Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Blaðsíða 20
mánudagur 3. nóvember 200820 Fókus Ein vinsælasta hljómsveit í sögu íslenskrar popptónlistar, Sálin hans Jóns míns, er viðfangsefni heimildarmyndarinnar Hér er draumurinn sem frumsýnd var í Háskólabíói um helgina. Kveikjan að gerð myndarinnar er tuttugu ára afmæli hljómsveitarinnar en tímamótunum hefur einnig ver- ið fagnað með stórum tónleikum fyrr á árinu auk þess sem vegleg diskaútgáfa er fyrirhuguð seinna í nóvember þar sem verður að finna vinsælustu lög Sálarinnar, tón- leikaupptökur, myndina sem hér er til umfjöllunar og fleira. Hér er draumurinn er í grunninn byggð á nýlegum viðtölum við núverandi meðlimi Sálarinnar þar sem lög og myndefni frá ferli hljómsveit- arinnar eru klippt saman í takt við frásögn félaganna. Eins og búast mátti við hafa „frontmenn“ og aðal laga- og textahöfundar bandsins, Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jónsson, orðið lengstum. Einhverj- ir fimm, sex aðrir samstarfsmenn í gegnum tíðina koma með innlegg, sumir þó einungis 3–4 setningar, auk þess sem brotum úr eldri við- tölum við hljómsveitarmeðlimi er skeytt saman við þau nýrri. Það sem fram kemur í máli viðmælenda er oft fróðlegt og skemmtilegt, samspilinu á milli frásagnar og mynda stýrt af fag- mennsku og flæði myndarinn- ar með miklum ágætum. Gum- mi Jóns (eða „Guðmundur“ eins og aðrir í bandinu virðast allt- af kalla hann) og Stebbi Hilmars (eða „Stefán“ eins og aðrir Sál- armenn segja þegar söngvarann ber á góma) eru skarpir og hæfa- leikaríkir menn, vel máli farnir og með dass af húmor og því afar áheyrilegir. Þeir hafa líka augljós- lega sett blóð sitt, svita og tár í að gera hljómsveitina að því sem hún er, en af myndinni að dæma sýn- ist mér Guðmundur vera hjartað og sálin og í hljómsveitinni. Skýr- asta dæmi þess er þegar hann af- henti félögum sínum drög að hátt í þriggja ára vinnuplani bandsins í upphafi seinni hálfleiks á líftíma Sálarinnar hingað til. Afrakstur þess vinnuferlis voru tvíburaplöt- urnar Annar máni og Logandi ljós og söngleikurinn Sól og Máni sem byggður var á plötununum og sett- ur upp í Borgarleikhúsinu. Sálin er hljómsveit sem setur markið hátt og árangurinn er eftir því. Einn athyglisverðasti tíminn í sögu Sálarinnar er þó í kringum ́ 92 til ´93. Þá er óhætt að segja að þeir séu orðnir langvinsælasta hljóm- sveit landsins, nýbúnir að gefa út plötuna Garg sem hlaðin var smell- um. Ætla má að sjálfstraust hljóm- sveitarmeðlima sé í hæstu hæðum og í kjölfarið vilja fleiri en einung- is Stefán og Guðmundur semja lög og texta hljómsveitarinnar. Þetta er upphafið að endalokum bands- ins í þeirri mynd sem það var þá; dauðakippurinn var platan Þessi þungu högg. Ergelsið, reiðin og tilvistarkreppa hljómsveitarmeð- lima sem tónlistarmenn fær útrás í hinum þungu lögum þeirra á þess- ari plötu. Fáum mánuðum eftir að hún kom hún út fór hljómsveitin í um það bil tveggja ára langt frí. Eins fróðleg og skemmtileg og þessi mynd er á köflum þá vant- ar aðeins meira kjöt á beinin. Ég saknaði til dæmis viðtals við ein- hvern tónlistarspekúlant þar sem hann segði frá tónlist Sálarinnar og þætti hennar og vægi í sögu ís- lenskrar popptónlistar. Tónlist- in þannig sett í samhengi við það sem hefur verið að gerast og gerj- ast í tónlist hér á landi þessa tvo áratugi sem Sálin hefur lifað, og þá jafnvel rýnt í þræði á milli tón- listarinnar og þjóðarsálarinnar hverju sinni, ef