Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Síða 3
mánudagur 3. nóvember 2008 3Fréttir
22. ágúst 2008 22. sept. 2008
föstudagur 22. ágúst 200814
Helgarblað DV
Það er mun hagstæðara að leigja í
dag miðað við hvernig markaðurinn
er. Verðbólgan er komin í 13,5 pró-
sent og fer hækkandi. Vextir, lán og
matvælaverð hækkar en laun ekki
jafnmikið. Þeir sem eru að hugleiða
að kaupa íbúð ættu að velta fyrir sér
hvort það borgi sig yfir höfuð. Ef tekið
er lán upp á 29 milljónir er það kom-
ið í 32 milljónir eftir eitt ár.
Milljón krónum ódýrara að
leigja
Það kostar rétt tæpri milljón
meira að borga af fjögurra herbergja
íbúð en að leigja jafn stóra á einu ári.
Leiguverð hefur hækkað mikið að
undanförnu og kostar 110 fermetra
fjögurra herbergja íbúð í Fossvog-
inum 140 þúsund krónur á mánuði.
Jafn stór íbúð á sama stað kostar 31
miljón og ef tekið er lán hjá Íbúða-
lánasjóði nema greiðslurnar af því
rúmum 200 þúsund krónum á mán-
uði. Fyrsta árið borgar því leigjandinn
1.680 þúsund krónur í leigu á með-
an kaupandinn borgar rúmar 2.672
þúsund krónur af láni fyrsta árið eft-
ir að hann tekur lánið. Er þá miðað
við að tekið sé lán með uppgreiðslu-
ákvæði. Þá á hann eftir að borga um
32 miljónir af láninu í 20 ár í viðbót.
Afborganir af 29 milljón króna láni í
heilt ár sem tekið er án uppgreiðslu-
ákvæðis eru rúmar 2,7 milljónir og
eftirstöðvar eftir árið rúmar 32 milj-
ónir. Lán með uppgreiðsluákvæði er
algengara.
Bætur frá ríkinu
Hjón með tvö börn undir 12 ára,
sem eru að velta fyrir sér hvort þau
eigi að leigja eða kaupa, geta gert ráð
fyrir að fá bætur frá ríkinu. Annars
vegar húsaleigubætur ef þau leigja og
hins vegar vaxtabætur ef þau kaupa.
Ef miðað er við að sameiginleg-
ar tekjur á mánuði séu 600 þúsund
krónur fá þau 27. 500 krónur á mán-
uði í húsaleigubætur ef lægri launa-
aðili sækir um. Það gerir 330 þúsund
á ári. Þau fá hins vegar minna í vaxta-
bætur vegna tekna sinna eða tæp-
ar 100 þúsund krónur. Miðað er við
að eignir þeirra séu 4 milljónir. Eft-
irstöðvar af gömlu láni er 29, 3 millj-
ónir og vaxtagjöld eru 1,9 milljónir.
Vaxtabótakerfið er mjög viðkvæmt
fyrir breytingum og spilar tvennt þar
inn í. Annars vegar fasteignamat og
hins vegar tekjur.
Varasöm lán
Á tímum kreppunnar getur orðið
ansi erfitt að standa straum af stóru
láni. Hægt er að taka allt að 20 millj-
ón króna lán hjá Íbúðalánasjóði og
9,1 milljón króna lán hjá Sparisjóðn-
um. Í dæmi hjónanna er miðað við
20 ára lán hjá báðum stofnunum.
Auk þess er annars vegar miðað við
lán með uppgreiðsluþóknun en það
þýðir að maður þarf að greiða bank-
anum upp eftirstöðvarnar af láninu
ákveði maður að greiða það upp eft-
ir að vextir lækka. Hins vegar er mið-
að við lán án uppgreiðsluákvæðis, þá
borgar maður bara eftirstöðvarnar
af láninu og ekkert aukalega. Vextir
hækka þó á móti.
Uppsprengd verð?
Sigurður Helgi Guðjónsson, for-
maður Húseigendafélagsins, segir að
mikil breyting hafi orðið á leigumark-
aðnum undanfarin ár. Verðið sé búið
að hækka mikið og er ástæðan sú að
mikil fjölgun varð á erlendu fólki
hér á landi. „Þá fóru menn að sjá
gull í hverju hreysi og fóru að leigja
á uppsprengdu verði,“ segir Sigurður.
