Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 24
24 áfrýjunar leituðu eða talið útilokað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að áfrýjun myndi breyta nið- urstöðu héraðsdóms svo einhverju næmi. Þegar Hæstiréttur hafnar beiðni um áfrýjun hlýtur rétturinn að líta svo á að ekkert framan- greindra skilyrða sé uppfyllt. En hvernig metur rétturinn mikilvæga hagsmuni þess sem leitar áfrýjunarleyfis? Þessir hagsmunir hljóta að vera annars en fjárhagslegs eðlis. Sá sem þetta ritar telur að almennt verði að líta svo á að tækifæri til að varpa af sér sök fyrir æðsta dómi landsins hljóti að teljast mikilvægir hagsmunir borgaranna. Á það skal minnt að sakborningarnir tveir í mál- inu sem hér er til umfjöllunar voru hvor um sig dæmdir til þess að greiða sekt, sæta réttindasvipt- ingu og eignaupptöku. Allt eru þetta viðurhluta- miklar og strangar refsingar og vert að hafa í huga að vararefsing í formi frelsissviptingar var ákveðin í dómsorði ef fjársektin væri ekki greidd innan ákveðins tíma. Eins og fyrr var getið nefnir 2. mgr. 2. gr. 7. samningsviðauka við MSE þrjár undantekningar, sem heimilt er að setja í landsrétt, til takmörkunar á rétti manna til þess að áfrýja dómum í sakamálum. Undantekningar þessar eru eftirfarandi: 1. Ef dæmt hefur verið fyrir minni háttar brot, eftir því sem fyrir er mælt í lögum. 2. Fjallað var um mál viðkomandi manns á frumstigi af æðsta dómi. 3. Maður hefur verið sakfelldur eftir áfrýjun á sýknudómi. Undantekningar tvö og þrjú koma vart til álita hér á landi, en tilefni til að fjalla um fyrstu undan- tekninguna um minni háttar brot með hliðsjón af því máli sem hér hefur verið til umfjöllunar. Veiðilögin eru sérrefsilög og ekki er gerður greinarmunur á minni og meiri háttar brotum í lögunum sjálfum. Um refsingar vegna brota á veiðilögunum fjallar 19.gr. laganna, en þar segir: 19. gr. Brot gegn lögum þessum og reglum, sem settar verða samkvæmt þeim, varða sektum eða fangelsi allt að 2 árum og svipt- ingu skotvopna- og veiðileyfis. Virða skal það refsingu til þyngingar ef um sjaldgæfar eða fágætar fuglategundir er að ræða, sbr. 7. gr. Sama gildir um æðarfugl og æðaregg, svo og stórfelldar ólögmætar fuglaveiðar og spjöll á friðlýstum varpstöðvum. Tilraun til brota gegn lögum þessum og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, varða refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum. Gera má upptækt til ríkissjóðs: Ólöglegt veiðifang, egg eða eggjaskurn, veiðitæki og annan búnað sem notaður hefur verið við framkvæmd brots, svo og hagnað af ólög- legri veiði og sölu framangreindra verð- mæta. Ekki er það upptöku til fyrirstöðu þótt annar sé eigandi veiðitækis eða annars sem upptaka er heimil á en sá sem sekur hefur reynst um brot á lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra. Að öðru leyti skal fara um eignaupptöku samkvæmt ákvæðum 69. gr. laga nr. 19/1940 Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. veiðilaga varða öll brot á lögunum refsingu í formi sekta og réttinda- sviptingar, hversu smávægileg sem þau eru. Í 3. mgr. 19. gr. er heimild til eignaupptöku, en þess látið ógetið í hvaða tilfellum rétt sé að krefjast eða beita upptökuheimild 19. gr., en hún gengur mun lengra en upptökuákvæði 69.gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940, þar sem að skv. veiðilögunum stendur það eignaupptöku ekki í vegi þó veiðitæki sé sannanlega í eigu annars manns. Þegar haft er í huga að ákvæði 3. mgr. 19. gr. er heimildarákvæði og hversu langt það gengur er eðlilegt að álykta að eignaupptaka skv. 3. mgr. 19. gr. komi einungis til álita þegar um meiri háttar brot á veiðilögunum er að ræða. Þar sem sakborningar í málinu sem hér er til umjöllunar voru dæmdir til að þola upptöku eigna má draga þá ályktun að brot þeirra hafi verið meiri háttar í skilningi veiðilaganna. Niðurstaða Samanburður á skilyrðum 18. kafla laga nr. 19/1991, annars vegar, og skilyrðum MSE, sbr. lög nr. 62/1994, hins vegar, fyrir áfrýjun sakamála leiðir í ljós að ákvæði laga nr. 19/1991 setja mun strangari skilyrði en leiða má af ákvæðum MSE, sbr. lög nr. 62/1994. Verður að telja það furðulega niðurstöðu miðað við stöðu MSE í fræðikerfi lög- fræðinnar, en litið hefur verið á hann sem stjórn- arskrárígildi, sem almenn lög megi ekki fara í bága við. Í niðurstöðu MDE í máli Krombach gegn Frakklandi, sem fjallað var um hér að framan, kom fram að takmarkanir í landslögum á rétti manna til áfrýjunar sakamála verði að lúta að lög- mætu markmiði. Spyrja má að hvaða lögmæta markmiði sé stefnt með því að meina manni, sem sakfelldur hefur verið fyrir meiri háttar brot á refsilögum en þó ekki dæmdur til frelsissvipt- 2 / 2 0 0 4

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.