem hefur orðið. Ef íbúðareigandinn ræður við
afborganir lánanna býr hann áfram í íbúðinni
og tapið kemur ekki fram. En það eru helst þeir
sem keypt hafa á allra síðustu mánuðum eða eru
mjög skuldsettir sem finna fyrir því að verð íbúða
lækki. Húsnæði þeirra sem keyptu síðastliðið vor
eða enn fyrr hefur hækkað mikið að undanförnu
og lækkunin myndi þá bara koma á móti þeim
hækkunum, þeir væru því ennþá í plús þrátt fyr-
ir allt.“
Hvar er líklegast að húsnæðisverð haldist
og hvar er lækkun líklegust?
„Við erum ekki með neina sundurliðaða spá
fyrir einstök hverfi en það má búast við því að
lækkunin eigi eftir að verða nokkuð ójöfn. Sér-
býli og stórar eignir munu líklegast lækka mest
auk þess sem íbúðir á jaðarsvæðum gætu lækkað
meira en íbúðir miðsvæðis. Sérbýli hafa hækk-
að meira en fjölbýli að undanförnu og það er því
meira svigrúm til lækkana þar.“
ekki stökkva til og kaupa
Er þetta góður tími til að kaupa sér íbúð?
„Það er erfitt að segja til um það, það fer eft-
ir aðstæðum hvers og eins. Sýnin á markaðinn
sýnir stöðnun og þá er engin ástæða til að óttast.
Ég mæli samt ekki með því að fólk stökkvi til og
kaupi íbúð bara til þess eins að kaupa. Horfurn-
ar eru samt ekki slæmar. Við spáum ekki nafn-
virðislækkun þó að hækkunin milli ára verði að
jafnaði sjö prósent, sem er mikil breyting frá síð-
ustu árum. Það verður lítils háttar hækkun en svo
lækkun eftir það. Það lítur út fyrir að markaður-
inn eigi eftir að standa í stað.“
Hefur lækkun á fasteignamarkaði áhrif á
þá sem keypt hafa á háum lánum að
undanförnu?
„Nei, það eru litlar líkur á því að það gerist
hérna og núna. Við búum við þá stöðu sem gerir
fasteignamarkaðinn okkar til dæmis sterkari en
annarra, öfugt við Bandaríkin og Bretland. Þar
voru margir sem keyptu til að reyna að græða
á. Það orsakaði að lánað var til þeirra sem ekki
höfðu svo greiðslugetu og varð til þess að mark-
aðurinn veiktist. Hér er um annað að ræða, hægt
var á útlánum árið 2006 til húsnæðiskaupa og
reglur þrengdar og það kemur sér vel núna. Það
eru sárafáir held ég sem yrðu í þeirri stöðu að
skulda meira en þeir eiga.“
Hvar er líklegast að húsnæðisverð haldist
og hvar er lækkun líklegust?
„Það mun lækka meira í úthverfunum. Mið-
bærinn er tregur til lækkunar. Séð í niðursveifl-
um eru það helst hverfi eins og Grafarholt þar
sem stóð mikið af fullbyggðum húsum sem voru
of dýr sem lækkuðu síðan fyrst í verði.“
Vefur fyrir neytendur
Vakin er athygli á vef neytendasamtakanna. Þar er brunnur upplýsinga um
alls kyns málefni. meðal efnisflokka eru helstu lög og reglur sem gilda á
neytendasviði, verðkannanir, bréf frá neytendum og athuganir á
matvælum. Þar er einnig hlekkjasafn á langflesta vefi í reykjavík sem
snerta hagsmuni almennings og nöfn og símanúmer stjórnenda þurfi
einstaklingar að leita sér aðstoðar. Slóðin er: http://www.ns.is.
NeytaNdiNN
DV Neytendur
fimmtudagur 17. janúar 2008 11
í
þróun ÍBÚÐAVErÐS Á HÖFuÐBOrGArSVÆÐInu
- FrÁ jAnÚAr 1998 tIl dESEmBEr 2007
Fjölbýli
Sérbýli
400
350
300
250
200
150
100
50
jan. 1998 jan. 1999 jan. 2000 jan. 2001 jan. 2002 jan. 2003 jan. 2004 jan. 2005 jan. 2006 des. 2007
Grétar jónasson
„Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu
íbúð í dag þurfa vissulega á aðstoð
að halda,“ segir Grétar Jónasson,
framkvæmdastjóri Félags fasteigna-
sala, um hvort hagstætt sé að kaupa
íbúð eins og markaðurinn stend-
ur í dag. „Félagsmálaráðherra er að
vinna í því að finna úrbætur fyrir þá
sem eru tekjulágir eða vilja kaupa
sína fyrstu íbúð,“ bætir hann við og
segir að ástæðan sé miklar hækkan-
ir á undanförnum árum. Hann mælir
með að fólk bíði og sjái hvað stjórn-
völd gera.
Bjartsýnar spár
Lækkandi verðbólga, góðar at-
vinnuhorfur og jákvætt efnahagslíf
telur Grétar vera fram undan. Hann
telur niðursveiflur ekki verða miklar
og segist ekki hafa orðið var við að
íbúðaverð hafi farið lækkandi. Hins
vegar hafi dregið verulega úr hækk-
unum. „Ég finn fyrir smá jafnvægi
en það eru undantekningar ef íbúðir
eru að lækka eitthvað. Það eru ákveð-
in svæði sem eru að lækka. Það eru
íbúðir á jaðarsvæðum þar sem fólk
keypti íbúðir dýru verði. Þær íbúðir
gætu lækkað hvað mest á næstunni.
Á grónum svæðum og miðsvæð-
is gætu íbúðir hækkað örlítið. Þetta
er að verða svipað og í stórborgum
erlendis að íbúðir miðsvæðis séu
þrisvar sinnum dýrari en í úthverf-
um,“ segir Grétar og bætir því við að
hann sjái hrun ekki í kortunum.
láglaunafólk í klípu
„Það verður þungur baggi að bera
fyrir þetta unga fólk, sem er að hugsa
sér að kaupa íbúð, að taka lán. Ég segi
að það eigi að bíða um tíma,“ segir
Grétar enn fremur. Hann er handviss
um að sú ákvörðun sem félagsmála-
ráðherra tekur hafi áhrif á framgang
mála á næsta ári. Margt fólk leitar til
hans um ráð varðandi íbúðarkaup og
ráðleggur hann því hið sama. „Það er
margt sem stjórnvöld gætu gert, til
dæmis hafa lægri vexti fyrstu fimm
árin eða lægri vexti ef maður er að
kaupa sína fyrstu íbúð. Ég hef trú á
Jóhönnu Sigurðardóttur og að hún
eigi eftir að bæta stöðu láglaunafólks
svo það fái þak yfir höfuðið,“ segir
Grétar.
Komið til móts við fólk
Grétar segir frá því að fyrir um
fimmtán árum voru rýmri kjör fyr-
ir fólk sem var að kaupa sínu fyrstu
íbúð. Fólk fékk til að mynda við-
bótarlán á lægri vöxtum. Húsnæð-
ismál hafa verið skilgreind sem eitt
af því sem var fólki lífsnauðsynlegt.
„Grunnþættir þjóðfélagsins eru þeir
að fólk eigi að geta fengið mennt-
un, heilbrigðismál séu í lagi og allir
eiga að geta eignast þak yfir höfuð-
ið. Þessir hópar hafa fengið aðstoð
í gegnum tíðina en slíkt er ekki fyr-
ir hendi í dag. Stjórnvöld hafa sé
um þetta og er ég nú spenntur að
sjá hvernig þau bregðast við þeim
vanda að lágtekjufók og ungt fólk
geti hreinlega ekki keypt sér íbúð,“
segir Grétar að lokum.
„Það verður �un��
ur �a���� að �era �yr��r
�etta un�a �ólk, sem er
að hu�sa sér að kaupa
í�úð, að taka lán.“
Grétar jónasson Vongóður
um að láglaunafólk og ungt fólk
fái aðstoð við íbúðakaup.
ÁSdÍS BjÖrG jóHAnnESdóttIr
blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is
Ekki kaupa strax
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Fimmtudagur 27. mars 2008 dagblaðið vísir 56. tbl. – 98. árg. – ver
ð kr. 295
besta rannsóknarblaðamennska ársins
„Reynið eftiR fRemsta megni að bíða,“ segiR foRmaðuR neytenda:
Jón vill
reka
Davíð
Þið tapið
milljónum
á íbúðinni
fréttir
>> Íslenskur læknir lumar á beinagrind sem
honum áskotnaðist fyrir mörgum árum eftir
að hundurinn hans hafði fundið til eitt og eitt
bein. Hann segir hana hluta af fjölskyldunni
og hefur meðal annars notað hana til að
hræða börnin sín þegar þau hafa verið óþæg.