Í athugun á leiguverði kemur í ljós
að flestar þriggja herbergja íbúðir og
stærri á höfuðborgarsvæðinu kosta
í flestum tilfellum yfir 100 þúsund
krónur á mánuði. Í einstaka tilfelli
fara tveggja herbergja íbúðir einnig
yfir það. Verðið er mjög hátt en nær
engan veginn þeirri tölu sem fylgir
íbúðarkaupum. „Svo þeir sem leigja
á hagstæðu góðu verði hafa ekki hátt
um það svo markaðurinn er í raun
ekki svo slæmur,“ segir Sig-
urður.
Betra að leigja
en kaupa „Þá fóru menn að sjá gull í hverju hreysi og fóru að leigja þetta á upp-sprengdu verði“
AÐ LEIGJA
Leiga á ári:
1.680.000 krónur
AÐ KAUPA
Afborganir á ári:
2.672.188 krónur
MIsMUnUr:
992.188 krónur
ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR
blaðamaður skrifar: asdis@dv.is
Sigurður Helgi Guðjónsson
segir að leigumarkaðurinn sé
ekki eins slæmur og hann lítur
út fyrir að vera
Leigja eða kaupa? Það er
mun hagstæðara að leigja
stóra íbúð en að kaupa vegna
þeirrar verðbólgu sem er núna.
Hún mælist 13,5 prósent og fer
hækkandi samkvæmt spá
greiningardeildar Kaupþings
mánudagur 22. september 200810
Neytendur
Lof&Last
starfsmaður hjá
búsáhaldaverslun-
inni Kokku við
Laugaveg sýndi
frábæra þjónustu-
lund þegar
viðskiptavinur kom með gallaðan
kjöthitamæli á
dögunum.
Hitamælirinn
hafði bilað
eftir litla notkun og reyndist leikur
einn að fá nýjan án endurgjalds.
Wilsons pizza
auglýsir heimsending-
artilboð upp á 16 tommu
pítsu og tveggja lítra gos á
2.390 krónur á vefsíðu sinni.
Þegar á hólminn er komið
stenst tilboðið ekki, heldur kostar
pakkinn um þrjú
hundruð krónum
meira. Viðskiptavinur
fékk þau svör að ekki
væri unnt að afgreiða tilboðið
samkvæmt uppgefnu verði og því var
ekki hnikað.
UndirbúðU vetrarhjólreiðarnar
Það er ekki það sama að hjóla á
veturna og á sumrin. Hjólið þarf að
vera mun betur útbúið vegna ytri að-
stæðna.
Til að byrja með þurfa hjól að vera
á góðum dekkjum. Nagladekk eru
best þar sem þau veita mesta öryggið
og auðvelda hjólreiðarnar. Ef þú dett-
ur á hjólinu skiptir líka máli að grípa
í bremsur að aftan en þá verður fall-
ið ekki eins slæmt. Þeir sem eiga hjól
sem ekki eru með bretti eða aurhlíf-
ar þurfa að fá sér slíkt. Þegar rignir
meira eða snjóar verða hjólin og hjól-
reiðamaðurinn síður útötuð í slabbi,
bleytu og salti. Góð aurhlíf neðst á
frambrettinu forðar hjólreiðamann-
inum helst frá að verða blautur.
Næst eru það ljósin en þau skipta
öllu þegar tekur að myrkva kvölds og
morgna. Skyggni er lélegra og veita
góð ljós mesta öryggið. Eins með
bremsurnar en í slæmri færð veita
þær minni mótstöðu svo þær þurf að
vera vel stilltar.
Það er vissulega ekki það sama
að hjóla á veturna og sumrin. Ekki er
hægt að hjóla eins hratt og ógætilega
eins og á sumrin. Einni er mælt með
því að börn séu ekki mikið að hjóla
á veturna og er það eingöngu örygg-
isins vegna. Hjólreiðamenn ættu að
forðast götur og nota hjóla- og göngu-
stíga í staðinn. Svo er auðvitað að vera
í góðum fatnaði og góðum skóm til að
vera vel varinn gegn veðrinu.
Fyrir þá sem ekkert líst á vetrar-
hjólreiðar er um að gera að hengja
hjólið upp í geymslunni eða bílskúrn-
um og geyma það fram á næsta vor.
Upplýsingar eru fengnar af vef Fjalla-
hjólaklúbbsins.