einhverjir væru. Menn eins og Arnar Eggert Thor- oddsen á Mogganum, Óli Palli á Rás 2 eða Dr. Gunni hefðu vafalít- ið geta tjáð sig eitthvað um þetta. Nánast eina tilbrigðið í þessa veru var þegar Addi 800 kom með áhugavert komment um sam- starfið við Sinfóníuhljómsveitina og hvernig Sálin hafi í raun verið fyrsta popphljómsveitin af nokkr- um á síðustu árum sem hélt tón- leika með Sinfó. Hér er draumurinn er ágætis mynd en stendur til dæmis tveim- ur nýlegum heimildarmynd- um um íslenska tónlistarmenn, Blindskeri sem fjallaði um Bubba Morthens og Heima þeirra Sig- ur Rósarmanna, töluvert að baki. Hún virðist gerð af frekar litlum efnum, að minnsta kosti eru engin fingraför bruðls á henni, og má því kannski segja að hún sé nokkurn veginn jafn góð og efni stóðu til. Kristján Hrafn Guðmundsson á m á n u d e g i Hvað veistu? 1. Öllum starfsmönnum SkjáSinS var sagt upp í síðustu viku. Hver er fram- kvæmdastjóri Skjásins? 2. kk sendi á dögunum frá sér nýja plötu. Hvað heitir hún? 3. Hvað heitir skopmyndateiknari MogganS sem sagt var upp nýverið? Lof eða Last? Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason og Bragi Guðmundsson, hafa lifað tímana tvenna á öldum ljósvakans. Þeir eru vandfundnir útvarpsþættirnir sem búa yfir jafn mörgum árum af reynslu í útvarpi. Þessi mikla reynsla skilar sér í þjóð- málaþætti þegar ástand landsins er eins og raun ber vitni. Á föstudög- um hringja hlustendum inn og gefa lof eða last vikunnar. Það þarf mikla yfirvegun og fagmennsku til að geta tekið á móti bálreiðum hlustendum og ekki vantar reiðina þessa dagana. Þeir félagar taka á móti hverju sem er, af miklu jafnaðargeði og jafnvel um of. Eins og það hljómar kannski sérkennilega, þá held ég að veiki punktur stjórnendanna sé sá að þeir eru stundum of „dipló“. Maður heyrir það oft að þeir eru að gæta orða sinna og skoðana, væntanlega til þess að halda í fagmennskuna. Enn er svo ljóður á þættinum góða sem tilkominn er vegna vinsæld- anna en það er kæfandi magn aug- lýsinga. Brimborgarvælið hrylli- lega „Öruggan stað til að vera á“ fær mann til að lækka í hvert sinn. En þegar kemur að því að finna fjölbreytta og áhugaverða viðmæl- endur sem hæfa málefnum dagsins eru fáir betri en Reykjavík síðdegis. Þeir sinna heitu málunum án þess að allur þátturinn snúist um þau og umræðan verði eintóna. Þeir eru með gott fréttanef og njóta þeirr- ar stöðu að fara í loftið síðdegis. Föstudagurinn var fjölbreyttur. Þar komu við sögu viðmælendur frá Landsbjörg, ASÍ, Sjóvá og Færeyjum. Lúðvík Bergvins sagði frá frumvarpi í framboðsræðustíl og Árni Johnsen lýsti ástandinu á ljóðrænan máta sem brælu og ólgusjó. Þegar hinn síkáti söngnemi Ás- geir Páll var með þeim í þættinum var meira fjör. Sá mæti maður kom með mikinn húmor inn í þáttinn og ósjaldan heyrði maður að menn voru ýmist í eða að ná sér eftir hlátursköst í stúdíóinu. Það er fátt skemmtilegra fyrir hlustandann en að heyra slíkt. Niðurstaðan er þrjár stjörnur. Þegar fjórða stjarnan, Ás- geir Páll er með, þá skilar hún sér í einkunnargjöfinni líka. Sveinn Waage KarLLægur marKaður Markaðurinn með Birni Inga Hrafns- syni hefur komið skemmtilega á óvart. Ég var ekki viss um hvernig hann myndi standa sig sem þátta- stjórnandi og sömuleiðis hafði ég efasemdir um hversu lengi ég myndi tolla yfir sjónvarpsþætti um viðskipti, þar sem þau eru ekki meðal minna helstu áhugamála. Björn Ingi stendur sig hins vegar afar vel þó hann mætti vera