Skrifar
bók
á biðlaunum
Verktakar bjóða 95% lán
fyrirsjáanlegt tap gríðarlegt
fókuSdV Sport
5 milljóna tap
læknir agar
börn með
beinagrind
>> Ólafur Jóhannesson
landsliðsþjálfari boðaði
mikinn varnarleik þegar
hann tók við starfinu.
Hann stóð svo sannar-
lega við stóru orðin í gær
þegar Ísland lagði
Slóvakíu ytra 2-1. Íslenska
liðið varðist af kappi og
uppskar eftir því. Gunnar
Heiðar Þorvaldsson og
Eiður Smári Guðjohnsen
skoruðu mörk Íslands með
skömmu millibili.
íSlenSkur
Sigur
fimmtudagur 27. mars 20084
Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Hræ á faraldsfæti
Tíu metra langan hnúfubaks-
tarf hefur rekið aftur á land á
Garðskaga á Reykjanesi eftir að
hafa komið við á sömu fjöru í
byrjun febrúar samkvæmt frétta-
vef Víkurfrétta. Hnúfubakurinn
hvarf um tíma eftir að hafa rek-
ið fyrst á land en kom nú aftur
og rak þá upp á fjöru mun nær
Garðskagavita en áður. Hræið er
orðið mjög kæst og illa lyktandi
og því nærliggjandi íbúum til
ama. Ekki er ljóst hvað skal gera
við hræið en hugmyndir hafa
komið upp um að brenna það.
Hafnfirðingar
í hraðakstri
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu myndaði hraðaksturs-
brot 16 ökumanna á Hvannavöll-
um í Hafnarfirði í gær. Á einni
klukkustund, eftir hádegi, fór 31
ökutæki þessa akstursleið og því
ók meirihluti ökumanna, eða rétt
rúmlega helmingur, of hratt eða
yfir afskiptahraða. Meðalhraði
hinna brotlegu var 49 kílómetrar
á klukkustund en hámarkshraði
er 30 kílómetra hraði. Sá sem
hraðast ók var á 68 kílómetra
hraða eða rúmlega helmingi
meiri hraða en leyfilegt er.
TAPA
milljónum
á ÍBÚÐ
„Við þá sem eru að íhuga fasteigna-
kaup segi ég: Reynið þið að bíða svo
fremi sem mögulegt er,“ segir Jóhann-
es Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna. „Auðvitað eru þetta
ekki skemmtilegar ráðleggingar til
fólks sem býr við þröngan kost og er
jafnvel inni hjá foreldrum. Ég held
hins vegar að þetta sé það eina rétta í
stöðunni,“ segir hann.
Greiningardeildir bankanna spá
því að húsnæðisverð lækki um allt
að 9 prósent á árinu. Krónan veikist,
verðbólgan er á hraðri leið upp á við
og ofan á allt saman hafa viðskipta-
bankarnir nánast lokað á húsnæðis-
lán. Líkt og áður þegar harðnar í ári
fara verktakar og byggingafélögin
sjálf að bjóða lán til húsnæðiskaupa.
Bankarnir loka á viðskiptavini
Lán sem nú fást hjá Íbúðalána-
sjóði nema mest 18 milljónum króna.
Því fer fjarri að sú upphæð dugi til
kaupa á íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Viðskiptabankarnir halda sífellt nær
að sér höndum og því væri flestum
ómögulegt að koma inn á húsnæð-
ismarkaðinn ef ekki væri fyrir aðra
lánadrottna. Það er þó aðeins á færi
stórra og traustra byggingaverktaka
að bjóða lán.
Samkvæmt upplýsingum frá Fast-
eignastofunni býður Byggingafélag-
ið Mótás viðskiptavinum sínum upp
á allt að átta milljóna króna lán sem
þá er til viðbótar við upphæðina frá
Íbúðalánasjóði. Í meðfylgjandi dæmi
er miðað við þriggja herbergja íbúð í
Lónshverfi Hafnarfjarðar. Þeir vextir
sem Mótás býður eru svipaðir þeim
sem fengjust hjá viðskiptabönkun-
um, ef þeir aðeins veittu lánin. Hjá
Glitni eru fastir vextir á húsnæðis-
lánum nú 6,5 prósent, hjá Kaupþingi
6,4 prósent og 6,3 prósent hjá
Landsbankanum.
Blindað af
góðærinu
DV leit-
aði fanga hjá
fasteignasöl-
um sem segj-
ast enn ekki
finna fyrir því
að fólk haldi að
sér höndum við
íbúðakaup. Hjá
Íbúðalánasjóði
hefur ekki orðið
vart við að fólk kaupi
í minna mæli. Frá
áramótum
virðist
hins vegar sem almenningur sé
meðvitaðri um þá alvöru sem
fylgir húsnæðiskaupum og
leitar fólk nú meira ráða
hjá Íbúðalánasjóði í stað
þess að kaupa án mikill-
ar umhugsunar, nánast
blindað af góðærinu.
Þeir sem þegar eiga
íbúð finna minnst fyrir
þeirri stöðu sem kom-
in er upp í dag. Það er
unga fólkið sem líð-
ur fyrir það ófremdar-
ástand sem ríkir hér á
landi í
efnahagsmálum. Greiningardeild-
ir viðskiptabankanna hafa bent á að
fasteignaverð hafi sigið lítillega að
undanförnu og að teikn séu á lofti
um að það lækki enn frekar á næst-
unni.
Húsnæðiskaup eru munaður
Jóhannes Gunnarsson varar unga
fólkið sérstaklega við íbúðarkaup-
um: „Það er gríðarlega stórt skref að
kaupa húsnæði. Fólk leggur aleiguna
undir og setur sig í gífurlegar skuld-
ir. Ungt fólk í dag getur ekki veitt sér
þann munað, sem ég verð að kalla í
dag, að kaupa sér þak yfir höfuðið,“
segir hann.
Leigumarkaðurinn er þó lítið
skárri þar sem himinháa leigu
þarf að borga fyrir örsmáar
kytrur. „Ef ég hefði töfra-
lausnina myndi ég ekki
hika við að gefa hana
upp. Ég get hins vegar
ekki gefið fólki nein ráð
nema bíða,“ segir Jó-
hannes.
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Ungt fólk í dag get-
ur ekki veitt sér þann
munað, sem ég verð að
kalla í dag, að kaupa
sér þak yfir höfuðið.“
Íbúðalán
Við lántöku Eftir 12 mánuði
Íbúðalánasjóður 18 milljónir* 19,31 milljónir
Byggingaaðili 8 milljónir** 9,14 milljónir
alls 26 milljónir 28,45 milljónir
Hækkun á láni 2,45 milljónir
*5,75% VExtir Hjá ÍBúðalánasjóði án uppgrEiðslugjalds
**6,3% VExtir Hjá Byggingafélaginu mótás.
8% VErðBólga á árinu Er Viðmið Í Báðum dæmum
Íbúðarverð í mars 2008 27 milljónir
96% lán 26 milljónir
Eigið fé 1 milljón
Verðgildi íbúðar í mars 2009*** 24,57 milljónir
skuldir umfram verðgildi á 12 mánuðum 1,43 milljónir
tap vegna kaupanna (Hækkun á láni + skuldir umfram verðgildi) 3,88 milljónir
*** miðað Við spá grEiningadEilda um 9% lækkun fastEignaVErðs
ófremdarástand jóhannes gunnarsson hvetur fólk
til að bíða með íbúðakaup. Það ófremdarástand sem
ríkir í efnahagsmálum á Íslandi gera ungu fólki
ómögulegt aðö koma inn á húsnæðismarkaðinn.
Þurfa að losna við húsin til að standa ekki uppi
með tómar og óseldar nýbyggingar bjóða bygginga-
verktakar sjálfir húsakaupendum lán til kaupanna
þar sem bankarnir hafa lokað á slík lán að mestu.
400
350
300
250
200
150
2004
ágúst
2005
ágúst
2006
ágúst
2007
ágúst
2008
febrúar
Hækkun HúsnæðisvErðs
á HöfuðBorgarsvæðinu
- frá ágúst 2004 fram í febrúar 2008
vElta á fastEigna-
markaði
síðustu 26 vikur
náttúruminjar
fjarlægðar
Náttúrugripasafnið við
Hlemmtorg í Reykjavík, sýning-
arsafn Náttúrufræðistofnunar
Íslands, lokar endanlega þann 1.
apríl næstkomandi. Fyrir tæpu
ári tóku í gildi lög um Náttúru-
minjasafn Íslands og lauk þar
með hlutverki Náttúrugripa-
safnsins. Nú eru því síðustu for-
vöð að sjá minjarnar áður en þær
verða fjarlægðar og er aðgangur
ókeypis. Náttúrufræðistofnun
flytur á næsta ári í nýtt húsnæði í
Urriðaholti í Garðabæ. Náttúru-
gripa- og heimildasöfn stofnun-
arinnar flytja þangað sömuleiðis
en ekki er gert ráð fyrir sýning-
arsölum í húsnæðinu í samræmi
við fyrrnefnda lagasetningu.