Ánanaustum 159,40 164,70
Bensín dísel
Sprengisandi 163,10 177,90
Bensín dísel
Skógarhlíð 164,20 178,00
Bensín dísel
Klettagörðum 161,00 175,80
Bensín dísel
Snorrabraut 163,10 177,90
Bensín dísel
Smáralind 163,10 177,90
Bensín dísel
Stóragerði 165,70 181,60
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
MAKASKIPTIN
HAGSTÆÐUSTÁrskort í sundsund er með ódýrustu líkamsrækt sem hægt er að finna. Verð á árskorti í sundlaugar höfuðborgar-svæðisins er mismunandi og er það ódýrast í Hafnarfirði. Oftast er hægt að nota sama kortið í öllum
sundlaugum sveitarfélagsins.
„Það er langalgengast núna að það
séu makaskipti,“ segir Guðbergur
Guðbergsson, löggiltur fasteigna-
sali hjá Remax. Fasteignasala hefur
dregist mjög saman síðustu mán-
uði og var einungis 300 samningum
þinglýst í síðasta mánuði. „Vandinn
liggur mest í að fólk fær ekki leng-
ur lán hjá bönkunum,“ segir Guð-
bergur.
Engin lán frá banka
„Það hefur ekki farið samning-
ur í gegn hjá okkur með lánum frá
banka í nokkurn tíma,“ segir Guð-
bergur. Í síðustu viku segir hann að
á fasteignasölunni hafi þrír samn-
ingar verið samþykktir sem ekki
fékkst lán fyrir. Í vikunni þar á und-
an voru þeir fimm. „Á öðrum for-
sendum hefðu bankarnir lánað
svo það lýsir kannski ástandinu,“
segir hann. Öll lán fara því í gegn-
um Íbúðalánasjóð eða lífeyrissjóði.
Guðbergur segir sérstaklega erf-
itt með atvinnuhúsnæði þar sem
margir vilja kaupa en geta það ekki.
„Það eru ekki peningar til að lána.“
Makaskipti algengust
Algengustu samningarnir sem
fara í gegn þessa dagana eru svo-
kölluð makaskipti en þá skiptir fólk
á eignum. Guðbergur segir það þó
algengast með íbúðir sem fara á
yfir 27 milljónir. Íbúðir undir því
verði seljast yfirleitt í beinni sölu.
Makaskipti eru í raun hagstæðasti
kosturinn í dag þar sem erfitt er
að standa kannski uppi með tvær
íbúðir, eina sem búið er að kaupa
og aðra sem ekki selst. „Það er mis-
skilningur að þeir sem skipta nið-
ur fyrir sig vilji losna við íbúðirnar,“
segir Guðbergur. „Fólk sem þarf að
losna við íbúðir er fólk sem komið
er í fjárhagsvandræði og þá á bank-
inn í raun orðið íbúðina.“
Svipað ástand fram undan
Útlitið fram undan á fasteigna-
markaðnum mun ekki breytast að
mati Guðbergs og verður í sama
farvatni jafnvel fram á næsta sum-
ar. Lítið verður að gerast og fólk fær
ekki lán frá banka. „Ég hef meiri
áhyggjur af almenningi almennt
því greiðslubyrði hefur aukist svo
mikið,“ segir hann. Fólk sem ætlaði
að kaupa sér þá eign sem það lang-
aði í fyrir stuttu og áætlaði mán-
aðargreiðslur þarf að borga miklu
meira en það í dag. „Það sem við
óttumst mest hér er að fólk fari á
hausinn út af þessu gengisrugli,“
segir Guðbergur.
SundKORT
Sundlaugar hafnarfjarðar 16.600
Sundlaug Garðabæjar 20.000
lágafellslaug 24.000
Seltjarnarneslaug 24.000
Sundlaugar reykjavíkur 24.000
Sundlaugar Kópavogs 27.990*
*tilboð sem gildir til 6. október
nEyTEndavEfuR hálfS áRS
Leiðarkerfi neytenda hefur nú verið starfrækt í hálft
ár og hefur aðsóknin verið góð. björgvin g. sigurðs-
son, ráðherra neytendamála, opnaði vefinn þann
14. mars síðastliðinn og var vefurinn ætlaður til að
létta fólki lífið og fyrirbyggja óþarfar kvartanir. nú
í dag heimsækja í viku hverri 500 til 1.100 manns
vefinn. Hægt er að finna 14 mismunandi málaflokka
sem varða ýmis mál sem geta komið til kvartana.
slóðin er www.neytandi.is.
neytendur@dv.is umsjón: ásdís björg jóHannesdóttir, asdisbjorg@dv.is
Neyte ur
áSdÍS BJÖRG JÓhannESdÓTTIR
blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is
„Á öðrum forsendum
hefðu bankarnir lánað
svo það lýsir kannski
ástandinu.“
Erfið staða
Það er erfiðara fyrir fólk
að fá eignina sem það
langar í. bankarnir eru
hættir að lána peninga
og eru því svokölluð
makaskipti algeng.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
hefur margoft sagt undanfarnar
vikur að gagnrýni Samfylkingar-
innar á bankastjórn Seðlabankans
hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn.