beittari á köflum. Framsetning efnisins er á þann veg að ég held að hver sá sem hefur snefil af áhuga á þjóðfélagsumræðu samtímans verði vart svikinn af Markaðnum. Ég varð þó fyrir vonbrigðum með að af sex viðmælendum var aðeins ein kona í þætti helgarinnar. Að spyrli meðtöld- um var því kynjahlutfallið einn á móti sex, sem er afar slakt. Hins vegar hafa karlmenn þó verið ofan á í viðskipta- lífinu hér á landi sem annars staðar en nú þegar þrýst er á aukna hlut- deild kvenna í þessum geira væri til- valið að þáttastjórnendur hefðu það til hliðsjónar. Erla Hlynsdóttir Ég verð að viðurkenna að ég var dá- lítið smeykur um framhald FIFA- seríunnar eftir FIFA 08 en hann var að mínu mati algjört drasl. FIFA 08 var allt of hægur og mér fannst hann bara hundleiðinlegur. Ljósið í myrkrinu var þó leikur- inn Euro sem er að mínu mati besti íþróttaleikurinn sem kenndur er við árið 2008. Sex mánuðir voru á milli útgáfu Euro 2008 og FIFA 09 og því var ég vongóður um að nörd- arnir hjá EA Games myndu halda sig nokkurn veginn við Euro-stílinn frekar en FIFA 08. Eftir að hafa prufað leikinn í rúmar tvær vikur með félögum mínum verð ég að segja að tölvun- ördarnir hjá EA Games björguðu deginum eða réttara sagt seríunni. FIFA 09 er langt frá því að vera lík- ur forvera sínum og í rauninni má segja að það sé eins og svart og hvítt. Hvað innihald leiksins varð- ar, fyrir utan sjálfa spilunina, þá hefur FIFA 09 að geyma yfir fimm hundruð félagslið í þrjátíu deildum en einnig er að finna í leiknum 41 landslið en það er tveimur færri en í FIFA 08 – breytir ekki miklu. Tæknilega hliðin á leiknum er bæði dásamleg og erfið. Í FIFA 09 skiptir nákvæmnin öllu máli og þá sérstaklega þegar kemur að send- ingum. Þá eru tæklingarnar orðnar miklu flottari og fjölbreyttari. Það er sem sagt mjög ólíklegt að þú sjáir sömu tæklinguna tvisvar í leiknum – þú sérð alltaf eitthvað nýtt. Spilunin sjálf er mjög lík Euro 2008 og greinilegt að sá leikur var hafður til hliðsjónar þegar ráðist var í gerð FIFA 09. Menn kannski vissu upp á sig skömmina eftir að hafa gefið út FIFA 08 því stóru kall- arnir hjá EA Games gáfu það út að þeir hefðu gert yfir 250 breytingar á leiknum. Grafíkin er eins og best verður á kosið á þriðju-kynslóðar leikja- tölvu og því ætti útlit leiksins ekki að svekkja neinn sem spilar á HD- sjónvarpi en slík tæki eru nánast nauðsynleg í dag fyrir þá sem vilja fá sem mest út úr leiknum. Í heildina litið er FIFA 09 að mínu mati einn besti fótboltaleik- ur sem hefur komið út – leikurinn hefur allt það sem frábær íþrótta- leikur býður upp á og því skyldu- eign fyrir alla þá sem fíla FIFA-leik- ina. Þú verður að taka á því til að trúa og því mæli ég hiklaust með FIFA 09. Atli Már Gylfason Skot og mark! 1. Sigríður margrét OddSdóttir 2. SvOna eru menn 3. Sigmund JóHannSSOn tölvuleikir FIFA 09 Tegund: íþróttaleikur Spilast á: X360 - PS3 Gullfallegur grafíkin í leiknum er sú allra flottasta sem sést hefur í íþróttaleik. sorgir og sigrar kvikmyndir Hér er drAumurInn Heimildarmynd Leikstjórn: Jón egill bergþórsson sáLari ar Hér er draumurinn myndin er í grunninn byggð á nýlegum viðtölum við núverandi meðlimi Sálarinnar þar sem lög og myndefni frá ferli hljómsveitarinnar eru klippt saman í takt við frásögn félaganna. MYND EGGErT JóHaNNESSoN sjónvarp mArkAðurInn Stöð 2 Útvarp reykjAvík síðdegIs Bylgjan 98,9, föstudaginn 31. október kl.16.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.