Kartaflan alltaf
vinsæl
Íslenska kartaflan er í sókn
að mati Landssambands kart-
öflubænda. Af því tilefni gefur
sambandið út uppskrifta-
bækling með margvíslegum
réttum þar sem jarðeplin leika
lykilhlutverk. Bæklingurinn
mun liggja frammi í matvöru-
verslunum án endurgjalds
fyrir þá sem vilja kynnast
nýjum hliðum á kartöflunni.
Í bæklingnum verður meðal
annars hægt að finna upp-
skriftir að saltfiskrétti, hum-
arsúpu, gerbrauði, fjalla-
grasabrauði, kartöfluböku,
kanilköku, súkkulaðiköku,
skyrköku og konfekti.
Virði 20 milljóna króna húsnæðis
kemur til með að lækka um 1 millj-
ón króna á næstu tólf mánuðum
gangi spá Seðlabanka Íslands eft-
ir. Virði þessa sama húsnæðis mun
aftur á móti lækka um 3,4 milljón-
ir króna fram til ársins 2010 sam-
kvæmt spá bankans.
Ef tekið er mið af verðlagsþró-
un næstu ára, mun virði þessa hús-
næðis hins vegar lækka um 3 millj-
ónir króna á þessu ári en um heilar
6 milljónir króna til ársins 2010,
samkvæmt spá bankans. Þetta
má einnig segja sem svo að kaup-
máttur húsnæðisins gagnvart ann-
arri vöru og þjónustu minnki sem
nemur fyrrgreindum upphæðum. Í
þessu dæmi er miðað við 100 pró-
senta samsett lán Íbúðalánasjóðs
og Sparisjóðsins.
Erfitt fyrir lántakendur
Þessi þróun mun reynast sér-
staklega erfið fyrir þá sem hafa
keypt húsnæði á lánum og standa
þá frammi fyrir því að virði þess
lækkar snarlega. Ásta S. Helga-
dóttir, forstöðumaður Ráðgjafar-
stofu um fjármál heimilanna, seg-
ir ljóst að ýmsir muni standa illa ef
spá Seðlabankans muni ganga eftir.
„Þetta eru slæm tíðindi sem koma
fram í spánni og væri vonandi að
hún rætist ekki. Ég trúi því ekki að
þetta muni rætast. Húsnæðið er
hverri fjölskyldu lífsnauðsynlegt og
mjög bagalegt ef skuldirnar standa
einar eftir,“ segir Ásta.
Ef tekið er mið af fjölskyldunni
sem hefur í huga að fjárfesta í 20
milljóna króna íbúð nú samkvæmt
fyrrgreindum forsendum má gera
ráð fyrir að árlegt tap fjölskyldunn-
ar verði rétt rúmar 2 milljónir króna
á ári næstu þrjú árin. Á meðan höf-
uðstóll lánsins hækkar um rúmar
2 miljónir króna, lækkar virði hús-
næðisins um 3,4 milljónir króna.
Yfirveðsett heimili
Ásta segir þetta geta haft í för
með sér að eignir verði yfirveðsettar
sem kemur sér einstaklega illa fyr-
ir þá sem vilji selja eignir sínar eða
taka lán. „Þetta kemur í alla staði illa
út, þar sem sparnaður Íslendinga er
að miklu leyti fólginn í fasteign-
um. Þegar húsnæðisverðið lækk-
ar getur fjölskyldan svo stað-
ið uppi með að skuld sem
hvílir á fasteigninni
sé hærri en virði þess,“ segir Ásta.
Aðspurð hvort þessi spá Seðla-
bankans muni halda aftur af hús-
næðiskaupendum næstu árin, á
meðan beðið er eftir hvort verð-
lækkunin gangi eftir, segir Ásta spá
bankans hljóta að hafa áhrif í þessu
sambandi. „Það verður hver og einn
að taka sjálfstæða ákvörðun. Svo ber
að geta þess að bankarnir hafa dreg-
ið verulega úr útlánum og allt hefur
þetta samverkandi áhrif,“ segir Ásta.
Ekki á rökum reist
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, er ósam-
mála spá Seðlabankans og
og telur að hún muni ekki
ganga eftir. „Ég tel spána
ekki á nægum rökum reista,
í henni kemur líka fram að
það sé mikil
óvissa í henni.
Það er ljóst að
það hefur hægst um
á markaðinum, en það
skýrist af minna aðgengi
kaupenda að lánsfjár-
magni. Það vantar ekki áhuga hjá
fólki á kaupum en vextir eru háir og
fólk ígrundar vel sína stöðu. Mér
þykir óvarlegt að ætla að grípa inn
í markaðinn með þessum hætti og
stöðva hjólin með hræðsluáróðri,“
segir Ingibjörg.
Aðspurð hvers vegna hún telji
að spá Seðlabankans gangi ekki eft-
ir, segir Ingibjörg vanta rökstuðning
í spána og segir hana einkennast
af einföldun á markaðinum. „Við-
skiptabankarnir sjálfir reikna ekki
með þetta mikilli lækkunarsveiflu
og er frekar raunhæft að tala um að
húsnæðisverð standi í stað en að
það lækki,“ segir Ingibjörg og seg-
ir offramboð á fasteignum ekki til
staðar.
90 prósenta lán
Eins og DV hefur greint frá er
talið að vaxtabyrði á meðalheim-
ili á Íslandi sé um og yfir 10 pró-
sentum og hefur hækkun fasteigna-
verðs á síðustu árum
reynst sérstaklega erfið fyrir yngstu
húsnæðiskaupendurna. Hefur Jak-
ob Hrafnsson, formaður Sambands
ungra framsóknarmanna, meðal
annars talað fyrir því að lánastefna
Íbúðalánasjóðs verði endurskoðuð
og hvort bjóða skuli upp á 90 pró-
senta lán til fyrstu húsnæðiskaupa.
Undir þetta sjónarmið tekur
Ingibjörg. „Almenningur þarf að
eiga möguleika á því að eignast
þak yfir höfuðið. Núna kemur í ljós
hversu mikilvægur sjóðurinn er al-
menningi í landinu, þar sem bank-
arnir eru undir stýrivaxtaokri og
eiga þess ekki kost að lána á öðrum
kjörum en þeim sem hafa verið í
boði,“ segir Ingibjörg.
Vísitala fasteignaverðs hefur
nú þegar lækkað um rúmt prósent
miðað við það sem hún var nú um
áramót, sem telst sú lækkun telst
þó vart marktæk enn sem komið er.
Þinglýstum kaupsamningum hefur
þó fækkað mikið frá því um áramót
og voru þeir 76 talsins í mars.
þriðjudagur 15. apríl 20082
Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Kærir ekki
nauðgun
Í DV í gær var sagt frá því að
sautján ára stúlka hefði leitað
til lögreglu vegna nauðgunar á
salerni skemmtistaðarins Trix.
Í framhaldi af því var farið með
stúlkuna á neyðarmóttöku fyrir
fórnarlömb
nauðgana.
Jóhannes
Jensson,
yfirmaður
rannsókn-
ardeildar
lögreglunn-
ar á Suð-
urnesjum,
segir stúlk-
una ekki hafa lagt fram kæru og
því sé málinu lokið af hálfu lög-
reglunnar: „Það er ógerlegt að
rannsaka svona mál ef sá sem
telur að brotið hafi verið á sér
vill ekki ðstoð.“
Lögregla var við vettvangs-
rannsókn á Trix að morgni
sunnudags og var ætlunin að
fara yfir upptökur úr öryggis-
myndavélum staðarins.
Skoða gæslu á Trix
Lögreglan á Suðurnesjum
hefur skemmtistaðinn Trix á
Reykjanesi til athugunar en
sautján ára stúlku var hleypt
þar inn aðfaranótt sunnudags
þrátt fyrir að hafa ekki aldur til
að sækja staðinn. Jósep Þor-
björnsson, eigandi staðarins,
þvertók fyrir það í samtali við
DV í gær að gæslu og eftirliti
hefði verið ábótavant með því
að gestir staðarins uppfylli sett
aldursskilyrði. Að öðru leyti
vildi hann ekki tjá sig um dvöl
stúlkunnar á staðnum.
Sautján ára stúlku var nauðgað á
salerni skemmtistaðarins Trix í
Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags.
Lögregla verst fregna og segir málið
í rannsókn. Enginn hafði verið
handtekinn þegar DV fór í prentun
í gær.