Ljóst er nú að málefni Seðlabank-
ans hafa verið rædd á ríkisstjórn-
arfundum. Flest bendir til þess að
ráðherrar Samfylkingarinnar hafi
rætt efasemdir sínar um banka-
stjórn Seðlabankans á ríkisstjórn-
arfundum þegar í byrjun október.
Fimmtudaginn 9. október sagði
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, full-
trúi Samfylkingarinnar í bankaráði
Seðlabankans, sig úr bankaráð-
inu. Í yfirlýsingu sem hún las upp
á sínum síðasta bankaráðsfundi
þennan dag segir meðal annars að
mistök hafi verið gerði í hagstjórn
Íslands og stjórn fjármálakerf-
isins. „Seðlabankinn ber mikla
ábyrgð á þeim mistökum. Nú er
svo komið að íslenska hagkerfið er
að hruni komið og munum við Ís-
lendingar þurfa að byggja það upp
á komandi árum og færa gríðar-
legar fórnir.“ Sigríður Ingibjörg lét
svo það álit sitt í ljós að til þess að
hrinda af stað uppbyggingarstarfi
yrði að ríkja sátt meðal þjóðarinn-
ar um stjórn Seðlabankans. „Það
er mitt álit að til að svo geti orðið
verði að skipta um bankastjórn í
Seðlabanka Íslands. Ég hvet því
bankastjóra Seðlabanka Íslands,
Davíð Oddsson, Eirík Guðnason
og Ingimund Friðriksson til þess
að axla ábyrgð á mistökunum og
segja af sér nú þegar.“
Ráðherrum Samfylkingarinnar
var gert viðvart um afstöðu Sigríð-
ar Ingibjargar og brotthvarf henn-
ar úr bankaráðinu og engar at-
hugasemdir gerðar við það. Enn
situr Jón Sigurðsson í bankaráð-
inu fyrir hönd Samfylkingarinnar,
en hann er jafnframt stjórnarfor-
maður Fjármálaeftirlitsins.
„Nei, nei, það hefur ekki verið
rætt...“
Samkvæmt heimildum DV var
lögð fram bókun af hálfu ráðherra
Samfylkingarinnar á ríkisstjórn-
arfundi daginn eftir, föstudaginn
10. október, eða þriðjudaginn 14.
október. Eftir því sem næst verður
komist er því lýst að Davíð Odds-
son starfi í umboði Sjálfstæðis-
flokksins í embætti seðlabanka-
stjóra og njóti ekki stuðnings
ráðherra Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson iðnað-
arráðherra segist í samtali við DV
ekki tjá sig um það sem fram fari á
milli ráðherra á ríkisstjórnarfund-
um.
Dularfull bókun Samfylkingar-
innar um málefni Seðlabankans
í fyrrihluta októbermánaðar set-
ur ummæli Geirs. H. Haarde við
fjölmiðla í nýtt ljós, en hann hef-
ur sagt að gagnrýni á störf seðla-
bankastjórnarinnar hafi ekki verið
rædd á fundum ríkisstjórnarinnar.
Í Kastljósþætti 22. október síðast-
liðinn var Geir spurður hvort þeir
(bankastjórarnir) mundu víkja á
næstunni: „Ekki af mínum völd-
um,“ svaraði Geir. Sigmar Guð-
mundsson spurði þá: „Nei... hefur
það verið rætt í ríkisstjórn?“ Geir
svaraði: „Nei, nei, það hefur ekki
verið rætt... ekki, ekki, ja... nei,
nei, það hefur ekki verið rætt...
sko þetta banka... bankinn heyr-
ir undir mig. Forsætisráðherra er
ráðherra Seðlabankans. Og ég hef
ekki tekið neina slíka ákvörðun og
hyggst ekki gera.“
Aukinn þungi í gagnrýni
Samfylkingarinnar
Umrædd bókun, sem gerð var
8 til 12 dögum fyrir Kastljósvið-
talið, var gerð í fjarveru Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur, formanns
Samfylkingarinnar, sem á þessum
tíma var enn í Bandaríkjunum að
jafna sig eftir uppskurð.
