Fréttablaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2014 | SKOÐUN | 15 Staðan í efna- hagslífinu er mikið t i l umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaup- máttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun. Vísital- an þarf að hækka um minna en 1% til að ná sínu hæsta gildi frá upp- hafi birtingar. Ég held hins vegar að margir séu sammála mér þegar ég segi að ég finn ekki fyrir því að kaup- máttur minn sé nánast sá sami og skömmu fyrir hrun – langt í frá. En hvernig má það vera, ef vísital- an sýnir okkur þessa stöðu? Kaupmáttur tímakaups Kaupmáttur segir til um hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun eða til- tekna upphæð. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands lýsir hins vegar kaupmætti á takmarkaðan hátt. Hún tekur eingöngu tillit til reglu- legra launa, en þau fela ekki í sér neina yfirvinnu. Hún tekur ekki tillit til starfshlutfalls – þó allir launamenn á íslenskum vinnu- markaði færu úr fullu starfi í 80% starf myndi það ekki hafa áhrif á Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Vísitalan tekur heldur ekki tillit til breytinga á sköttum sem sannar- lega hafa áhrif á útborguð laun okkar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna Kaupmáttarvísitala Hagstofunn- ar lýsir þannig kaupmætti tíma- kaups fyrir skatt. Þegar við tölum um kaupmátt lítum við hins vegar flest til þess hvað við getum fengið fyrir heildarlaun okkar eftir skatt, peningana sem verða eftir í budd- unni. Við viljum skoða kaupmátt ráðstöfunartekna okkar. Þetta er ástæða þess að VR hefur tekið saman upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna félags- manna VR og birtir nú Kaupmátt- arvísitölu VR. Vísitalan tekur til heildarlauna félagsmanna, þ.e. allra launatekna. Hún tekur tillit til þess ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli eða ef vinnustund- um hefur fækkað eða þeim fjölg- að. Hún tekur tillit til áhrifa af breytingum á skattkerfinu, eins og þeirra sem urðu í kjölfar hrunsins þegar tekið var upp þriggja þrepa skattkerfi. Hún sýnir okkur ein- faldlega hvar við erum stödd. Við erum á sama stað og árið 2005 Og þegar við skoðum Kaupmáttar- vísitölu VR sjáum við aðra mynd en þá sem Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar sýnir. Kaupmáttar- vísitala VR bendir til þess að kaup- máttur félagsmanna VR sé á svip- uðu róli og árið 2005, ekki fyrri hluta árs 2008 eins og Kaupmátt- arvísitala Hagstofunnar segir til um. Kaupmáttarvísitala VR þarf að hækka um 10% til að ná sínu hæsta gildi samanborið við 1% fyrir Kaupmáttarvísitölu Hag- stofunnar. Til að vita hvert við viljum fara, verðum við fyrst að vita hvar við erum stödd. Kaupmáttarvísitala VR sýnir stöðuna hjá okkur í VR, við höfum stigið nær áratug aftur í tímann hvað kaupmátt ráðstöfun- artekna okkar varðar. Þetta hlýtur að vera upphafsstaða okkar fyrir næstu kjarasamningagerð. Þróun Kaupmáttarvísitölu VR má sjá á heimasíðu félagsins, www. vr.is. Þar er einnig að finna ítar- legar upplýsingar um vísitöluna. Ekki ætla ég að þykjast vita hvernig á að stýra ríkisfjármálum, en eitt veit ég að peningar eru jafnverðmætir sama hvaðan þeir koma, svo fremi sem þeirra hefur verið aflað með heiðar- legum og virðingarverð- um hætti. Og þó ég sé eins langt frá því að vera fjár- málasnillingur og hugsast getur þá veit ég þó að það borgar sig að fjárfesta í arðvænlegum verkefnum. Hvernig stendur þá á því að þrátt fyrir að stjórnvöldum hljóti að vera orðið löngu ljóst (nógu oft er nú búið að segja þeim það) að fjárfesting í kvikmyndagerð margborgar sig þá heykjast þau á að veita íslenskri kvikmyndagerð þann stuðning sem henni er nauð- synlegur eigi hún á annað borð að eiga sér einhverja alvöru framtíð. Viljiði ekki peningana okkar? Af hverju ekki? Fimmfalt til