Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2012, Blaðsíða 48

Ægir - 01.09.2012, Blaðsíða 48
48 teini til að vöxtur sé viðun- andi. Vöxtur var því lakari þegar gulldepla var notuð sem aðalfóður heldur en þeg- ar loðna, síld eða sandsíli er notað. Hins vegar gæti verið áhugaverður kostur að nota gulldeplu í votfóður, þá er nauðsynlegt að blanda saman feitum og mögrum fiski svo að próteininnihaldið verði ekki of mikið. Beita Gulldepla er of lítill fiskur til að nota sem beitu beint á línukróka. Hins vegar gæti hún verið hentugt hráefni í pokabeitu þar sem hún er ódýrari en hefðbundin beita. Gulldepla hefur verið prófuð í pokabeitu en þá fiskaðist ekki á beituna. Það þýðir þó ekki að gulldepla henti alls ekki í beitu af þessu tagi, þetta hráefni uppfyllti kannski ekki bestu skilyrðin nákvæmlega á þessum tíma- punkti því það geta verið sveiflur í lífríkinu. Eiginleikar bæði beitu og fiskanna sem sækja í beituna er mismun- andi eftir stað og tíma. Til dæmis eru eðliseiginleikar lýsis úr fiskum mismunandi eftir því á hvernig fæði fisk- arnir hafa lifað. Hægt er að blanda gulldeplu og öðrum fiski við annað hráefni og möguleikarnir eru margir. Til dæmis er hægt að blanda með hveiti, sykri, korni, kók- osmjöli eða amínósýrum. Það er eiginlega til vandræða hve margir möguleikarnir eru því það væri erfitt að prófa allar blöndurnar. Gæludýranammi Gulldepla gæti verið áhuga- verður kostur sem gæludýra- nammi. Hægt væri að þurrka hana heila í þurrkklefum sem notaðir eru til harðfiskþurrk- unar. Ef hægt væri að þurrka gulldeplu án mikilla vand- kvæða fengist mikill virð- isauki af framleiðslu gælu- dýrasælgætis úr henni. Gerð var tilraun til að þurrka gulldeplu í þurrkklefa í verkefninu. Gulldeplu var raðað á þurrkgrindur og var magnið sem fór á þurrkgrind- urnar vigtað til að mæla nýt- ingarprósentu. Einnig var dreift úr gulldeplu á pönnur. Gulldeplan var þurrkuð í fjóra sólarhringa, eftir þurrk- un var gulldeplan aðeins olíu kennd að utan og var nýtingarprósentan af þurrk- grindunum 34%. Gulldeplan var prófuð á nokkrum gæludýrum. Hundar sem gefin var þurrk- uð gulldepla sem sælgæti voru allir sérlega hrifnir af henni og margir tilbúnir til að sýna ýmsar kúnstir til að fá meiri fisk. Fimm kettir fengu að smakka gulldeplu en að- eins einn af þeim vildi éta hana. Lífvirk efni úr gulldeplu Lífvirk efni úr sjávarfangi eru orðin mjög eftirsótt sem fæðubótarefni og sem heilsu- samleg íblöndunarefni í mat- væli og snyrtivörur. Þegar tal- að er um lífvirk efni í mat- vælum og snyrtivörum er átt við að eðlislægir efnisþættir í vörunni hafi heilsubætandi áhrif. Það er mikill vöxtur á heimsvísu í sölu þessara efna og eru verðmætin mikil í þess konar framleiðslu. Gull- depla er alveg ókannaður fiskur hvað varðar lífvirkni en hægt yrði að margfalda verð- mæti hennar ef hún hentaði í framleiðslu á lífvirkum efn- um. Í verkefninu var kannað hvort hægt væri að vinna verðmæt lífvirk efni úr gull- deplu. Einkum var sjónum beint að lífvirkum peptíðum og ómega-3 fitusýrum. Matís hefur náð miklum árangri í að þróa aðferðir til að vinna lífvirk efni úr ýmsu sjávar- fangi og er nú með mikið safn af aðferðum til að kanna lífvirkni þessara efna. Mark- miðið var að skoða þau líf- efni sem fyrri rannsóknir okkar sýna að gefi mesta virkni og hægt er að fram- leiða í miklu magni úr svip- uðum fiskum. Bæði efnin, líf- virk peptíð og ómega-3 fitu- sýrur, eru mjög eftirsótt sem fæðubótarefni og sem heilsu- samleg íblöndunarefni í mat- væli og snyrtivörur. Ómega-3 eru fjölómettaðar fitusýrur sem taldar eru hjálpa til við að viðhalda heilbrigðu hjarta og hafa jákvæð áhrif á minn- ið en lífvirk peptíð hafa t.d. blóðþrýstingslækkandi eigin- leika. Gulldepla er smár, feitur fiskur og að fjarlægja hluta hans, svo sem roð, bein, inn- Lofttjakkar Ál og ryðfríir Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030 Fax: 564 0030 • www.loft.is • loft@loft.is Gulldepla er smár, feitur fiskur og að fjarlægja hluta hans, svo sem roð, bein, innyfli og haus er ekki mögulegt í vinnsluhæfu magni. Því er nauðsynlegt að hakka fiskinn í heilu lagi og reyndist hakkið vera mjög dökkt. Eftir að gulldeplan var hökkuð var hakkið þvegið til að minnka dökka litinn áður en lífvirku efnin voru unnin úr gulldeplunni. Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! R A N N S Ó K N I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.