Ingibjörg Sólrún hefur nú
gengið fram fyrir skjöldu og með-
al annars sagt opinberlega að
hún telji að bankastjórnin eigi að
segja af sér til að gefa forsætisráð-
herra svigrúm til þess að endur-
skipuleggja stjórn peningamála
í landinu. Í Morgunblaðinu um
helgina sagði hún að það hefði
skaðað orðspor Íslendinga er-
lendis hvernig haldið var á um-
ræðunni af hálfu Davíðs Odds-
sonar, formanns bankastjórnar
Seðlabankans. Aðgerðir og yfir-
lýsingar stjórnar bankans á síð-
ustu dögum orkuðu tvímælis og í
viðkvæmri stöðu gengi það ekki til
lengdar.
Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur margoft lýst því að ekki standi til af hans
hálfu að víkja stjórn Seðlabankans frá. Hann hefur neitað því að gagnrýnin hafi verið
rædd í ríkisstjórn. Bókun samfylkingarráðherra um málið frá því fyrir miðjan októ-
ber setur slíkar yfirlýsingar í nýtt ljós.
Geir í klípu
JóHANN HAukSSoN
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Davíð og Geir „nei, nei, það hefur
ekki verið rætt... ekki, ekki, ja.. nei,
nei, það hefur ekki verið rætt...“
svaraði geir aðspurður hvort
brotthvarf davíðs úr Seðlabankan-
um hefði verið rætt í ríkisstjórn.
FÓlk FeSTiST í FJÖTruM
dómsdagsspár, þá blasa staðreynd-
irnar þannig við mér,“ segir Sigurður
og tekur fram að fyrir hrun banka-
kerfisins hafi Seðlabankinn spáð
30 prósenta lækkun fasteignaverðs
á þessu og næsta ári en síðan hafi
hamfarir skollið á þannig að menn
megi búast við einhverju meira
en það. Hann segir eigendur fast-
eigna hafa ástæðu til að hafa miklar
áhyggjur. „Það væri ekki viturlegt að
brosa framan í heiminn og vona að
heimurinn brosi framan í þig,“ segir
Sigurður.
Iðnaðarmenn flytja
guðmundur gunnarsson
segir hundruð iðnaðar-
manna á flótta til
norðurlanda.
Umdeild skipan Ingu Jónu
Forsætisráðherrafrú verður stjórnarformaður Listahátíðar:
„Mér finnst þetta bara skandall
og dæmigert fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Hann raðar sínu fólki í allar
stöður. Það gengur hins vegar alveg
fram af manni að þeir skuli gera
það á þessum tímapunkti. Ég hélt
að nóg væri komið,“ segir Hlyn-
ur Hallsson, myndlistarmaður og
fyrrverandi varaþingmaður.
Inga Jóna Þórðardóttir, eigin-
kona Geirs H. Haarde forsætis-
ráðherra, tók á fimmtudaginn við
stjórnarformennsku Listahátíð-
ar. Skiptar skoðanir eru um skip-
an Ingu Jónu á meðal listamanna
sem DV ræddi við. Rithöfundurinn
Hallgrímur Helgason hefur ekkert
við ráðningu Ingu Jónu að athuga.
„Ég þekki hana af góðu einu. Konur
eiga að vera frjálsar og óháðar eigin-
mönnum sínum. Hún er öflug kona
og ég þekki hana ekki af öðru,“ seg-
ir hann. Tónlistarmaðurinn Hörð-
ur Torfason er á öndverðri skoðun.
„Ég held hún ætti að sjá sóma sinn
í því að afhenda stöðuna einhverj-
um öðrum, ástandsins í þjóðfélag-
inu vegna. Ég vil ekki leggja mat á
hæfni hennar en þetta er einum of
langt gengið,“ segir hann.
Ingimundur Sigfússon, fráfar-
andi stjórnarformaður Listahátíð-
ar, segist hafa vitað að hann myndi
bara sitja í tvö ár. Formennsk-
an heyrði til skiptis undir fulltrúa
borgarinnar og menntamálaráðu-
neytisins og því hefði þetta legið
fyrir.
Í tilkynningu segir að staða for-
manns stjórnar Listahátíðar þyki í
senn virðuleg og áhrifamikil í lista-
og menningarlífinu en þess má geta
að Listahátíð í Reykjavík 2009 verð-
ur haldin dagana 15. til 31. maí. Á
fulltrúaráðsfundinum fyrir helgi
voru auk þess samþykktar reglur
sem gera Listahátíð að sjálfseign-
arstofnun.
baldur@dv.is
Nýr stjórnarformaður
Listahátíðar
Skiptar skoðanir eru um skipan
Ingu Jónu Þórðardóttur
forsætisráðherrafrúar.