Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 14
14 lögmannaBlaðið TBl 04/12
UMfJöllUn
Til Fjölda Ára hefur Óðinn elísson
hrl. hjá Fulltingi unnið í slysa og
skaðabótamálum. meðal viðskiptavina
hans hafa verið sjálfstætt starfandi
einstaklingar, þ.á m. lögmenn, sem
hafa þurft að sækja bætur vegna
sjúkdóma og slysa.
„Það er alltof algengt að sjálfstætt
starfandi aðilar séu illa tryggðir eða
ótryggðir með öllu og þegar þeir verða
fyrir slysi eða veikindum eru þeir í
tómu tjóni í orðsins fyllstu merkingu.
Það gildir því miður oft um lögmenn
líka. einstaklingur sem ekki er með
almenna slysa og sjúkratryggingu á
oft lítinn eða engan rétt, utan þeirra
lágu fjárhæða sem hægt er að sækja
til sjúkratrygginga íslands. Þó er rétt
að benda á að verði menn óvinnufærir
í lengri tíma en 6 mánuði geta þeir
sótt um örorkulífeyri í lífeyrissjóði og
uppfylli þeir skilyrði lífeyrissjóðs, fá þeir
greiðslur að liðnum þremur mánuðum
frá því þeir verða óvinnufærir.
Hafi einstaklingur sem lendir í
slysi almenna slysatryggingu fær
viðkomandi, eftir ákveðinn biðtíma,
dagpeninga meðan hann er óvinnufær.
algengt er að miðað sé við 52 vikur
í slysatryggingum. séu afleiðingarnar
varanlegar eiga menn rétt á eingreiðslu
bótum á grundvelli metinnar örorku.
eingreiðslan er skattfrjáls en fram
talsskyld en hins vegar eru skattar
greiddir af dagpeningum.“
Hvaða þætti ættu lögmenn að
hafa í huga varðandi sjúkra og
slysatryggingar?
„Það er mikilvægt að slysatryggingin sé
rétt samsett. Ég hef ráðlagt mönnum
að hafa biðtíma eftir dagpeningum
a.m.k. 3 mánuði en um leið að hafa
örorkufjárhæðina sem hæsta sem
eingreiðslan reiknast af. sjúkraþáttur
slysa og sjúkratryggingar tekur síðan
á áföllum sem hinn tryggði verður
fyrir og telst ekki vera slys í skilningi
skilmála. sá þáttur er einnig mjög
mikilvægur. Þá tel ég að allt of fáir
séu með sjúkdómatryggingu en sú
trygging greiðir eingreiðslubætur
verði hinn tryggði fyrir alvarlegum
áföllum, sem eru fyrirfram skilgreind
í skilmálum tryggingarinnar. Þar má
nefna krabbamein, hjartaáfall eða
heilablóðfall svo eitthvað sé nefnt.
samkvæmt skilmálum er slíkar bætur
greiddar 30 dögum eftir að fullnægjandi
gögn hafa verið lögð fram varðandi
sjúkdóminn hjá tryggingafélaginu.
sjúkdómatryggingar gilda oft einnig
fyrir börn hins tryggða á tilteknu
aldursbili. eingreiðsla gerir viðkomandi
oft fjárhagslega kleift að taka sér frí
til að glíma við veikindin og gefa sér
lengri tíma til endurhæfingar.“
Hvaða ráðleggingar hefur þú til
lögmanna?
„að tryggja sig vel og leita ráða hjá
óháðum sérfræðingum um samsetningu
trygginga. Það er of algengt að verið sé
að selja „meðaltalsfræði“ en ekki horft
til þess hver sé raunveruleg vátrygg
ingaþörf þess sem kaupir tryggingarnar.
Það er ótrúlega algengt að sjálfstætt
starfandi einstaklingar sem lenda í slysi
halda að þeir séu vel tryggðir með
slysatryggingu heimilistryggingar en
hún er lágmarksvernd sem einungis
gildir í frítíma.“
EI.
Óðinn elísson.
illa tryggðir eru í tómu tjóni
viðtal við Óðin elísson hrl.