Samkvæmt traustum heimildum
blaðsins hafði stúlkan verið á spjalli
við ofbeldismanninn skömmu áður
en hann nauðgaði henni. Því er búist
við því að hún þekki hann aftur.
Fjöldi öryggismyndavéla er einnig á
skemmtistaðnum og vinnur lögregla
í að fara yfir upptökurnar.
Jósep Þorbjörnsson, eigandi Trix,
segist ekkert hafa heyrt af nauðgun-
inni fyrr en lögreglan kom á staðinn
eftir lokun í gærmorgun og hóf
vettvangsrannsókn sem stóð
yfir í fleiri klukkustundir. Undir lögaldri á Trix
Samkvæmd heimild-
um DV yfirgaf stúlkan
skemmtistaðinn
eftir árásina ásamt
vinkonu sinni.
Þær leituðu til lög-
reglunnar á Suð-
urnesjum og
var þaðan
farið með
þolandann
á neyðarmót-
töku fyrir fórn-
arlömb nauðg-
ana.
Athygli vekur
að stúlkunni var
hleypt inn á skemmti-
staðinn Trix þrátt fyrir að
vera aðeins sautján ára. Aðspurður
hvort gæslu á staðnum hafi
verið ábótavant þvertekur Jósep
Þorbjörnsson fyrir það og segir:
„Hún hefur alltaf verið mjög góð.“
Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig
um þá staðreynd að stúlkan var of
ung til að vera inni á staðnum en
aldurstakmarkið þar er átján ár.
Þekktur fyrir splash-partí
Lögum samkvæmt er ungmenn-
um undir 18 ára aldri óheimilt að
vera inni á skemmtistöðum með
vínveitingaleyfi eftir klukkan tíu
á kvöldin nema í fylgd með for-
ráðamönnum. Dyraverðir eða aðrir
sem bera ábyrgð á rekstri staðarins
eru skyldugir til að fá staðfestingu
á aldri gesta sinna. Sektargreiðsla
liggur við því á hendur forsvars-
mönnum skemmtistaðar sem
heimildar ungmennum undir aldri
að vera þar inni. Ekki náðist í Ólaf
Geir Jónsson, skemmtanastjóra
á Trix, við vinnslu fréttarinnar.
Hann er fyrrverandi herra Ísland
og vakti mikla athygli þegar hann
var sviptur titlinum því að sögn
keppnishaldara þótti hann ekki
nógu góð fyrirmynd. Ólafi Geir
fannst að sér vegið, kærði svipt-
inguna og fékk titilinn til baka.
Skemmtistaðurinn Trix hét
áður Traffic. Fyrir nafnbreytinguna
voru þó bæði Ólafur Geir og Jósep
við stjórnvölinn. Hinn fyrrnefndi
hefur reynt að höfða til yngri
kynslóðarinnar, meðal annars með
svokölluðum splash-partíum.
íl 2008 Fréttir DV
réttIr
ritstjorn@dv.is
Sautján ára
nauðgað á
SkemmtiStað
Jósep Þorbjörnsson
Erla HlynsdóTTir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Undir aldri Jósep
Þorbjörnsson, eigandi
Trix, segir vel fylgst með
því að fólki undir lögaldri
sé ekki hleypt inn á
staðinn. Sú var engu að
síður raunin um helgina.
Árás á salerni Stúlku
undir lögaldri var
nauðgað á skemmti-
staðnum Trix um helgina.
Hákon Eydal
Fangar dæmdir fyrir ársás
mann aðfaranótt sunnudags
eftir að hann hafði keyrt á
il húsa á Laugaveginum.
n, sem er grunaður um
við akstur, ók einnig á aðra
ið. Bílstjóri þeirrar bifreiðar
ið og brutust út
átök á milli þeirra. Áverkar voru
á mönnunum eftir slagsmálin.
Skemmdir á húsnæðinu eru
óverulegar en bíll ökuþórsins er
talsvert skemmdur. Maðurinn
fékk að gista fangageymslur
lögreglunnar það sem eftir lifði
Lést í eldsvoða
Kristjánsson, lést eftir að
iknaði í íbúð við
Skúlabraut á Blönduósi í
gærmorgun. Björn lætur eftir
sig tvo uppkomna syni. Hann
var einn í íbúðinni. Þegar
slökkviðið kom á vettvang
var mikill eldur og reykur í
íbúðinni. Reykkafarar voru
sendir inn í íbúðina og fundu
þeir manninn. Hann var
úrskurðaður látinn skömmu
kkvistarf tók um
tvær klukkustundir en miklar
skemmdir urðu á húsnæðinu.
Lögreglan á Akureyri vinnur
að rannsókn á brunanum.
kureyri
Lögreglan á Akureyri hafði
í nógu að snúast um helgina
en talsverð ölvun var í bæn-
um. Mikill mannfjöldi var í
um vegna söngvakeppni
skólanema og þá var
einnig skíðamót í Hlíðarfjalli.
Að sögn lögreglunnar voru
þrír einstaklingar teknir vegna
o voru
tveir handteknir vegna meints
Öryrki dæmdur
fyrir sjö m lljónir
Rúmlega fimmtug kona, sem
er öryrki, hefur verið dæmd í sex
mánaða fangelsi skilorðsbundið
í þrjú ár fyrir að hylma yfir fjár-
svik í stóra Tryggingastofnunar-
málinu. Um er að ræða stórfelld
fjársvik sem Rannveig Rafns-
dóttir, fyrrverandi starfskona
Tryggingarstofnunar, hefur játað
á sig. En öryrkinn fékk tæplega
sjö milljónir króna greiddar inn á
eigin reikning. Hún játaði þó brot
sín strax þegar hún var yfirheyrð
og aðstoðaði við uppljóstrun
málsins.
Fullur á
mótorhjóli
Lögreglan á Selfossi fékk
tilkynningu í síðustu viku um
að maður á bifhjóli hefði far-
ið á hliðina skammt vestan við
Hellu. Manninum tókst að koma
hjólinu á réttan kjöl og hélt
hann áfram þar til lögregla kom
að honum þar sem hann sat á
hjólinu kyrrstæðu við Hvera-
gerði. Hann virtist nokkuð ölvað-
ur og var handtekinn og færður í
lögreglustöð þar sem tekið var frá
honum blóð- og þvagsýni. Tveir
ökumenn voru kærðir fyrir akst-
ur undir áhrifum fíkniefna og 21
var kærður fyrir hraðakstur.
NafNvirði húsNæðis
Verð húsnæðis miðað við verðlag
hvers árs fyrir sig. Ef verð 10 milljóna
króna húsnæðis lækkar um 5
prósent, er virði þess um 9,5 milljónir króna eftir á.
rauNvirði húsNæðis
Verð þegar tekið er mið af verðlags-
þróun, það er hversu mikill
kaupmátturinn er gegn annarri vöru
og þjónustu. Virði húsnæðis getur því bæði lækkað vegna verðlækkunar
fasteignaverðs, sem og vegna
verðhækkana á matvælaverði eða
annarri vöru og þjónustu.
20 milljóNa króNa íbúð
kEYpt á 100% láNi NúNa:
skuld í lok árs 2010:
22.720.983 kr.
(13,6% hækkun)
Eign í lok árs 2010:
16.600.000 kr.
(17% lækkun að nafnverði)
munur: 6,12 milljónir króna
árlegt tap: 2,04 milljónir króna.
*rEiknað út frá 90% láni hjá íbúðalána-
sjóði (5,75% VExtir), 10% láni hjá
sparisjóðnum (8,4% VExtir) og 5,6%
VErðbólgu á ári. miðað Er Við mEðaltals-
spár sérfræðinga um VErðbólgu og
VErðþróun á húsnæðismarkaði, sEm
birtist í pEningamálum sEðlabankans í
síðustu Viku.
Tvær milljónir
TapasT árlega
ásta s. helgadóttir
róbErt hlYNur baldurssoN
blaðamaður skrifar: roberthb@dv.is
Yfirveðsettar eignir gangi spá seðlabank-ans um þróun húsnæðisverðs eftir má reikna með því að fjöldi fasteigna verði yfirveðsettur þar sem lánin hækka en virði íbúðanna lækkar.
ranglega áætlað ingibjörg þórðardóttir efast um að spá seðlabanka íslands gangi eftir. hún segir óvarlegt að seðlabankinn grípi inn í markaðinn með þessum hætti.
17. janúar 2008 27. mars 2008 15. apríl 2008 16. júní 2008 23. júní 2008
Ekki er í neinum tengslum við raun-
veruleikann að tala um hækkun
fasteignaverðs þrátt fyrir að vísitala
íbúðaverðs hafi hækkað um hálft
prósent á milli mánaða. Þegar tekið
er tillit til verðbólgu er ljóst að fast-
eignaverðið fer áfram lækkandi að
raunvirði. Ásgeir Jónsson, forstöðu-
maður greiningadeildar Kaupþings,
segir að vísitalan hagi sér undarlega
þegar lítil velta sé á markaðnum.
