Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 10
10 lögmannaBlaðið TBl 04/12
UMfJöllUn
Á sÍðusTu misserum hefur færst í
vöxt að tjón séu greidd úr starfs
ábyrgðartryggingu lögmanna. Trygg
inga félögin fjögur, sem eru með 96%
markaðs hlutdeild, hafa greitt út talsvert
meira árin 2011 og 2012 en fyrri ár og
sem dæmi má nefna þá hefur eitt
þessara félaga greitt út á árinu 2012
tvöfalt hærri fjárhæð en árið 2011. Þá
fjölgaði kröfum hjá öðru tryggingafélagi
úr sex til sjö, sem höfðu verið að
meðaltali síðastliðinn áratug, í tólf
kröfur árið 2011. lögmanna blaðið velti
fyrir sér tölum um tjón og ástæðum
þeirra.
lágmarkstrygging um 34
milljónir
samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga um
lögmenn nr. 77/1998 er lögmönnum
skylt að hafa í gildi ábyrgðartryggingu
hjá vátryggingafélagi vegna fjárhagstjóns
sem leitt getur af gáleysi í störfum
þeirra eða starfsmanna þeirra. í
reglugerð um starfsábyrgðartryggingar
lögmanna nr. 200/1999 er kveðið
á um lágmarksfjárhæð vegna hvers
vátryggingatímabils. sú fjárhæð er sem
stendur að lágmarki kr. 34 milljónir en
lMfí hefur eftirlit með að sjálfstætt
starfandi lögmenn uppfylli þessa skyldu.
Tikkandi frestir eftir hrun
Öll vátryggingafélögin sem haft var
samband við sögðu tjónatíðni hafa
aukist síðustu ár. sem dæmi má nefna
fór hlutfall tjóna á móti iðgjöldum hjá
einu af vátryggingafélögunum úr 33%
árið 2010, í 78% fyrir árið 2011 og er
nú komið í 229% fyrir yfirstandandi ár.
Hjá öðru vátryggingafélagi höfðu 75%
iðgjalda farið í að greiða tjón síðustu sex
ár. Þá hafði eitt félaganna greitt á árinu
2012 tvöfalda þá fjárhæð sem greidd
var út vegna tjóna árið 2011.
að sögn Þórodds sigfússonar,
forstöðumanns atvinnurekstrar hjá tM,
er tíðni tjóna í starfsábyrgðartryggingu
lögmanna talsvert hærri en hjá öðrum
sérfræðistéttum og meðalfjárhæð tjóna
er einnig hærri. aðspurður kvaðst
hann telja að aukið álag hefði verið á
lögmannastéttinni síðustu ár: „Það hefur
verið mikið að gera hjá lögmönnum
frá efnahagshruninu sem við teljum
mögulega geta haft áhrif á gæði vinnu
bragða. Það er tilfinningin sem við
höfum og einkennir þessa stétt umfram
aðrar,“ sagði hann.
ágúst orri sigurðsson, lögfræðingur
á tjónasviði hjá sjóvá, telur nokkrar
ástæður liggja að baki aukinni tíðni
tjóna: „eftir hrun hafa endalausir frestir
verið tikkandi og maður veltir því fyrir
sér hvort aukning á tjónatíðni mála
endur speglist í þessum fjölda krafna.
eins er aukin neytendavitund almenn
ings um rétt til að sækja kröfur á hendur
sérfræðingum, hvort sem um er að ræða
lögmenn eða aðra sérfræðinga,“ sagði
ágúst.
sigurður óli Kolbeinsson, fram
kvæmda stjóri vátryggingasviðs Varðar,
telur að tjónum muni halda áfram að
fjölga á næstu misserum: „Það virðist
vera aukin bótavæðing í samfélaginu ef
svo má að orði komast. lögmenn hafa
t.d. auglýst grimmt á undanförnum árum
rétt fólks til að sækja slysabætur, svo
dæmi sé tekið, og það smitar út frá sér.
almenningur er mun meðvitaðri um rétt
sinn og möguleika til að krefjast bóta.
til lengri tíma litið tel ég þó að tíðnin
muni ekki aukast þar sem ég hef fulla
trú á því að lögmenn muni gera það
sem gera þarf til að koma í veg fyrir
tjón hjá sér.“ sigurður óli segir erfitt að
meta hvort fjölgun tjóna sé tímabundið
vandamál: „Mögulega er ein ástæðan
aukið álag í kjölfar hrunsins en ég held
samt að það sé ekki aðalástæðan.“
84 lögmenn með 104 mál
í erindi sínu á lagadeginum 2012,
í málstofu um skaðabótaábyrgð sér
fræðinga, gerði Þóra Hallgrímsdóttir
sérfræðingur við lagadeild Háskólans
í reykjavík grein fyrir örrannsókn á
tjónatíðni í starfsábyrgðartryggingu
lögmanna frá árinu 1995 og fram í
maí 2012 hjá áðurnefndum fjórum
vátryggingafélögum. niðurstöður þeirrar
rannsóknar voru þær að á árabilinu
starfsábyrgðartryggingar lögmanna