19. júní


19. júní - 19.06.2011, Blaðsíða 3

19. júní - 19.06.2011, Blaðsíða 3
Kvenréttindabaráttan á Íslandi á sér ekki langa sögu. Örfáir menntamenn skrifuðu bréf og ritgerðir um miðbik 19. aldarinnar sem hvöttu til aukinnar menntunar og frelsis kvenna. Það var ekki fyrr en árið 1869 að fyrsta kven­ félag Íslands var stofnað, Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði. Þetta félag hafði það að leiðarljósi að stuðla að framförum í menntun, þjóðrækni og heimilishaldi. Eitt helsta baráttumál félagsins var að stofna kvennaskóla í héraðinu til að uppfræða stúlkur landsins. Kvennaskólar Á áttunda áratug aldarinnar voru stofnaðir fjórir kvennaskólar á Íslandi, og var sá fyrsti Kvenna­ skólinn í Reykjavík sem var stofnaður á lýðveldisafmælisárinu 1874. Kvennaskólar landsins voru grund­ vallarforsenda fyrir allri baráttu fyrir frelsi kvenna sem fylgdi í kjölfarið. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, af mörgum talin formóðir kvenréttinda­ baráttunnar á Íslandi, stundaði nám við Kvennaskólann á Laugalandi í einn vetur. Þetta var eina formlega mennt unin sem hún hlaut. Bríet skrif aði fyrst íslenskra kvenna blaða­ grein, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, og birtist hún í Fjallkonuninni árið 1885 undir dulnefninu Æsa. Seinna meir átti Bríet eftir að lýsa því að sú grein „hafi orðið vísirinn að þeirri baráttu, sem síðar var háð og vakti svo mikla storma“. Bríet stofnaði Kvennablaðið árið 1895 og ritstýrði því í rúma þrjá áratugi. Árið 1907 stofnaði hún síðan Kvenréttindafélag Íslands. Breytingar á íslensku samfélagi á fyrri hluta 20. aldarinnar stuðl­ uðu að ört batnandi stöðu íslensk­ ra kvenna. Íslenskar konur fengu rétt inn til að kjósa tiltölu lega snemma. Á 19. öldinni nýttu ör fáar konur sér loðið orðalag í sveitar­ stjórnar kosninga lögum til að kjósa í sveitar stjórnar kosningum, og var sá réttur loks lögfestur árið 1882. Árið 1907 fengu þær kjörgengi í bæjar­ stjórnar kosningum í Reykjavík og Hafnarfirði. Kvennaframboð Árið 1908 kallaði Kvenréttinda­ félagið á hin kvenfélögin í Reykja­ vík og saman buðu þau fram sérstakt Kvennaframboð í sveitar­ stjórnarkosningum í Reykjavík. 18 hreyfingar buðu sig fram í þeim kosning um og háði Kvenna fram boðið sérlega áhrifaríka kosningabaráttu. Kvenréttindakonur gengu hús úr húsi í Reykjavík og hvöttu kynsystur sínar til að kjósa, enda fengu þær lang stærsta hluta atkvæðanna, eða 21.3% greiddra atkvæða. Nægði það til að koma öllum fjórum konunum sem voru í framboði inn í bæjarstjórn. Almennur kosninga réttur kvenna var loks samþykktur af konungi 19. júní 1915. Pólitísk barátta fyrir kvenfrelsi lagðist í dvala fyrstu áratugina eftir að formleg borgarleg réttindi náðust á öðrum áratug aldarinnar. Starf kvenfélaga landsins og Kvenréttindafélags Íslands einkenndist næstu árin af því að berjast fyrir bættum félagsaðstæðum íslenskra kvenna, fyrir launa jafnrétti og fyrir bættri heilsu almennings. Kvenfélögin unnu að stofnun Landspítalans, skóla og leik valla, verkalýðsfélaga kvenna, styrktarfélaga fyrir mæður, ásamt því að þrýsta á Alþingi að lagabótum í þágu kynjajafnréttis. Úur og Rauðsokkur Ný kvenréttinda hreyfing, hin svokallaða önnur bylgja, barst til Ís lands á sjöunda áratugnum. Laufey Valdimarsdóttir, dóttir Bríetar, og Anna Sigurðardóttir fengu ungar konur til liðs við sig í Kven réttindafélaginu. Þær kölluðu sig Úurnar og voru virkar fram á níunda áratuginn. Þær komu með mikinn kraft Saga kvenréttindabaráttunnar á Íslandi Bróðurpartur Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hefur talað um „bróður partinn“ í kennslustofunni og sagt að strákar fái allt að 80% af tíma kennarans. Einstaklingseðli sé alið upp í strákum en við stelpur sé talað sem hóp: „Fínt hjá þér, Sigurður“! og: „Mikið eruð þið duglegar, stelpur!