Þau misvísandi skilaboð sem hún
gefur nú eru dæmi um það.
Ekki raunhæf viðmið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um
hálft prósent í maímánuði. Mikið
hefur verið gert úr þessu, sérstak-
lega af þeim sem byggja afkomu
sína á fasteignaviðskiptum. Á sama
tíma jókst þó verðbólgan um tæp
1,4 prósent. Raunlækkun fasteigna-
verðs á milli mánaða er því um 0,9
prósent.
Þegar litið er lengra aftur í tím-
ann sést að vísitala íbúðaverðs
lækkaði mjög mikið í apríl, um 1,8
prósent. Mánuðinn áður hafði lækk-
unin verið minni, eða 0,4 prósent.
Með hliðsjón af því hversu stórt
stökk lækkunin tók í apríl þurfa ekki
að vera tíðindi að hún hækki örlítið
aftur tímabundið.
Kaupsamningum fækkar um
hundruð
„Það er biðstaða á fasteigna-
markaði,“ segir Ásgeir og bendir á
að þegar viðskiptin eru lítil þarf ekki
marga samninga til að skekkja töl-
una.
Rúmlega 200 færri kaupsamn-
ingar voru þinglýstir á höfuð-
borgarsvæðinu aðra vikuna í
júní miðað við sama tíma
í fyrra. Aðra vikuna í
júní voru 47 kaup-
samningar þing-
lýstir en fyr-
ir ári voru
þeir 252. Heildarveltan var rétt tæp-
ir 1,3 milljarðar króna en var tæpir
6,9 milljarðar króna á sama tíma í
fyrra.
Skekkir niðurstöðuna
Ásgeir segir vísitölu fasteigna-
verðs ekki gæðaleiðrétta, það er
leiðréttir ekki fyrir atriði sem
hafa áhrif á gæði íbúðar-
húsnæðis. Fjölbýlis-
húsnæði á ódýrum og lítt eftirsótt-
um stað fer því inn í hana á sama
hátt og lúxusíbúðir miðsvæðis.
Ásgeir tekur dæmi af hruni á fast-
eignamarkaði árið 1993. Þá sýndu
mælingar að meðallaun bygginga-
verkamanna hækkuðu á sama tíma
og byggingariðnaðurinn var á nið-
urleið. Ástæðan fyrir þessu var sú að
þegar engin verk var að fá var hand-
löngurum sagt upp störfum. Þannig
stóð fasti kjarninn eftir hjá fyrirtækj-
unum og skekkti meðaltalið því ekki
var leiðrétt fyrir þessa breytingu.
Litlar breytingar í sumar
Undanfarnar vikur hafa viðskipti
með litlar eignir verið algengastar,
meðal annars vegna þess að fæstir
fá lán vegna þeirra stærri. Almennt
er fermetraverð minni eignanna
hærra og bætist það því við til að
skekkja heildarmyndina.
Þegar jafnfáar eignir skipta
um hendur og raun ber vitni
þarf síðan ekki marga sölu-
samninga til að hafa
mikil áhrif, ýmist
til hækkunar
eða lækkun-
ar vísitöl-
unnar.
Óvissa
um framhald-
ið einkennir
fasteignamark-
aðinn um þess-
ar mundir. Ás-
geir býst ekki við
að miklar breyting-
ar eigi sér þar stað
í sumar. Til að
markaðurinn
fari af stað
þarf ákveðnar breytingar í efna-
hagsumhverfinu, og þar fara vaxta-
lækkanir, styrking á gengi krónunn-
ar og lækkun á verðbólgu fremstar
í flokki. Mögulega þurfa þó frekari
lækkanir fasteignaverðs að koma til
áður en breytinga verður vart.
Útlitið á fasteignamarkaði er
hins vegar ekki bjart. Spáð er allt að
14 prósenta verðbólgu á næstunni,
íbúðafjárfesting hefur dregist veru-
lega saman og almennt er snögg
kólnun í efnahagslífinu. Þegar þetta
leggst ofan á þá staðreynd að fast-
eignaverð hefur hækkað gríðarlega
frá árinu 2004 er líklegasta útkoman
enn frekari lækkun á fasteignaverði,
líkt og Seðlabankinn hefur spáð.
mánudagur 16. júní 20088
Fréttir DV
„Vísitalan hegðar sér
undarlega ef það er lítil
velta á markaðnum.“
ErLa HLynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
TAPA FIMMTUNGI AF ÍBÚÐARVERÐI
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Fimmtudagur 17. janúar 2008 dagblaðið vísir 11. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
ekki kaupa íbúð
blásið til sóknaR á vatnsleysustRönd:
berjast
>> Landsmenn ættu að varast að kaupa sér húsnæði á næstunni. Þetta er álit viðm
ælenda DV sem leggja mat á fasteignamarkaðinn í dag. Verðbólga, háir vextir og ví
sbendingar um að
fasteignaverð haldi ekki í við verðbólgu á næstunni er meðal þess sem gerir húsnæ
ðiskaup óráðleg í dag. Þá er láglaunafólk sérstaklega hvatt til að bíða nokkuð með
að kaupa sér
íbúðarhúsnæði, alla vega þangað til stjórnvöld hafa ákveðið hvort og þá hvernig þ
au komi til móts við fólk vegna stöðunnar á fasteignamarkaði.
fréttir
bjargaði
mömmu
Háklassa
djass á nasa
>> „Þetta eru allt mjög uppteknir
menn og allir í hálfgerðum
meistaraflokki,“ segir Björn
Thoroddsen um félaga sína í Cold
Front. Hljómsveitin heldur tónleika
á Nasa um helgina. Hljómsveitin er
að verða fimm ára en þetta er í
fyrsta skipti sem hún spilar á Íslandi.
Forsíða DV 17. janú r dV varaði við
yfirvofandi kreppu á fasteignamarkaði
í janúar síðastliðnum. á hálfu ári hefur
kaupandi venjulegrar íbúðar tapað 2,5
milljónum króna.
Verðgildi íbúðar minnkar
íbúðarverð janúar 2008 25 milljónir
Verðrýrnun vegna lækkunar íbúðar* - 625 þúsund
Verðrýrnum vegna verðbólgu** - 1,83 milljónir
Verðgildi íbúðar nú 22,54 milljónir
Tap á íbúðarkaupum frá áramótum 2,46 milljónir
* íbúðaVerð hefur lækkað 2,5 prósenT frá áramóTum.
** Verðbólga hefur aukisT um 7,3 prósenT frá áramóTum.
Vafasöm vísitala ásgeir jónsson segir vísitölu
fasteignaverðs ekki alltaf gefa rétta mynd af
markaðnum. Vísitalan nú sýnir verðhækkun á
fasteignamarkaði en í raun halda lækkanir áfram.
„Við vonum að þeir sem eru sjá-
andi geti þarna fengið smá nasasjón
af því að vera blindir. Þarna getur
fólk upplifað hvernig það er að sjá
ekki og borðað og drukkið í myrkr-
inu,“ segir Bergvin Oddsson hjá
Ungblind, ungmennadeild Blindra-
félags Íslands. Hann er einn af fimm
blindum og sjónskertum ungmenn-
um sem þjóna til borðs á myrkvuðu
kaffihúsi í sumar.
Kaffihúsið verður opnað í húsi
Blindrafélagsins í Hamrahlíð á þjóð-
hátíðardaginn og verður opið til 20.
júlí. Hægt verður að gæða sér á kaffi,
bakkelsi, súpu og léttum sérréttum
á kaffihúsinu. Allt verður þar með
hefðbundnum hætti, nema hvað að
enginn sér nokkurn skapaðan hlut.
Myrkvuð kaffihús sem þessi eru
víða í erlendum stórborgum og yf-
irleitt eru það blindir sem þjóna til
borðs enda hægara sagt en gert fyrir
aðra að rata í myrkrinu.
Löngum hefur verið talað um að
með því að útiloka eitt skilningar-
vit eflist önnur og því er það sérstök
upplifum fyrir hina sjáandi að borða
í kolsvarta myrkri.
Bergvin talar sérstaklega um
þekkt myrkvað veitingahús í Berlín
og er fyrirmyndin óbeint sótt þang-
að. Ekkert ungmennanna hefur þó
komið þangað.
