Fréttablaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 8
19. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 REYKJANESBÆR Í frummatsskýrslu um umhverfismat Thorsil í Helguvík, sem birtist á vef Skipulagsstofnunar þann 24. október, sést að fyrirhuguð staðsetning þess er á sömu lóð og áður hafði verið hugsuð fyrir annað fyrirtæki. Hitt fyrirtækið heitir Atlantic Green Chem- icals og er með samþykkt umverfismat fyrir starfsemi sína á sömu lóð. Fyrirtækið hefur jafnframt fengið undirritaða staðfestingu fyrir vilyrði þeirrar lóðar. Atlantic Green Chemicals er eitt af þeim fyrir tækjum sem ætla sér að byggja upp iðnað í Helguvík. Mun fyrirtækið nota varmaorku frá kísilverum í sína framleiðslu. Jón Jónsson, lögmaður fyrirtækisins, telur bæjaryfirvöld þurfa að skýra frá því hvers vegna þetta hafi gerst „Frummatsskýrslan sem birtist á vef Skipu- lagsstofnunar og gerir ráð fyrir kísilverk- smiðju Thorsil í Helguvík kom fyrirsvarsmönn- um Atlantic Green Chemicals í opna skjöldu. Verksmiðjan á að vera á þeirri lóð þar sem fyrirhuguð uppbygging Atlantic Green Chemi- cals á að vera. Við höfum klárað umhverfismat sem Skipulagsstofnun samþykkti í maí 2012. Því kemur þetta mjög á óvart. Við munum fara fram á svör vegna þessa,“ segir Jón. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, segir rétt að Thorsil sé sett niður á lóð sem var áður hugsuð fyrir Atlantic Green Chemicals. Þó sé ekkert að óttast fyrir síðarnefnda fyrirtækið þar sem fjöldi lóða standi því til boða og að samræður séu hafnar milli aðilanna um að finna farsæla lausn á lóðamálum Helguvíkur. „Við munum nú fara í viðræður við Atl antic Green, fyrirtækinu standa nú til boða aðrar lóðir sem geta nýst því í þeirri starfsemi sem það hyggur á í Helguvík. Áformaður er fund- ur milli Atlantic Green og Reykjanesbæjar til þess að koma þessum málum á hreint,“ segir Pétur. Pétur telur að nú sé ákveðin stígandi í mál- efnum Helguvíkur og hjólin farin að snúast fyrir alvöru. „Við höfum verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að uppbyggingin færi á skrið og nú erum við farin að sjá fram á það. Framkvæmdir við kísilver United Silicon eru í fullum gangi og með þessari framkvæmd verða til hundruð starfa,“ segir Pétur. Kísilver United Silicon og Thorsil eru bæði með leyfi fyrir um 100 þúsund tonna fram- leiðslu. Einnig eru enn uppi áform um að álver rísi í Helguvík. sveinn@frettabladid.is Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Frummatsskýrsla Thorsil í Helguvík setur skipulagsmál í óvissu. Annað fyrirtæki, Atlantic Green Chemicals, hafði vilyrði fyrir lóðinni. Það fyrirtæki er með samþykkt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar starfsemi sinnar. HELGUVÍK Fyrirhuguð stað- setning kísilvers Thorsil er á lóð sem búið var að úthluta til annars fyrirtækis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við höfum klárað umhverfis- mat sem Skipulagsstofnun sam- þykkti í maí 2012. Því kemur þetta mjög á óvart. Jón Jónsson, lögmaður Atlantic Green Chemicals. RÚSSLAND, AP Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, vill skipta Úkraínu með hraði á milli stjórnarinnar í Kænugarði og uppreisnarmanna í austurhlutanum, í von um að með því megi bjarga friðar- samkomulaginu sem gert var í haust. Steinmeier hefur undanfarna daga verið á fundum til skiptis hjá stjórnvöldum í Moskvu og Kænugarði. Rússar hafa verið sakaðir um að brjóta friðarsam- komulagið með því að styðja uppreisnarmenn með því að senda þeim bæði hermenn og vopnabúnað. - gb Steinmeier á fundum: Vill láta skipta Úkraínu upp STJÓRNMÁL Hildur Sverrisdótt- ir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, vill að borgarstjórn styðji frum- varp á Alþingi um breyting- ar á lögum um áfengisverslun. Hildur lagði þetta til á borg- arstjórnarfundi í gær. Hún vísar til þess að í aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir áherslum sem kallast „Kaup- maðurinn á horninu“ og fela í sér að dagleg verslun og þjón- usta sé í sem mestri nálægð við íbúana. Hildur segir að áfengis- verslanir séu ekki í öllum hverf- um borgarinnar. - jhh Borgin styðji frumvarpið: Áfengi fari í fleiri hverfi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.