baka Eftir að hafa verið hafður í svelti árum saman hillti loks undir betri tíma þegar ákveðið var að stórauka framlag til Kvikmynda- sjóðs árið 2013. Gerð var framtíð- aráætlun um stigvaxandi aukn- ingu til næstu ára, enda sýndu niðurstöður skýrslna sem gerð- ar höfðu verið um hagræn áhrif kvikmyndagerðar svart á hvítu að virðisauki íslenskrar kvik- myndagerðar er umtals- verður – hver króna sem ríkið veitir til kvik- myndagerðar skilar sér fimmfalt til baka sem hreinar tekjur. Beint í ríkiskassann. Þessar tölur eru meira að segja varlega áætlaðar. Í síðustu fjárlögum var Kvikmyndasjóður skert- ur um 40% og nú, sam- kvæmt fjárlagafrum- varpinu sem lagt hefur verið fyrir, stendur til að halda honum áfram undir fátækramörkum. Það þarf ekki að tíunda hversu mikið áfall þetta er fyrir greinina og alveg ljóst að afleiðingarnar verða mjög slæm- ar. Strax í ágúst á þessu ári var Kvikmyndasjóður orðinn tómur. Þeir sem eiga verkefni sem þegar eru til meðferðar hjá sjóðn- um sem og þeir sem eru tilbúnir að sækja um styrki verða því að bíða fram yfir áramót eftir frek- ari afgreiðslu. Ef upphæðin sem Kvikmyndasjóði er ætluð sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ekki lagfærð er alveg ljóst að fjöldi verkefna kemst ekki af stað. Sum munu kannski frest- ast um óákveðinn tíma en önnur daga uppi. Verkefni sem annars myndu skapa ríkinu framtíðar- tekjur. Bíómyndir og sjónvarps- þættir og heimildamyndir sem almenningur fær aldrei að sjá. Af hverju viljiði ekki þessa peninga? Ég bara skil það ekki. Ég hef meðvitað haldið aftur af mér að minnast á menningar- legt gildi, heimildagildi (því við erum jú skrásetjarar sögunnar) og fleira sem stundum er kallað óáþreifanleg verðmæti. En nú er ég búin að gera það. Ástæðan fyrir því að ég gerði það ekki fyrr er sú að það er stundum eins og fólkið sem heldur um budduna hreinlega taki ekki mark á neinu nema það sé sett í efnahagslegt samhengi. Eins og að um leið og hugtök eins og menningarlegt gildi eða andleg verðmæti heyrist þá slái það skyndilegt og algert heyrnarleysi. Þess vegna endur- tek ég spurninguna: Af hverju viljiði ekki peningana okkar?! Afhverju viljiði ekki peningana okkar? Hvar erum við stödd í dag? 135 130 125 120 115 110 105 100 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 KAUPMÁTTARVÍSITALA VRKAUPMÁTTUR Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR MENNING Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is KAUPMÁTTARVÍSITALA VR KAUPMÁTTARVÍSITALA HAGSTOFU ÍSLANDS NISSAN NV200 SENDIBÍLL Nýskr. 01/14, ekinn 25 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.790 þús. Rnr. 282223. RENAULT MEGANE SP. TOURER Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142531. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI SANTA FE III Nýskr. 11/12, ekinn 48 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 120526. SUZUKI SWIFT 4WD Nýskr. 06/13, ekinn 39 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr. 142447. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 36 þús km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.130 þús. Rnr. 142545. HYUNDAI i20 Nýskr. 09/13, ekinn 39 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.990 þús. Rnr. 120479. DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.960 þús. Rnr. 142534. Frábært verð! 5.890 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ➜ Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands lýsir hins vegar kaupmætti á tak- markaðan hátt. Hún tekur eingöngu tillit til reglulegra launa, en þau fela ekki í sér neina yfi rvinnu. ➜ … hver króna sem ríkið veitir til kvikmyndagerðar skilar sér fi mmfalt til baka sem hreinar tekjur. Beint í ríkiskassann. Þessar tölur eru meira að segja varlega áætlaðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.