Auk þess að veita almenningi
nýja sýn inn í heim blindra miðar
þetta verkefni Ungblindar að því að
búa til sumarstörf fyrir blind ung-
menni. Verkefnið er unnið í sam-
vinnu við Hitt húsið og bensínstöð
Orkunnar, en Ungblind hefur síð-
ustu sumur tekið sérstaklega á að-
gengismálum blindra í samstarfi
við Hitt húsið. Orkan styrkir starfið
síðan með bakkelsi og segir Bergvin
að hendinni verði ekki slegið á móti
fleiri styrkjum af því tagi.
Seinna í dag afhendir Ungblind
hvatningarverðlaun þeim sem þyk-
ir hafa skarað fram úr í starfi fyrir
blind ungmenni.
erla@dv.is
Blindir þjónar á myrkvuðu kaffihúsi
ný sýn
bergvin Oddsson ætlar að
opna augu þeirra sjáandi fyrir
veröld blindra í sumar.
DV Fréttir
mánudagur 16. júní 2008 9
TAPA FI T I Í
Frosinn íbúðamarkaður Þegar jafnfáir kaupsamningar
eru gerðir og undanfarnar vikur er nauðsynlegt að taka
tillit til fleiri þátta til að leggja mat á markaðinn.
Íbúðalán
Við lántöku Eftir 12 mánuði
íbúðalánasjóður 18 milljónir* 19,03 milljónir
Sparisjóðurinn 7 milljónir** 7,59 milljónir
alls 25 milljónir 26,62 milljónir
Hækkun á láni 1,62 milljónir
* 5,7% VExtir Hjá íbúðalánaSjóði án uppgrEiðSlugjaldS
* 8,4% VExtir Hjá SpariSjóðnum án uppgrEiðSlugjaldS
12 próSEnta VErðbólga Er Viðmið í báðum dæmum
íbúðarverð í júní 2008 25 milljónir
Verðgildi íbúðar í júní 2009*** 23,25 milljónir
Skuldir umfram verðgildi á 12 mánuðum 1,75 milljónir
tap vegna kaupanna (Hækkun á láni + skuldir umfram verðgildi) 3,37 milljónir
*** miðað Við Spá grEiningadEilda um 7% lækkun faStEignaVErðS
Íbúar og sumarhúsaeigendur við
Laugarvatn eru margir ósáttir við
að framkvæmdir við nýja og endur-
bætta gufubaðsaðstöðu eru enn ekki
hafnar. Áætlað var að um það bil
750 fermetra glæsileg heilsulind við
gufubaðið yrði tekin í notkun í apríl á
þessu ári, en ljóst er að framkvæmd-
in mun tefjast um að minnsta kosti
ár. Nokkuð er síðan hinu fornfræga
gufubaði á Laugarvatni var lokað og
aðstaðan var rifin til þess að fram-
kvæmdir gætu hafist. Íbúi á Laug-
arvatni sagði í samtali við DV að sér
fyndist það hneyksli að svona væri í
pottinn búið.
Það er fyrirtækið Gufa ehf. og Bláa
Lónið sem standa að framkvæmd-
unum við Laugarvatn og samkvæmt
upplýsinum hleypur kostnaðurinn á
hundruðum milljóna. Kristján Ein-
arsson, formaður Gufu ehf., sagði í
samtali við DV að tafir hefðu orðið
á framkvæmdinni, en vildi að öðru
leyti lítið tjá sig um málið. Hafþór
Guðmundsson hjá Hollvinasamtök-
um Gufubaðsins segir rétt að íbúar
og aðrir vegfarendur við Laugarvatn
hafi lýst yfir óánægju sinni með að
framkvæmdirnar hefðu tafist í ljósi
þess að sú leið hafi verið valin að rífa
gömlu aðstöðuna, svo gufuhverinn
er nú ónothæfur. „Þetta er gríðarlega
stór framkvæmd og hleypur á hundr-
uðum milljóna króna.“ Hann segir
stefnt að því að taka fyrstu skóflus-
tunguna á næstu dögum, en málið
hafi tafist af margvíslegum ástæðum.
Teikningavinnan við mannvirkið hafi
verið flóknari en gert var ráð fyrir í
upphafi. „Við ætluðum að byrja síð-
asta haust, en það er nokkuð síðan
að það varð ljóst að við myndum ekki
ná að klára mannvirkið á réttum tíma
og því var ákveðið að fresta þessu um
eitt ár.“ valgeir@dv.is
Gufubaðið ári á eftir áætlun
Bláa Lónið ráðgert er að heilsulindin við
laugarvatn verði að fyrirmynd bláa
lónsins. Enn hafa framkvæmdir ekki hafist.
Komin í Kilju
„Fantaskemmtileg“
- Sigurður G. Tómasson,
Útvarp Saga
„Sjaldgæf
nautn að lesa
þessa bók“
- Þráinn Bertelsson,
Fréttablaðið
„Við eigum öll að
lesa þessa bók.“
- Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
varaþingmaður
Linnetsstíg 2, Hafnarrði, sími 551 0424
Seyma
Ítilefni17.júnigefumvið
25til40%afslátt
afbarnafatnaði,
stærðirtveggjatiltólfára.
22. ágúst 2008
mánudagur 23. júní 20088
Fréttir DV
Tug milljóna króna getur munað
á því hvort lánveiting Íbúðalána-
sjóðs er miðuð við brunabóta-
mat fasteigna eða kaupverð þeirra.
Ríkisstjórn Íslands hefur lagt til
að brunabótamat Íbúðalánasjóðs
verði afnumið til skerðingar lán-
veitingum sjóðsins. Geta húsnæð-
iskaupendur því fengið lán fyrir allt
að 80 prósentum af kaupverði eign-
ar án þess að eiga á hættu skerð-
ingu vegna lágs brunabótamats.
Breytingarnar hafa einna helst
áhrif fyrir húsnæðiskaupendur á
höfuðborgarsvæðinu þar sem mun-
urinn milli brunabótamats og fast-
eignaverðs er hvað mestur, einna
helst vegna fasteignaverðshækkana
undanfarinna ára. Ef tekið er mið af
íbúð af handahófi í Reykjavík getur
munurinn hlaupið á tug milljóna
króna. Þess ber þó að geta að há-
markslán Íbúðalánasjóðs verður 20
milljónir króna samkvæmt breyt-
ingunum. Verður sú fjárhæð sem
lánuð er út til húsnæðiskaupa því
aldrei hærri en því nemur. Því hef-
ur breytingin einungis áhrif á íbúð-
ir að hámarki 25 milljóna króna að
kaupverði, en 80 prósent af því eru
20 milljónir. Síðast var hámarkslán
hækkað í 18 milljónir í apríl árið
2005 og ef hámarkslánið hefði fylgt
verðþróun hefði það átt að vera 21
milljón króna.
Aukin útlán
Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, seg-
ist búast við því að þessar aðgerðir
auki við útlán sjóðsins að einhverju
leyti þegar þær taka gildi. Eins og
DV hefur greint frá hafa viðskipta-
bankarnir skrúfað fyrir útlán til
húsnæðiskaupa undanfarna mán-
uði vegna ástandsins í efnahags-
málum. Íbúðalánasjóður hefur
aftur á móti haldið hlutverki sínu
ótrauður áfram og voru útlán bank-
ans til húsnæðis um 4,8 milljarðar
króna í síðasta mánuði og stefnir í
að þau verði um 5 milljarðar króna
í þessum mánuði. Hafa lánveiting-
arnar verið í kringum fimm millj-
arða króna að meðaltali í vetur, en
lægst um 3 til 4 milljarðar króna. Á
sama tíma hefur dregið verulega úr
útlánum viðskiptabankanna sem
eru nú um einn milljarður króna,
en gátu numið tugum milljarða
króna þegar lánveitingar voru sem
mestar fyrir nokkrum árum.
Guðmundur segir Íbúðalána-
sjóð ekki hafa getað þjónað hlut-
verki sínu undanfarið í tengslum
við lánveitingar að eldri og ódýr-
ari eignum, líkt og á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta eru þær eignir sem
ungir húsnæðiskaupendur sækj-
ast oft og tíðum eftir. Samband
ungra framsóknarmanna hefur
til að mynda um langa hríð kallað
eftir því að brunabótamat Íbúða-
lánasjóðs verði afnumið. Búast má
við því að þessar aðgerðir leiðrétti
hlut ungs fólks að einhverju leyti,
en þrátt fyrir það er enn langt í land
þar sem fasteignaverð á höfuðborg-
arsvæðinu er enn hátt. „Við sjáum
ekki fram á að þetta valdi straum-
hvörfum eða byltingu, en þetta
lagar stöðu þeirra sem hafa orðið
fyrir barðinu á skerðingu bruna-
bótamatsins,“ segir Guðmundur.
