Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2012, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.2012, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Árið 2012 verður líkast til í sögulegu samhengi skoðað sem átakaár í íslenskum sjávarútvegi. Þar er þó ekki átt við átök innan greinarinnar, eins og stundum áður, heldur fyrst og fremst átök um skattheimtu stjórnvalda annars vegar og breytingar á starfsumhverfi greinarinnar hins vegar. Úr mjög mörgum áttum innan greinarinnar hafa komið hörð viðbrögð og mótmæli, mishávær eins og gengur. Ástæða er til að hafa á því fullan skilning að stjórnmálamönnum er vandi á höndum frammi fyrir því risavaxna verkefni að koma íslenska ríkinu með skuldsettan og galtóman ríkiskassann inn í framtíðina. Því betur er sú skoðun almennt uppi að horfast verði í augu við vandann og takast á við hann í stað þess að rúlla snjóboltanum yfir á herðar upp vaxandi kynslóða. Of oft er látið að því liggja að tilteknar greinar geri til þess kröfu að sitja hjá í þessu verkefni. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta verði að „taka þátt“ í björgunaraðgerðunum með skattgreiðslum. Ofan á þennan umræðukokteil er síðan bætt hvað sjávarútveginn varðar að í nafni réttlætis beri þeim sem sækja fisk úr sjó að skila svokölluðum „umframhagnaði“ til samfélagsins. „...við höfum eytt tugum milljóna á liðnum árum í kvótakaup, hluti af því hefur étist upp nánast samstundis vegna skerðinga, en við það hefur maður sætt sig í von um að betur ári síðar. Svo fáum við þennan skatt í hausinn núna og ég fæ ekki betur séð en maður fari slippur og snauður út úr þessu eftir ævistarfið og endalausa uppbyggingu,“ segir Garðar Ólafsson, útgerðarmaður í Grímsey í viðtali hér í Ægi. „Maður reyndi allt- af að bæta í haginn í þeirri von að geta um síðir átt ánægjulegt ævi- kvöld, en það virðist ekki í sjónmáli og það er vissulega erfitt að sjá á eftir ævistarfi sínu verða ef til vill að litlu sem engu.“ Garðar er í dæmigerðri stöðu margra smárra útgerðar- og fiskvinnslu- aðila í litlum sjávarplássum út um landið. Byggðum sem hafa átt í vök að verjast vegna einhæfs atvinnulífs, bágra samgangna, niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu eða annarra þátta. Þegar orðið sanngirni er dregið upp úr hattinum í röksemdafærslustríði fyrir mikilli hækkun veiðileyfa- gjalds verður að gera kröfu til þess að því sé líka sýndur fullur skilningur að stór sem smá sjávarútvegsfyrirtæki skila miklum fjárhæðum af umsvifum sínum til samfélagsins eftir hefðbundnum leiðum. Og hafa alltaf gert. Engan þarf að undra að hugverkasmíð á borð við „umfram- hagnað“ hljómi undarlega í augum fólks í sjávarplássum á borð við Grímsey þar sem þetta fólk hugsar fyrst og síðast um að skila sínu, hafa störf og glutra ekki niður sínu dýrmæta byggðarlagi. Og talandi um störf. Nánast á sama tíma og stór hópur fólks lítur vart upp úr vinnu sinni við að finna leiðir til aukinnar skattlagningar á sjávar- útveginn hrönnuðust upp slík óveðursský í efnahagsmálum stórra við- skiptalanda íslenskra sjávarafurða að ugg setti að fólki í greininni. Á Sjávarútvegsráðstefnunni fyrr í haust var enda miklum tíma varið í umræðu um markaðsmálin og markaðsstöðu íslenskra afurða. Og nú undir lok ársins hafa borist miður góðar fréttir af uppsögnum hjá fyrir- tækjum sem eiga rætur að rekja í því að erfiðara hefur reynst að selja sjávarafurðir en áður. Þeim sem sitja nú með uppsagnarbréf í höndum í aðdraganda jóla er vafalítið ekki efst í huga að hafa áhyggjur af umfram- hagnaði. Sjávarútvegur hefur alltaf verið sveiflukenndur - stundum geng- ur vel, stundum er mun þyngra fyrir fæti. En að sönnu er mál að linni átökum um greinina sem þó hefur verið einn af traustustu haldreipunum eftir hið margumrædda hrun. Ægir þakkar samfylgd með íslenskum sjávarútvegi á árinu og óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2013. Rangt metinn gjaldstofn Veiðigjöldin eru lögð á útgerðirnar eftir aflaheimildum þeirra í hverri fisktegund en óháð því hvað fæst fyrir aflann eða hver kostnaðurinn er. Þá er útgerðum sem ekki stunda fiskvinnslu gert að greiða veiði- gjöld vegna hagnaðar aðila sem stunda fiskvinnslu. Þar sem gjald- stofninn er rangt metinn og gjaldhlutfallið afar hátt þá nemur gjaldtak- an í mörgum tilvikum meiru en öllum hagnaði útgerðanna. Þessu má líkja við að öll áhöfn fiskiskips greiði sama skatt óháð hlut hvers og eins, og í tilviki útgerðar án fiskvinnslu, að launþegar sem selja vinnu- veitendum starfskrafta sína væru látnir greiða sérstakan skatt vegna hagnaðar vinnuveitendanna. Grunnurinn að kjarasamningum útvegsmanna og sjómanna var lagður áður en greiðsla veiðigjalda kom til og því var ekki tekið tillit til þeirra þegar skipting hlutar var ákveðinn. Þegar ríkið ákveður einhliða að taka stóran hluta af aflaverðmætinu hafa forsendur kjarasamning- anna breyst. Það sem til skipta er nemur ekki lengur 100 heldur mun lægri tölu og það er hún sem nú þarf að skipta á milli aðila. Það er ekki unnt að greiða laun af þeim hluta aflaverðmætisins sem ríkið tek- ur til sín í formi veiðigjalda. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í grein á vef sambandsins. Hreystiyfirlýsingar þjóna ekki málstaðnum Út af fyrir sig mundum við ekki gera mikið annað ef við eltumst við að svara öllum þeim ummælum sem að okkur er beint, sérstaklega í skosku og írsku pressunni, frá Noregi og víðar að, en auðvitað er það alvarlegra mál þegar sjávarútvegskommissar Evrópusambandsins er með einhverjar yfirlýsingar af þessu tagi. Það verður þá bara metið hvort það sé tilefni til viðbragða af okkar hálfu. Við höfum ekki talið það þjóna málstað okkar best að vera með miklar hreystiyfirlýsingar eða munnbrúk í þessa veru heldur leggja áherslu á að koma upplýsingum um okkar afstöðu og rök á framfæri og standa frekar fast í fæturna við samningaborðið. Það höfum við gert og munum gera áfram. Svo er eitt í viðbót sem er ástæða til að nefna og það er sú óvissa sem er uppi um stofnstærðarmatið og miklar umræður sem nú fara fram um það, samanber til dæmis álit sérfræðinga við norsku haf- rannsóknastofnunina. Það auðveldar okkur kannski ekki að ná sam- stöðu um einhverja niðurfærslu veiðanna að það er veruleg óvissa um stofnstærðarmatið og vandkvæði því samfara að ákvarða stærð mak- rílstofnsins nákvæmlega. Ýmsir telja að hann sé sterkari en ráðgjöfin gefur til kynna. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, í þingumræðu um makríldeiluna U M M Æ L I Mál er að átökum linni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.