“ Bróðurparturinn þykir svo sjálfsagður, ennþá, að í rannsóknum þar sem drengjum og stúlkum er gefinn nákvæm lega sami tími til þess að tala inni í bekk, orðið gefið hárnákvæmt til stúlku og drengs á víxl, þá gerist aðeins eitt: Bæði kyn upplifa að það sé verið að upphefja stúlkurnar og að drengirnir séu úti í kuldanum. Jöfn skipting er talin óeðlileg. inn í félagsstarf Kvenréttindafélagsins og árið 1968 stóðu þær fyrir útvarpsdagskrá þar sem fjallað var um hlutverk kynjanna í nútímasamfélagi. Árið 1970 varð síðan til önnur kvennahreyfing, Rauðsokkurnar svokölluðu. Þær störfuðu ekki undir formerkjum Kvenréttindafélagsins en höfðu þó samráð við Úurnar og Kvenréttindafélagið um þau málefni sem þær vildu einbeita sér að, svo að kraftur kvenna nýttist sem best. Eins og Úurnar, beittu Rauð sokkurnar nýjum miðlum til að koma málefnum sínum til skila og stóðu einnig fyrir útvarpsþáttum þar sem landsmönnum öllum var kynnt málefni kvenna. Kvennafrídagurinn Árið 1975 var alþjóðlegt kvennaár Sameinuðu þjóðanna og kvenfélög og kvennasamtök hér á Íslandi sameinuðust í að skipuleggja kvenna­ frídaginn 24. október 1975. 90% kvenna lagði niður vinnu sína og vakti dagurinn mikla athygli erlendis. Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og árið 1982 var Rauðsokkasamtökunum slitið og hluti þeirra félagsmanna stofnaði nýjan stjórnmálaflokk, Kvennalistann. Fyrsta kynslóð íslenskra kvenfrelsis­ kvenna var virk í stjórnmálum og fjöldahreyfing þeirra endaði árið 1922 þegar Ingibjörg H. Bjarnason var kosin til Alþingis á vegum sérstaks kvennalista. Það þurfti aðra kynslóð feminista til að hefja þessa stjórnmálabaráttu upp á nýtt. Kvennalistinn náði góðri kosningu árið 1983 og fjölgaði konum á Al­ þingi Íslands úr þremur í níu, úr 5% þingmanna í 15%. Eftir það var ekki aftur snúið og árið 2009 náðu 27 konur kjöri og eru nú 42.9% þingmanna. Og núna síðustu tvö árin hefur Ísland verið valið af Alþjóða­ efnahagsráðinu sem það land sem hvað mest jafnrétti ríkti (World Economic Forum’s Global Gender Gap Report). Saga kvenréttindabaráttunnar á Íslandi á sér ekki langa sögu, en hefur borið mikinn árangur. Á síðasta ári var Ísland í efsta sæti á jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. Texti: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Ljósmyndir: Ljósmyndasafn Reykjavíkur 11. júlí 1911 fengu íslenskar konur fullt jafnrétti á við karla til menntunar og embætta, á undan nágrannaþjóðum sínum. Sama rétt fengu t.d. norskar konur ekki fyrr en 1938 og þá var undan skilinn réttur þeirra til prests­ embætta sem þær fengu ekki fyrr en 1958. Þess má þó geta að Íslend ingar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta kven­ prestinum. Auður Eir Vilhjálmsdóttir tók prest vígslu árið 1974. Hannes Hafstein flutti þetta frum ­ varp fyrir Alþingi. Hannes var mikill vinur íslenskra kvenna og baráttu­ maður fyrir borga legum réttindum þeirra. 1911 var seinna kallað hið mikla kvenréttindaár. Ásamt jafnrétti til náms og embætta samþykkti Al­ þingi einnig að veita konum kosning­ arétt. Konungur neitaði hins vegar breyta stjórnarskránni að þessu sinni vegna deilna um sambands mál Íslands og Danmerkur. Kosninga réttur kvenna var loks sam þykktur 19. júní árið 1915. Kvenréttinda- árið mikla 1911 Karlar í Kópavogi fá jafnréttisfræðslu frá Rauðsokkum árið 1970. Háskóli Íslands fagnar 100 ára afmæli í ár. Kristín Ólafsdóttir var fyrst kvenna til að útskrifast frá Háskóla Íslands er hún lauk embættis prófi í læknis fræði árið 1917. Kristín starfaði sem læknir frá árinu 1919. Samhliða tók hún þátt í ýmsum félagsstörfum, til að mynda var hún einn af stofnendum Bandalags háskólakvenna. Eftir Kristínu liggja fjölmargar greinar og bækur um heilsu fræði sem og þýddar ævisögur og rit um heilbrigðismál. Fyrsta konan í Háskóla Íslands Konur í Reykjavík gengu fylktu liði um borgina árið 1915 til að fagna kosningarétti kvenna. Núna í sumar stendur Classical Concert Company Reykjavík fyrir vikulegum tónleikum í Hörpunni undir yfirskriftinni Konur og íslensk tónlist. Þar verður flutt tónlist eftir konur eða um konur. Kynnt verða kvenkyns tónskáld og ljóðskáld og sagt frá lögunum og tilurð þeirra. Dag skráin er hugsuð fyrir ferða menn en höfðar ekki síður til Íslendinga. Tón skáld eru t.d. Jórunn Viðar, Selma Kaldalóns og Hildigunnur Rúnarsdóttir og ljóð skáld eru t.d. Hulda, Skáld­Rósa og Jakobína Sigurðar dóttir. Nánari upp lýsingar um tón leikana er að finna á www.cccr.is og www.harpa.is. Tónleikar 19. júní, tímarit kvenréttindafélags íslands. 60. Árgangur Bls. 2 19. júní, tímarit kvenréttindafélags íslands. 60. Árgangur Bls. 3

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.