Virðið lækkað um 10 prósent
DV greindi nýverið frá því að
þegar tekið væri mið af verðbólgu
róbert hlynur bAldursson
blaðamaður skrifar: roberthb@dv.is
M lljóna M
á lánveitingum
enginn samdráttur útlán
íbúðalánasjóðs hafa ekki dregist
saman svo beri á líkt og hjá
viðskiptabönkunum. Var upphæð
þeirra um 4,8 milljarðar króna í
síðasta mánuði.
hVersu hátt Verður nýjA lánið?
- miklu munar á nýju reglunum og þeim gömlu
AmtmAnnsstígur, 101 reykjAVík, fjölbýli
kaupverð brunabótamat
Viðmiðun 24,9 milljónir 11,5 milljónir
Hámarkslán 19,9 milljónir 11,5 milljónir
munur milli lána: 10,7 milljónir króna.
ArnArsmári, 200 kópAVogur, fjölbýli
kaupverð brunabótamat
Viðmiðun 27,8 milljónir 17,2 milljónir
Hámarkslán 20,0 milljónir 17,2 milljónir
munur milli lána: 2,8 milljónir króna.
AðAlstræti, 600 Akureyri, fjölbýli
kaupverð brunabótamat
Viðmiðun 15,8 milljónir 11,9 milljónir
Hámarkslán 12,6 milljónir 11,9 milljónir
munur milli lána: 0,7 milljónir króna.
* miðað við upplýsingar af fasteignavef morgunblaðsins.
DV Fréttir
mánudagur 23. júní 2008 11
Komdu til okkar,
taktu með
eða borðaðu
á staðnum
Alltaf góðu
r!
Kjúklingastaðurinn
Suðurveri
Nú er
orðin
n stór
Komin í Kilju
„Fantaskemmtileg“
- Sigurður G. Tómasson,
Útvarp Saga
„Sjaldgæf
nautn að lesa
þessa bók“
- Þráinn Bertelsson,
Fréttablaðið
„Við eigum öll að
lesa þessa bók.“
- Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
varaþingmaður
hefði fasteignaverð lækkað um 0,9
prósent að raunvirði í maí frá fyrri
mánuði þrátt fyrir að vísitala fast-
eignaverðs hefði hækkað um hálft
prósent. Þetta hlýst af því að verð-
bólgan dregur kaupmátt húsnæð-
isins gegn annarri vöru og þjónustu
niður á við. Á sama tíma og vísitala
fasteignaverðs hækkaði jókst verð-
bólgan um tæp 1,4 prósent.
Rúmlega 200 færri kaupsamn-
ingum var þinglýst á höfuðborgar-
svæðinu aðra vikuna í júní miðað
við sama tíma í fyrra. Aðra vikuna í
júní var 47 kaupsamningum þing-
lýst en fyrir ári voru þeir 252. Heild-
arveltan var rétt tæpir 1,3 milljarð-
ar króna en var tæpir 6,9 milljarðar
króna á sama tíma í fyrra. Ef mið-
að er við að 25 milljóna króna íbúð
hafi verið keypt nú um áramótin má
ætla að um 2,5 milljónir króna hafi
tapast, með tilliti til verðbólgunnar
sem mældist 12,3 prósent í maí.
Hægt af stað
Magnús Árni Skúlason hagfræð-
ingur telur tillögur ríkisstjórnarinn-
ar vera skynsamlegar. „Fólk fer hægt
af stað og vill sjá hvernig verðlags-
horfur þróast. Tuttugu milljónir
króna eru hóflegt hámarkslán mið-
að við kaup á tveggja til þriggja her-
bergja íbúð. En fólk hefur brennt sig
á þessum markaði og fer eflaust var-
lega. Fólk á að huga vel að íbúðar-
kaupum og huga að tækifærum á að
bjóða lægra í fasteignir en ásett verð
segir til um,“ segir Magnús.
Magnús telur ríkisstjórnina hafa
brugðið á þetta ráð í ljósi slæmra
horfa í efnahagsmálum, spám um
aukið atvinnuleysi og vaxandi verð-
bólgu. Til að mynda hefur Seðla-
banki Íslands spáð 14 prósenta
verðbólgu og eru stýrivextir nú 15,5
prósent. Í apríl kynnti Seðlabank-
inn svarta spá sína um fasteigna-
markaðinn þar sem spáð var allt að
15 prósenta lækkun að nafnvirði til
ársins 2010 og 30 prósenta lækkun
að raunvirði. Aðspurður hvort þess-
ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinni
gegn markmiðum Seðlabank-
ans til lækkunar verð-
bólgunnar telur Magn-
ús ekki svo þar sem
breytingarnar hafi
áhrif á ýmis svið. „Það
getur verið stórhættu-
legt þegar fasteignaverð
lækkar og er þá oft talað
um bankakreppu. Þegar
fasteignaverð lækkar er all-
ur almenningur undir, bank-
ar draga úr lánveitingum sem
gæti verið notað til að brúa at-
vinnuleysi og fyrirtæki eru lok-
uð inni. Það hefur því mun
alvarlegri áhrif ef fast-
eignaverð lækkar,“ segir
Magnús.
Seðlabankinn tjáir sig ekki
Magnús segir erfitt að meta hvort
fasteignaverð muni hækka vegna
breytinganna vegna ótryggs ástands
á fjármálamörkuðum. „Fasteigna-
verð er enn mjög hátt miðað við
tekjur fólks, vaxtakjör og framboð á
markaðnum. Fólk þarf að vera skyn-
samt og gera áætlanir til lengri tíma,
þar sem það borgar sig ekki að kaupa
og selja eignina aftur innan tveggja
ára. Þetta hleypir þó vonandi blóði í
markaðinn og leyfir húsnæðiskaup-
endum að horfa bjartari augum til
framtíðar en áður,“ segir Magnús.
DV óskaði álits svara Seðla-
bankans um breytingar á starfsemi
íbúðalánasjóðs og hvort
þau færu saman við
markmið bankans um
að ná niður verðbólgu.
Arnór Sighvatsson,
aðalhagfræðingur
bankans, vildi ekki
leggja mat á það að
svo stöddu í ljósi
þess að nýs heftis
Peningamála væri að
vænta 3. júlí.
i j unur
á lá veiti
Magnús Árni Skúlason
Guðmundur Bjarnason
„Við sjáum ekki fram á að þetta valdi
straumhvörfum eða byltingu, en
þetta lagar stöðu þeirra sem hafa
orðið fyrir barðinu á skerðingu bruna-
bótamatsins.“
Seðlabankinn þögull
Talsmenn Seðlabanka
íslands vilja ekki tjá sig
um áhrif breytinga á
starfsemi íbúðalánasjóðs
að svo stöddu.
Skynsamlegar tillögur
magnús árni Skúlason segir að
gripið hafi verið til aðgerðanna
af nauðsyn. áhrif lækkandi
fasteignaverðs á efnahagslífið
geti verið stórhættuleg.
föstudagur 22. ágúst 200814
Helgarblað DV
Það er mun hagstæðara að leigja í
dag miðað við hvernig markaðurinn
er. Verðbólgan er komin í 13,5 pró-
sent og fer hækkandi. Vextir, lán og
matvælaverð hækkar en laun ekki
jafnmikið. Þeir sem eru að hugleiða
að kaupa íbúð ættu að velta fyrir sér
hvort það borgi sig yfir höfuð. Ef tekið
er lán upp á 29 milljónir er það kom-
ið í 32 milljónir eftir eitt ár.
Milljón krónum ódýrara að
leigja
Það kostar rétt tæpri milljón
meira að borga af fjögurra herbergja
íbúð en að leigja jafn stóra á einu ári.
Leiguverð hefur hækkað mikið að
undanförnu og kostar 110 fermetra
fjögurra herbergja íbúð í Fossvog-
inum 140 þúsund krónur á mánuði.
Jafn stór íbúð á sama stað kostar 31
miljón og ef tekið er lán hjá Íbúða-
lánasjóði nema greiðslurnar af því
rúmum 200 þúsund krónum á mán-
uði. Fyrsta árið borgar því leigjandinn
1.680 þúsund krónur í leigu á með-
an kaupandinn borgar rúmar 2.672
þúsund krónur af láni fyrsta árið eft-
ir að hann tekur lánið. Er þá miðað
við að tekið sé lán með uppgreiðslu-
ákvæði. Þá á hann eftir að borga um
32 miljónir af láninu í 20 ár í viðbót.
Afborganir af 29 milljón króna láni í
heilt ár sem tekið er án uppgreiðslu-
ákvæðis eru rúmar 2,7 milljónir og
eftirstöðvar eftir árið rúmar 32 milj-
ónir. Lán með uppgreiðsluákvæði er
algengara.
Bætur frá ríkinu
Hjón með tvö börn undir 12 ára,
sem eru að velta fyrir sér hvort þau
eigi að leigja eða kaupa, geta gert ráð
fyrir að fá bætur frá ríkinu. Annars
vegar húsaleigubætur ef þau leigja og
hins vegar vaxtabætur ef þau kaupa.
Ef miðað er við að sameiginleg-
ar tekjur á mánuði séu 600 þúsund
krónur fá þau 27. 500 krónur á mán-
uði í húsaleigubætur ef lægri launa-
aðili sækir um. Það gerir 330 þúsund
á ári. Þau fá hins vegar minna í vaxta-
bætur vegna tekna sinna eða tæp-
ar 100 þúsund krónur. Miðað er við
að eignir þeirra séu 4 milljónir. Eft-
irstöðvar af gömlu láni er 29, 3 millj-
ónir og vaxtagjöld eru 1,9 milljónir.
Vaxtabótakerfið er mjög viðkvæmt
fyrir breytingum og spilar tvennt þar
inn í. Annars vegar fasteignamat og
hins vegar tekjur.
Varasöm lán
Á tímum kreppunnar getur orðið
ansi erfitt að standa straum af stóru
láni. Hægt er að taka allt að 20 millj-
ón króna lán hjá Íbúðalánasjóði og
9,1 milljón króna lán hjá Sparisjóðn-
um. Í dæmi hjónanna er miðað við
20 ára lán hjá báðum stofnunum.
Auk þess er annars vegar miðað við
lán með uppgreiðsluþóknun en það
þýðir að maður þarf að greiða bank-
anum upp eftirstöðvarnar af láninu
ákveði maður að greiða það upp eft-
ir að vextir lækka. Hins vegar er mið-
að við lán án uppgreiðsluákvæðis, þá
borgar maður bara eftirstöðvarnar
af láninu og ekkert aukalega. Vextir
hækka þó á móti.
Uppsprengd verð?
Sigurður Helgi Guðjónsson, for-
maður Húseigendafélagsins, segir að
mikil breyting hafi orðið á leigumark-
aðnum undanfarin ár. Verðið sé búið
að hækka mikið og er ástæðan sú að
mikil fjölgun varð á erlendu fólki
hér á landi. „Þá fóru menn að sjá
gull í hverju hreysi og fóru að leigja
á uppsprengdu verði,“ segir Sigurður.
Í athugun á leiguverði kemur í ljós
að flestar þriggja herbergja íbúðir og
stærri á höfuðborgarsvæðinu kosta
í flestum tilfellum yfir 100 þúsund
krónur á mánuði. Í einstaka tilfelli
fara tveggja herbergja íbúðir einnig
yfir það. Verðið er mjög hátt en nær
engan veginn þeirri tölu sem fylgir
íbúðarkaupum. „Svo þeir sem leigja
á hagstæðu góðu verði hafa ekki hátt
um það svo markaðurinn er í raun
ekki svo slæmur,“ segir Sig-
urður.
Betra að leigja
en kaupa „Þá fóru menn að sjá gull í hverju hreysi og fóru að leigja þetta á upp-sprengdu verði“
AÐ LEIGJA
Leiga á ári:
1.680.000 krónur
AÐ KAUPA
Afborganir á ári:
2.672.188 krónur
MIsMUnUr:
992.188 krónur
ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR
blaðamaður skrifar: asdis@dv.is
Sigurður Helgi Guðjónsson
segir að leigumarkaðurinn sé
ekki eins slæmur og hann lítur
út fyrir að vera
Leigja eða kaupa? Það er
mun hagstæðara að leigja
stóra íbúð en að kaupa vegna
þeirrar verðbólgu sem er núna.
Hún mælist 13,5 prósent og fer
hækkandi samkvæmt spá
greiningardeildar Kaupþings
F j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Fimmtudagur 17. janúar 2008 dagblaðið vísir 11. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
p íb
blásið til sóknaR á vatnsleysustRönd:
berjast
gegn
glæpum
dv sport
>> Landsmenn ættu að varast að kaupa sér húsnæði á næstunni. Þetta er álit viðmælenda DV sem leggja mat á fasteigna arkaðinn í dag. Verðbólga, háir vextir og vísbendingar um að fasteignaverð haldi ekki í við verðbólgu á næstunni er meðal þess sem gerir húsnæðiskaup óráðleg í dag. Þá er láglaunafólk sérstaklega hvatt til að bíða nokkuð með að kaupa sér íbúðarhúsnæði, alla vega þ gað til stjórnvöld hafa ákveðið hvort og þá hvernig þau komi til móts við fólk vegna stöðunnar á fasteignamarkaði.
fré tir
bjargaði
mömmu
>> Tveggja ára sonur Söru Rósar Kavanagh
varð henni til bjargar þegar tveir menn
vopnaðir öxi og hnífi brutust inn.
Íbúar í Vogum hafa áhyggjur af ofbeldi og
glæpum. Handrukkun um síðustu helgi og
íkveikja í lúxusbílum er til marks um aukna glæpi.
Þá hefur íbúum sem hafa komist í kast við lögin
fjölgað síðustu ár. sjá baksíðu.
veislan
hefst
rotin
epli alls
staðar
fréttir
fréttir
>> „Allar þjóðir eiga sín rotnu epli,“ segir
Katarzyna Kraciuk. Hún og Silvia Kryszewska
vinna að aðlögun innflytjenda og útlend-
inga í Reykjanesbæ. Þær vilja að Íslendingar
læri líka að aðlagast útlendingum.
>> EM í handbolta hefst í dag. Íslenska
liðið ræðst ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur, Svíar eru mótherjar dagsins.
Háklassa
djass á nasa
>> „Þetta eru allt mjög uppteknir
menn og allir í hálfgerðum
meistaraflokki,“ segir Björn
Thoroddsen um félaga sína í Cold
Front. Hljómsveitin heldur tónleika
á Nasa um helgina. Hljómsveitin er
að verða fimm ára en þetta er í
fyrsta skipti sem hún spilar á Íslandi.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
mánudagur 16. júní 2008 dagblaðið vísir 107. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ársins
Mannekla veldur því að þótt tilkynninguM uM ofbeldi
gegn börnuM hafi snarfjölgað, hefur rannsóknuM
á þeiM ekki fjölgað. aðeins önnur hver ábending
uM ofbeldi gegn barni er rannsökuð.
OFBELDISALDA
GEGN BÖRNUM
FóLk
DV GEFUR MILLJÓN Farðu inn á dv.is og sláðu inn leyniorð dagsins.
Leyniorð dagsins
Geymið miðann
Við gef
um fim
m
10.000
kr
matark
örfur h
vern
virkan
dag
í júní
HELGAR74FRI
ÞÚ MUNTTAPA MI LJóNUMfréttir af hækk ndi fasteignaverði eru ýktar. í raun lækk r verð fasteigna enn. sá seM kaupir 25 Milljóna króna íbúð nú Mun tapa á fjórðu Milljón króna næsta árið ef allt fer seM horfir.
FRéTTIR
BLINDIR
ÞJóNA
í MyRkRI
>> Blindir munu þjóna til borðs í myrkvuðu
kaffihúsi, sem opnað verður á morgun.
ýr
ó ý
p
>> Líklegt er að það felist mislukkaður
sparnaður í því að kaupa ódý a ski ku og
jafnvel flugfargjöld hjá lággjaldaflugfé-
lagi. Stundum er dýrara að kaupa ódýrt.
kvEFEðA
kRABBAMEIN
>> Ofnotkun á nikótínstauti veldur Eiríki
Jónssyni, ritstjóra Séð & heyrt, sífelldu kvefi.
Hann stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun.
FRéTTIR
Brjálaðir
Bíladagar
allt varð vitlaust á akureyri uM helgina:
Flugeldaárás á lögregluna „Eins og í Stalíngrad“
FÓLK FESTIST Í FJÖTRUM
„Við þessa vaxtabreyt-
ingu er það að gerast
að fyrirtæki sem ætluðu
ekki að segja upp eru
farin að segja upp.“
Fasteignamarkaðurinn er frosinn. Á sama tíma eru sjö þúsund fasteignir í bygg-
ingu og yfir tíu þúsund á söluskrá. Hundruð iðnaðarmanna undirbúa brottflutn-
ing úr landi. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir að þjóðfélaginu verði lok-
að. Yfirvofandi er 25 til 45 prósenta hrun á fasteignaverði.
Jón BJarkI magnÚsson
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Frosinn fasteignamarkaður
Lítil sem engin hreyfing er á fasteigna-
markaðnum um þessar mundir.
mYnD: karL
Í klessu
guðmundur ólafsson
hagfræðingur segir fasteigna-
markaðinn vera í klessu.
slæmt ástand
Sigurður Helgi guðjónsson, formaður
Húseigendafélagsins, segir ástandið núna
einungis vera lognið á undan storminum.